Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 111
Þjöðlegt flóð? Hér getur verið fróðlegt að bera Öxina og jörðina saman við aðra sögulega skáldsögu sem kom út nú fyrir jólin, Hrapandi jörð eftir Úlfar Þormóðsson. Hún er langt frá því að vera gallalaus og jafnast ekki á við skáldsögu Ólafs Gunnarssonar þegar kemur að stíl og sviðsetningum. En hún hefur það fram yfir hana að veita manni nýja sýn á það sögulega efni sem hún fjallar um, tyrkjaránið. Barbaríið í Norður-Afríku, þar sem íslensk fórnarlömb tyrkjaránsins lentu, birtist okkur þar sem fjölmenn- ingarlegt samfélag þar sem bíður fólks ekki bara þrældómur heldur stundum möguleiki á nýju lífi, sem jafnvel er ríkara að möguleikum og hamingju en það líf sem beið heima á íslandi. Samfélagið sem lýst er í sögunni bregður líka ljósi á bakgrunn persónanna frá íslandi. Samfélag- ið í Norður-Afríku er ekki eins fastnjörvað í stéttir og hið íslenska, það byggir meira á hæfileikum einstaklingsins en arfi hans, efnahagslegum eða samfélagslegum. Persónur og leikendur Þegar litið er yfir þær skáldsögur sem þegar hafa verið nefndar og bætt við ævisögum þjóðskörunga eins og Jóns Sigurðssonar má halda því fram að hið þjóðlega hafi vissulega verið áberandi í síðasta jólabókaflóði. En vitaskuld var þar fleira á seyði. Fjórða skáldsagan sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaun- anna var Stormur Einars Kárasonar, fyrsta samtímasaga Einars effir tvær sögulegar skáldsögur. Hann beitir hér sömu frásagnaraðferð og í Óvina- fagnaði, hver persóna sögunnar hefur sína eigin rödd og talar fyrir sig. Hér snýst þó allt um eina persónu, ævintýra- og sagnamanninn Eyvind Storm. Sagan er semsagt fyrst og fremst persónulýsing. Aðalpersóna sög- unnar er listilega smíðuð manngerð en um leið algerlega óþolandi. Stormur er iðjuleysingi af guðs náð en hefur sérstakt lag á því að láta alla snúast í kringum sig og bjarga sér fyrir horn. Flestir í kringum hann eru svo bullandi meðvirkir, fyrirgefa honum allar syndir og réttlæta jafnvel fáránlegustu uppátæki. í þessari sögu sýnir Einar allar sínar bestu hliðar, kaldranalegan húmor og snilldarmannlýsingar í bland við gróteskar uppákomur og skopstælingar. En Stormur er ekki bara persóna, hann er líka hugarástand og auðvit- að hljótum við að sjá í þessari bók öðrum þræði skopstælingu á viðtala- hefðinni og viðtalsbókunum sem komið verður að seinna. Líkt og sum- um sem þar hafa orðið er Stormi aldrei sjálfum um að kenna þegar líf hans klúðrast. Og auðvitað er Stormur líka lúmsk lýsing á samfélaginu, eða öllu heldur samfélögunum, sem fóstra hann. Honum tekst að túlka TMM 2004 • 1 f09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.