Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 119
Kristján Jóhann Jónsson
Þeir sem geta alt, alt...
Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness: Halldór, 1902-
1932. Almenna bókafélagið, 2003.
Fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurar-
son kom út fyrir jólin. Áætlað er að þessi ævisaga Halldórs Laxness verði
í þremur bindum. Það fyrsta heitir Halldór en hin tvö eru sögð eiga að
heita Kiljan og Laxness. Halldór er mikil bók vöxtum, 620 blaðsíður með
myndum á einni og hálfri örk, aftanmálsgreinum og skrám. Eins og al-
þjóð er kunnugt þá gaus upp eftir útkomu bókarinnar hörð deila sem
ekki sér fyrir endann á. Gagnrýnendur og fræðimenn sökuðu höfundinn
um óleyfilega, jafnvel saknæma, meðferð á annarra manna textum en
hann svaraði fullum hálsi og kvaðst ekkert hafa af sér brotið. Að þessu
verður vikið seinna í þessari grein. Áður en að því kemur er nauðsynlegt
að íhuga hvers konar bók þetta er og hvað er um hana að segja sem slíka.
Það hefur fallið í skuggann af gæsalappamálinu mikla.
Ævisögur
Ævisögur eru virt og vinsæl bókmenntagrein, en hvað er ævisaga og
hvers vænta menn af slíkri sögu? Það liggur í orðanna hljóðan að ævisaga
er saga af ævi (annars) manns og báðir liðir orðsins kalla á margar spurn-
ingar: Hvað er „ævi“? Hvað gerir ævi einhvers manns svo merkilega að
það beri að segja frá henni umfram ævi annarra manna? Sú spurning
fæðir af sér margar aðrar: Hvað skilur þennan mann frá öðrum? Hvað
skilur „hann“ frá „mér“ (ævisagnaritaranum). Hvað merkja hugtökin:
„maður“, „einstaklingur“ og „sjálfsvera“ ef út í það er farið? Hvað er
„saga“? Hvernig skilur saga eins manns sig frá samtímamönnum hans?
Hvernig mótar hún hann eða hann hana? Hvernig er hægt að segja sögu
af þessum manni án þess að byggja á nokkrum klassískum frásagnar-
TMM 2004 • 1
117