Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 98
Aðalsteinn Ingólfsson dóttur tókst með þrautseigju að reka um rúmlega fjögurra ára skeið. Gallerí Skuggi við Hverfisgötu berst í bökkum. Og þá þarf ekki að koma neinum á óvart hversu mjög viðskipti með myndlist hafa dregist saman, jafnt umboðs- og uppboðsviðskipti sem bein sala á sýningum. Sömuleið- is er óumdeilt að verð á myndverkum hefur alls ekki fylgt annarri verð- þróun í landinu. Einnig hefur verið klipið af fjárveitingum til opinberra safna, sem ætluð hafa verið til reglulegra innkaupa á myndlist. Á móti kemur að styrkjum til myndlistarmanna hefur fjölgað til muna, sömu- leiðis samkeppnum um útilistaverk og önnur opinber myndverk. En þar sem myndlistarmönnunum hefur fjölgað enn meira - 20-30 útskrifast úr Listaháskólanum á hverju ári - hefur þessi jákvæða breyting haft óveru- leg áhrif á myndlistarumhverfið. Myndlistin hefur einnig verið afskipt í fjölmiðlum, jafnvel sjónvarpi sem er eins og sniðið fyrir útsendingar á myndlistarefni. Sem einnig er, nóta bene, með ódýrasta efni sem völ er á. Aukinheldur hefur prentmiðl- um fækkað. Til samanburðar má geta þess að á öndverðum sjötta ára- tugnum voru gefin út fimm dagblöð í Reykjavík sem flest reyndu að birta umsagnir eða upplýsingar um myndlist, þrjú menningartímarit með umtalsverðan metnað (Líf og list, Birtingur, Vaki) og að auki eitt tímarit fyrir jassgeggjara! Nú reynist æ erfiðara að fá inni fyrir myndlistartengt efni í þeim prentmiðlum sem eftir eru, nema þá í ritum eins og Skírni sem koma út tvisvar til fjórum sinnum á ári. Eins og stendur er Morgun- blaðið eini fjölmiðillinn sem sinnir myndlistinni í landinu af myndar- skap. Auðvitað er minnkandi áhugi á myndlist hér á landi ekki hluti af nátt- úrulögmáli, né heldur er hann einvörðungu um að kenna andvaraleysi þeirra sem eiga að hlúa að henni. Það er staðreynd að sjónlistir eiga nú í harðri samkeppni um frítíma fólks við aðra sjónmiðla, fjölrása sjón- varpsstöðvar og allskyns upptökur í stafrænu formi, gerðar til heima- brúks. Þegar búið er að þenja plasma-sjónvarpsskerma yfir endilanga stofuveggi er vandséð hvar myndverkin eiga að vera. Býður ekki Bill Gat- es slíku skermafólki aðgang að heimslistinni í áskrift? Vel má vera að þetta áhugaleysi sé að einhverju leyti sjálfskaparvíti listamannanna á landinu. Innbyrðis deilur þeirra sjálfra í fjölmiðlum, svo ekki sé minnst á atlögur þeirra að listfræðingum og öðrum svokölluðum „stjórnendum“ myndlistarinnar, hafa ekki verið til þess fallnar að auka áhuga á henni meðal almennings, sjá til dæmis vitleysislegar greinar um „útskúfun málverksins“ sem birtast með reglulegu millibili. Og hve langt er síðan íslenskir myndlistarmenn hafa vakið máls á þeim tilvistarvanda sem við búum við, einhverju þjóðþrifamáli eða list- 96 TMM 2004 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.