Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 124
Kristján Jöhann Jónsson hugmynd mjög slæm. Allt þetta efni er margskrifað og sá texti er mettað- ur af túlkunum annarra manna, ekki síst Halldórs sjálfs. Eina réttlæting þess að skrifa nýja ævisögu hans er sú að höfundurinn treysti sér til að ýta eldri túlkunum til hliðar, vera tortrygginn og endurskapa einhvers konar frumsögu á bak við hinar sögurnar. Halldór Laxness er eitt erfiðasta viðfang ævisagnaritunar sem hægt er að hugsa sér. Sá eini sem mér dettur í hug og gæti verið enn erfiðari er Þórbergur Þórðarson. Hann er búinn að útbía alla ævisögu sína í túlkun- um og hefur að sjálfsögðu ákveðinn forgangsrétt að upplýsingum þar sem hann var á staðnum. Enginn hefur hins vegar kallað Þórberg „höf- und íslands“ og á honum hefur aldrei verið sú skeíjalausa per- sónudýrkun sem stundum hefur skotið upp kollinum hjá verst höldnu aðdáendum Halldórs Laxness. Því er ekki að leyna að Fyrsta bindið er þjakað af því hve bágt höfund- urinn virðist eiga með að skera niður og sleppa. Öllu er ausið, mokað og staflað inn í bókina og víða má finna upplýsingar sem tengjast megin- textanum lítið og illa. Eina skýringin á þessu sem mér kemur í hug er að Hannes Hólmsteinn líti svo upp til Halldórs Laxness að hann telji allt sem honum við kemur stórmerkilegt og það myndi einnig skýra það hve erfitt honum reynist að búa til þá nauðsynlegu fjarlægð sem ævisagnarit- ari þarf að hafa gagnvart viðfangi sínu. Eins og vikið var að í upphafi hefur Hannes mátt þola þungar ásakan- ir bókmenntafræðinga fyrir að taka texta annarra manna ófrjálsri hendi og mest texta Laxness sjálfs. í mörgum þeirra dæma sem nefnd hafa ver- ið vísar Hannes til bókanna sem hann sækir efni í og er því augljóslega ekki að reyna að fela neinn glæp. Auðvitað sér þó hver maður að hafi lög um höfundarrétt verið brotin er lítil réttlæting í því fólgin að benda á uppruna textans. Gæsalappamál Hannesar fær ekki vitrænan endi fyrr en það verður kært og í því dæmt. Það er hlutverk dómstóla að skera úr um lögbrot og dæma menn seka eða vernda mannorð þeirra. Ágreiningurinn um heimildir og gæsalappir snýst líka í mörgum til- vikum um það hvort texti, sem látið er heita að sé endurunninn, hafi ver- ið tekinn inn í bók Hannesar alltof lítið breyttur. Best gæti ég trúað að rætur þess vanda séu fólgnar í þeirri yfirsamsömun sem hér hefur verið lýst að framan og því ósjálfstæði sem ævisagnaritarinn sýnir gagnvart viðfangi sínu. Fátt hefur hins vegar í almennum umræðum fram að þessu verið sagt um innviði þessarar nýju ævisögu Halldórs Laxness. Þegar þetta er skrifað er umræðan um heimildanotkun Hannesar djúpt sokkin í ásakanir og gagnásakanir. Vonandi verður einhvern tímann hægt að líta til baka og segja að hún hafi verið gagnleg. 122 TMM 2004 ■ 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.