Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 83
NEIKVÆÐIÐ 1 TILVERUNNI OG TÍMUNUM
þeim er hugsun leidd til vegs í ljóði. En þessi dans vitsins við orðin, eða
innanum orðin, svo heillandi sem hann getur verið, er fremur sjaldgæf-
ur í nútímaljóðlist.
Þau Anna Brynjólfsdóttir, Guðný Ýr Jónsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján
Árnason, Kristófer Svavarsson, Pétur Þorsteinsson og Steinunn Sigurðardóttir
lásu greinina á mismunandi stigum í handriti, og ræddu við mig efni hennar.
Fyrir það eiga þau þakkir mínar allar.
Tilvísanir
1 Voltaire: Birtíngur. Snarað hefur Halldór Kiljan Laxness. Bókasafn Helgafells 1945,
bls. 121.
2 Kvæði XIV í Höndum og orðum er fyrsta kvæðið í seinnihluta ijóðabókarinnar sem
ber heitið „Borgir og strendur". Sumir hafa litið á hann sem einn ljóðaflokk en ég
tel svo ekki vera; að minnstakosti ekki í sama skilningi og framantaldir bálkar.
3 Ólafur Jónsson: „Úr veraldarsögu sálarinnar • Sigfús Daðason“, Líka lífi Iðunn
1979, bls. 212.
4 Nietzsche talar til dæmis um „hrapallegar afleiðingar bjartsýninnar“ í kafla um
„sálfræði hinna góðu“ í Ecce Homo („Warum ich ein Schicksal bin“, 4), en tilveru-
grunnur þeirra, að sögn hans, „er lygin, með öðrum orðum það að vilja ekki fyrir
nokkurn mun horfast í augu við veruleikann".
5 Hér er vitnað til Jcvæðanna úr Fám einum Ijóðum eftir 2. útg. þeirra í Ljóðum (Ið-
unn 1980).
6 „Kossatal". Kristján Árnason: Einn dag enn, Mál og menning 1990, bls. 52.
7 í umfjöllun um smásöguna „Veiðitúr í óbygðum" eftir Halldór Laxness. Sigfús
Daðason: Ritgerðir ogpistlar, Forlagið 2000, bls. 117.
8 í skugga lárviðar • Þrjátíu Ijóð eftir Hóras, Helgi Hálfdanarson þýddi, Vaka-Helga-
fell 1991, bls. 62. - Ég breyti hér uppsetningu Helga til samræmis við venjulegan
rithátt á Carmina.
9 Stoltur var einnig höfundur „Arinbjarnarkviðu“, en hógværari þó: „Hlóð eg lof-
köst / þann er lengi stendr / óbrotgjarn / í bragar túni.“
10 Líka líf, bls. 213.
11 Minnast má eftirfarandi ,hugleiðingar‘ Jóhanns Sigurjónssonar: „Ekkert veitir
slíka yfirburði sem það að vera dauður“ (Rit II, Mál og menning 1942, bls. 263).
12 Halldór Laxness: Skáldatími, Helgafell 1963, bls. 303.
13 Grænakompa er bók í grænu bandi sem Sigfús ritaði í undir lok ævinnar.
14 Ritgerðir ogpistlar, bls. 334-39.
15 Ritgerðir ogpistlar, bls. 118-19. Sigfús kveðst hafa skrifað greinina 1964, en effir-
tektarvert er að hún birtist ekki fyrr en í 2. hefti TMM árið eftir. Ekki þarf mikla
getspeki til að álykta að hún hafi verið Kristni mjög á móti skapi.
16 „y la vida no es noble, ni buena, ni sagrada“, úr „Oda a Walt Whitman“ í Poeta en
Nueva York (Federico García Lorca: Obras completas, Madrid: Aguilar 1957, bls.
453). Vitnað er til þessara orða í „Meisturum vorum“, lokaljóði Útlína bakvið
minnið.
TMM 2004 • 1
81