Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 24
Stefán Máni
„Það er ljós í stofunni,“ hvíslaði ívar þar sem hann sat gegn-
blautur á bakinu á hækjum sér upp við runna rétt hjá tröppunum
sjö sem lágu upp að útidyrunum, en við hliðina á þeim tröppum
voru aðrar fimm sem lágu niður að gluggalausum kjallaradyrum.
„Heyrðu, farðu þarna niður og bíddu fyrir framan kjallara-
dyrnar, ef hann skyldi reyna að flýja út um þær,“ hvíslaði Tóti og
benti með tvíeggjuðum axarhausnum að niðurgröfnum dyrunum,
„ég hringi bjöllunni uppi og ryðst síðan inn ... við sameinum svo
krafta okkar innandyra.“
„Það eru gluggadyr að aftan sem liggja út í garðinn,“ hvíslaði
ívar og saug nokkra regndropa upp í nefið og tók öryggið af tví-
hleyptri haglabyssunni, sem var um það bil sextíu sentimetra löng,
vafin með silfurlitu strigalímbandi og með áföstu hnúajárni í stað
handfangs, „hann gæti allt eins hlaupið út um þær ... og miklu
fremur myndi ég halda.“
„Já, ókei... hlauptu þá á bak við,“ sagði Tóti og dró djúpt að sér
andann, „ég tel upp að tíu og hringi síðan bjöllunni.“
„Ókei,“ sagði ívar, síðan hvarf hann á gúmmísóluðum íþrótta-
skóm inn í ískalt og niðdimmt regnið.
Tóti læddist boginn í baki upp tröppurnar sjö og taldi um leið
upp að fimm í huganum, síðan skrúfaði hann peruna úr útiljósinu
fyrir ofan dyrnar, henti heitri perunni yfir í nálægt blómabeð og
lauk um leið talningunni, síðan hringdi hann bjöllunni og beið.
Hann stóð gleiðfættur á stéttinni til hliðar við dyrnar, hélt
öxinni þéttingsfast upp að brjóstinu, lét hökuna síga og vinstri öxl-
ina snerta húsvegginn, andaði hratt með nefinu og starði ein-
beittur á regnvotan hurðarhúninn sem hreyfðist eftir drykklanga
stund, síðan birtist auga í rökkri undir koparlitri þjófavarnarkeðju,
en það var ekkert að sjá nema fallandi regnið í myrkrinu fyrir utan.
„Er einhver þar?“ spurði veikluleg kvenmannsrödd.
„Creeping death,“ tautaði Tóti, síðan stökk hann frarn og spark-
aði af alefli í hurðina.
Keðjan slitnaði eins og tvinni og útskorin harðviðarhurðin skall
nötrandi á andliti konunnar.
Kom inn, geðveiki.
Nefið brotnaði, báðar varirnar sprungu sundur, tvær tennur í
neðri gómi skekktust og önnur fr amtönnin hrökk ofan í kok á henni.
22
TMM 2004 ■ 3