Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 28
Vésteinn LúðvIksson
verður þú að læra táknmál, annars get ég
ekki sagt þér frá staðnum þar sem éggeymi
verðmætin
að hann hafi lagt þetta á sig,
fyrst í auðgunarskyni en síðan til þess eins
að geta sagt henni það sjálfur að í náminu
miðju hafi hann fundið staðinn, aldeilis
óvænt
og að þau hafi þá mæst í einu brosi
sem standi enn
3
það var íslenskt skáld sem opnaði bók
og þessa bók hafði það keypt sjálft
og það eitt hafði lesið hana
og það eitt hafði sett hana á sinn stað
og samt! já samt! var í henni blóm
þurrt lítið blóm: holtasóley
sem skáldið taldi víst að hefði sprottið
í einhverri brekkunni
að sér fjarstöddu
svo var það einn morguninn
að skáldið, einsog til að vakna betur,
skrúfaði frá krananum og
hugleiddi tært vatnið
drykklanga stund
þá rann hún til þess, lausn
þessarar gátu: bókin er eftir kínverskt
skáld, löngu dáið, og það, þetta forna
kínverska skáld, það kunni ekki aðeins
að leika sér heldur gat líka átt það til,
drukkið sem ódrukkið, að leyfa
náttúrunni að leika á sig
26
TMM 2004 • 3