Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 109
Þjóðlegt flóð? I þessari sögu eru samankomin ótrúlega mörg element úr fjölmörgum íslenskum skáldsögum síðustu áratuga. Hér er stórskrítinn prestur sem þó talar af töluverðu viti um samfélagsmál og menningu samtímans, hann gerir að vísu ekki við prímusa en er alla jafna útataður í smurolíu og greinilega náskyldur Jóni Prímusi. Sveita- og þorpslífið sem lýst er minnir stundum á sögur Gyrðis Elíassonar og draugagangurinn er eftir því. Þorpsmyndin vekur líka með manni hugrenningatengsl við sögur annarra ungra höfunda frá síðustu árum, sögur eins og Hótel Kaliforníu eftir Stefán Mána og Stjórnlausa lukku eftir Auði Jónsdóttur. Einfaldast er að lesa þessa skáldsögu sem innlegg í eitt helsta hitamál samtímans. Samfélagið sem söguhetjan býr í er fórnarlamb kvótakerfis- ins og gagnrýni á það er sett fram með býsna skeleggum hætti. En þetta er líka persónuleg þroskasaga og þar koma fleiri tískuumræðuefni sam- tímans til sögunnar: þunglyndi og einelti reynast þegar allt kemur til alls vera lykilorð sögunnar og að lokum kemur ástarsagan eins og skrattinn úr sauðarlegg og vill líka fá að vera með. Þetta er allt svolítið mikið fýrir eina sögu og rúmast illa í frásagnarrammanum, en sagan er lögð í munn aðalsöguhetjunni sem er tilbrigði við íslenskan alþýðufræðimann af gamla skólanum. Sú bók sem kemur kannski mest á óvart í áherslu sinni á hið þjóðlega hlýtur að vera Skugga-Baldur effir Sjón. Ég verð að viðurkenna að þetta er sú bók sem stendur uppúr eftir þessa vertíð í mínum huga. Ég hef lengi ver- ið mikill aðdáandi skáldsagna Sjóns og reynt að boða það fagnaðarerindi sem víðast. Nú er líka gott lag til þess, Skugga-Baldur er að mörgu leyti að- gengilegri en síðustu tvær sögur Sjóns. Það vekur ekki síst athygli við þessa sögu að Sjón skuli hér líta til nítjándu aldarinnar og rómantíkurinnar, bæði í stíl og efnistökum. Hafnarstúdentar, spilitir prestar og íslenskar þjóðsög- ur hafa hér leyst af hólmi evrópskar neðanjarðarbókmenntir, gyðinglegar launhelgar og evrópskan þjóðsagnaarf. En þetta er líka óvenjuleg örlaga- saga eins, eða kannski tveggja, af olnbogabörnum fortíðarinnar. í sögu þroskaheffu stúlkunnar Öbbu og sérlundaða grasafræðingsins sem tekur hana að sér birtist grimmd gamla samfélagsins, en líka óvænt hjartahlýja og fegurð lífs sem lifað er á jaðri samfélagsins. Þetta er bók sem virkar á öll- um plönum. Sögumannsaðferð Sjóns er sem áður meinfyndin og prakk- araleg en sagan er líka undurfalleg og ótrúlega frumleg og vel skrifúð. Ólafur Gunnarsson hefur lengi verið virtari en hann er vinsæll. Hann á sér einlæga aðdáendur, ekki síst í hópi annarra rithöfunda og bók- menntamanna, en þó að hann hafi bunað frá sér snilldarverkum á und- anförnum árum hefur hann aldrei verið á allra vörum né tekið þátt í sölukapphlaupinu - fýrr en núna. TMM 2004 • 1 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.