Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 105
ÁR 1 LÍFI EITURPENNA Örsögurnar voru eftir rússneska skáldið Daniil Kharms og voru skemmtilega fjarstæðukenndar. Síðasta sagan var af rauðhærðum manni sem var ekki með neitt hár, engan munn, ekkert nef, ekkert bak, enga fæt- ur og engar hendur. Þegar Hafliði sagði þessa sögu var hann nýbúinn að átta sig á að hann var ekki bara í eigin heimi heldur hluti af leiksýningu. Þá varð honum svo mikið um að hann lak einhvern veginn niður á svið- ið og hvarf. Það var reglulega flottur endir. Guðbrandsmessa hin einfalda Skömmu eftir leiksigur Hafliða í Kópavoginum voru haldnir Myrkir músíkdagar og af viðburðum hátíðarinnar sem ég fór á var sláandi fátt er kom á óvart. Ég man eftir leiðinlegum raftónleikum og einnig að ég skrif- aði um ráman næturgala sem John Speight hafði af einhverjum ástæðum látið óbóleikara líkja eftir. Það var ankannalegt. Hins vegar var verulega gaman að heyra tónverkið Gang eftir Þorkel Sigurbjörnsson á Sin- fóníutónleikum (ekki á Myrkum músíkdögum), en sjálfur Ashkenazy hafði pantað verkið nokkrum árum áður. Gangur heyrðist þarna í fyrsta skipti á íslandi og var án efa ein fallegasta tónsmíðin sem frumflutt var á árinu. Annað glæsilegt tónverk var Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rún- arsdóttur, en hún vakti sérstaka athygli fyrir svo einfalt tónmál að jaðraði við ofdirfsku. í messunni var hið einfalda aldrei einfeldningslegt, enda vakti tónlistin mikla lukku og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaun- anna, ásamt nokkrum öðrum tónsmíðum. Því miður er ég alveg búinn að gleyma hverjar hinar tilnefningarnar voru í þessum flokki, en verk eftir Tryggva Baldvinsson bar sigur úr býtum. Ég missti af tónleikunum þegar það var frumflutt, en Tryggvi er hæfileikaríkt tónskáld og flest sem ég hef heyrt eftir hann hefur látið vel í eyrum. Ég er viss um að hann hefur átt verðlaunin skilið. Fleira gott kom frá íslenskum tónskáldum á árinu og mér eru minni- stæðir tónleikar í 15:15 röðinni sem báru yfirskriftina „Á milli myrkurs og þagnar“. Þar leiddu saman hesta sína Snorri S. Birgisson er samdi tón- listina og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir sem dansaði. Snorri sást ekki á svið- inu en Sigurður Halldórsson sellóleikari var þarna að reyna að æfa sig og Lovísa var sífellt að trufla hann. „Má segja að þau Lovísa og Sigurður hafi gjörsamlega dáleitt áheyrendur með úthugsuðu látbragði sem var á mörkum þess að vera erótískt,“ skrifaði ég í DV: „Þau voru í fyrstu full- komnar andstæður, hann virðulegur gleraugnaglámur sem einbeitti sér bara að músíkinni; hún, fáklædd, að reyna að tæla hann til sín með því TMM 2004 ■ 1 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.