Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 97
ÚTRÁS OG HEIMSFRÆGÐ sem við höfum skapað, samantekt þeirra menningarlegu strauma sem við höfum meðtekið og lagað að þörfum okkar. Ef hún er trú uppruna sínum á hún einnig erindi til annarra þjóða, því enginn útlendur sýning- arstjóri kemur hingað til að leita að myndlist sem hann þekkir fyrir í sín- um ranni. Inn í þjóðarvitundina Myndlistin sem verður til í landinu, jafnvel í miðri hringiðu þeirrar al- þjóðamenningar sem við erum aðilar að, hlýtur að eiga erindi við íbúa landsins áður en hún er send úr landi sem eins konar próventukarl sem enginn vill taka ábyrgð á. Því segi ég: Framtíð hennar á íslandi er ekki undir útrás komin, heldur innrás, skipulegri viðleitni bæði opinberra og óopinberra aðila til að koma henni „á framfæri“ á íslenskum markaði, inn í þjóðarvitundina, inn í þá mynd af þjóðinni sem orðið hefur til fyrir tilstilli bókmenntanna, tónlistarinnar, leiklistarinnar, byggingarlistarinn- ar, jafnvel kvikmyndanna. Og mín vegna má fljóta með myndlist út- lendra listamanna sem hugsanlega gætu haft jákvæð áhrif á myndlistar- þróunina hér, eins og Pétur Arason og fleiri eru hvatamenn að. Ég fullyrði að sjaldan eða aldrei höfum við fslendingar átt stærri hóp vel menntaðra og hæfileikaríkra myndlistarmanna. Og aldrei áður hefur myndlistin verið eins rækilega utangarðs í íslensku menningarlífi og nú. Eitt nærtækt og sláandi dæmi: Þegar Alþingi kaus að bæta fjórum nýjum listamönnum í heiðurslaunasjóð sinn, var alveg gengið framhjá mynd- listarmönnum. Viðurkennt er að aðsókn að myndlistarsýningum hafi aldrei verið eins dræm; og þarf dýra og umfangsmikia kynningarrútínu til að lokka almenning á stórviðburði eins og sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhús- inu. Árið f955 komu 25.000 manns, um 8% þjóðarinnar, á yfir- litssýningu á verkum Jóhannesar Kjarval. Árið 1977 komu um 20.000 manns á sýningu á verkum Ásgríms Jónssonar að Kjarvalsstöðum. Árið Í989 sáu u.þ.b. Í5.000 manns sýningu Errós að Kjarvalsstöðum. Nú þykir stórviðburður ef 5.000 manns rekast inn á stórsýningu á íslenskri myndlist. Þótt faglega rekin sölugallerí hafí tæpast verið við lýði á landinu fyrir daga Gallerís 18, þá áttu myndlistarmenn alltént kost á að leigja sér sýningarrými víða um höfuðborgarsvæðið, sem áhugafólk um myndlist gat gengið að sem vísum. Þessum sýningarstöðum hefur fækkað stórlega og útleiga hækkað að sama skapi. Nýlistasafnið er nú á vergangi og í byrj- un febrúar 2004 sáum við að baki galleríinu á Hlemmi sem Þóru Þóris- TMM 2004 • 1 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.