Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 130
Halla Sverrisdóttir
öllu er á botninn hvolft ekki jafn ólíkur veröld Búlgakovs og ætla mætti.
Meistarinn og Margaríta er háaktúelt verk í slíku andrúmslofti og hefur
ótal skírskotanir sem hefði verið hægt að nýta mun betur til að gera leik-
húsupplifunina dýpri og safaríkari. Til þess að það heppnaðist hefði þurft
skýrari mótun þeirra ýmsu sagnaþráða sem tvinnast saman í verkinu,
skarpari andstæður í leik og umgerð, dýpri skilning á texta og boðskap
sögunnar - og kannski dálítið minna fjör.
Leikmynd: Börkur Jónsson. Ljósahönnun: Egill Ingibergsson. Myndbandstækni:
Gideon Gabriel K'iers. Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir. Frumsamin tónlist:
Margrét Örnólfsdóttir. Leikstjóri: Hilmar Jónsson.
Höfundar efnis
Aðalsteinn Ingólfsson, f. 1948, listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns ís-
lands.
Halla Sverrisdóttir, f. 1970, bókmenntafræðingur og þýðandi.
Halldór Guðmundsson, f. 1956, bókmenntafræðingur. Hann vinnur að ævisögu
Halldórs Laxness.
Halldór Laxness, 1902-1998, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955.
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972, bókmenntafræðingur.
Jónas Sen, f. 1962, tónlistargagnrýnandi.
Kristín Eiríksdóttir, f. 1981, ljóðskáld og nemandi í myndlist við Listaháskóla íslands.
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949, lektor við KHÍ. Bók hans um fræðiritgerðir Gríms
Thomsen er væntanleg í ritröðinni Studia Islandica.
Matthías Johannessen, f. 1930, skáld.
Steinar Bragi, f. 1975, skáld. Síðasta bók hans var skáldsagan Áhyggjudúkkur (2002).
Vilborg Dagbjartsdóttir, f. 1930, skáld.
Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1938, hefur rannsakað skáldskap Sigfúsar Daðasonar og
birt greinar um hann í tímaritum.
Ævar Örn Jósepsson, f. 1963, útvarpsmaður og rithöfundur. Síðasta bók hans var
Svartir englar (2003).
128
TMM 2004 • 1