Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 102
JÓNAS SEN um hve Reykjavíkurborg gerir vel við tónlistarkennslu, sem er undirstaða gróskunnar í íslensku tónlistarlífi, var beinlínis hlægileg. Vildi Þórólfur kannski sjálfur fá tónlistarverðlaun? Einn sorglegasti atburðurinn í tón- listarlífmu í fyrra var einmitt aðför Borgarinnar að tónlistarmenntun, bæði með niðurskurði til tónlistarskóla og einnig með því að rangtúlka vísvitandi kjarasamning tónlistarkennara, en þannig voru kennarar svikn- ir um launahækkanir sem þeim hafði verið lofað. Var síðarnefnda atriðið ein af höfuðástæðum þess að Steinunn Birna Ragnarsdóttir sagði sig úr borgarstjórn, en það mál vakti verðskuldaða athygli og var meðal annars kallað „menningaráfall R-listans“ af leiðarahöfundi Morgunblaðsins. Hrun DV Talandi um Morgunblaðið þá komst það í þá einkennilegu aðstöðu seint á árinu að verða eini fjölmiðillinn sem gagnrýnir klassíska tónleika. Ég er að sjálfsögðu að vísa til gjaldþrots DV. Þegar blaðið skipti um eigendur hættum við Sigfríður Björnsdóttir að starfa þar og ég var ráðinn gagnrýnandi við Morgunblaðið. Ég verð að segja að mér leið verulega einkennilega þegar ég fór á fyrstu tónleikana mína fyrir blaðið, settist í sætið mitt, leit yfir salinn og sá að það var enginn annar tónlistar- gagnrýnandi á tónleikunum. Ég var EINI gagnrýnandinn; var ekki eitt- hvað bogið við það? Eyrir aðeins nokkrum árum voru a.m.k. þrír tónlist- argagnrýnendur á hverjum tónleikum, frá DV, Mogganum og Ríkisút- varpinu. Meðan flokksblöðin voru gefin út voru gagnrýnendurnir ennþá fleiri. Eins og gróskan í íslensku tónlistarlífi er um þessar mundir þá er óeðlilegt að Morgunblaðið sé eini fjölmiðillinn sem gagnrýnir klassíska tónlist. Er ísland kannski bananalýðveldi? Hörður Áskelsson organisti hefur í aðsendri grein í Morgunblaðinu bent á að gagnrýnendur eigi yfir- leitt síðasta orðið um tónlistarviðburði og af því má draga þá ályktun að þegar EINN gagnrýnandi er í þannig aðstöðu þá er hann kominn með þvílíkt ofurvald í tónlistarheiminum að það jaðrar við óréttlæti. Nú kunna einhverjir að hvá og spyrja: En hafa tónlistargagnrýnendur í rauninni svona mikil völd? Til að svara því skulum við líta á einfalt reikn- isdæmi: Salurinn í Kópavogi rúmar þrjú hundruð áheyrendur. Gefum okkur að þrjátíu þúsund manns lesi DV (þeir eru auðvitað fleiri, jafnvel núna þegar lestur á blaðinu mælist í sögulegu lágmarki) og að aðeins tíu prósent þeirra lesi tónlistargagnrýni. Þetta er ekki stór hópur, en samt tíu sinnum fleiri en komast á tónleika í Salnum. Ef við göngum út ffá því að lesendur taki almennt mark á gagnrýni í fjölmiðlum (sem ég held þeir geri) 100 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.