Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 31
Rokkstjarna I Kólumbíu
Ingibjörg Haraldsdóttir. Hvert skáld hefur sína eigin rödd, sína eigin sýn, og þess-
vegna eru þau alltaf að segja eitthvað nýtt. (Mynd: Gunnar V. Andrésson)
sprenginguna í sjónvarpinu þá var til dæmis aldrei notað orðið „bomba“,
sprengja, heldur orðið „petardo“ sem þýðir lítil sprengja eða púðurkerl-
ing. Þetta var ekkert lítil sprengja og það vissu allir, en þetta er gott dæmi
um hvernig reynt er að draga úr alvörunni. Til að geta lifað í landinu þá
verður fólk að horfa framhjá svo mörgu, ýta vandamálunum frá sér og
gera lítið úr þeim. Smækka þau.
Upp úr svona ástandi kemur brýn þörf fyrir eitthvað annað. Það verður
beinlínis til þörf fyrir að hlusta á ljóðalestur. Ég hefði ekki trúað því fyrir-
fram, en þegar maður stóð þarna og var að lesa fyrir þúsundir manna -
eins og við opnun hátíðarinnar og síðasta kvöldið, þegar mörg mörg þús-
und manns voru saman komin í geysistóru hringleikahúsi, Cerro Nuti-
bara, langt uppi í fjalli þar sem setið var þétt á öllum stöllum upp eftir
fjallinu og staðið og setið í brekkunum í kring og fyrir ofan stallana, alls
staðar þar sem hægt var að troða sér - þá minnti það mest á Sovétríkin í
gamla daga þegar þeir voru að lesa upp á íþróttavöllunum Jevtúsjenkó og
TMM 2004 • 3
29