Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 32
Ingibjörg Haraldsdóttir
félagar! Það er engu líkt að standa allt í einu, algerlega óviðbúin, and-
spænis þessum manníjölda, lesa ljóðin sín og finna sambandið við allt
þetta fólk. Því viðtökurnar voru ótrúlega góðar. Það var engu líkara en að
fólk hefði beðið effir þessu allt árið, beðið eftir því að fá þessi ljóð og
gleyma þarna í brekkunni á meðan það hlustaði hvernig ástandið er í
landinu. Þetta er ábyggilega hvergi annars staðar til - ekki svona.“
Höfði konunnar fagnað
Upplestrarnir voru byggðir upp þannig að höfundarnir lásu ljóð á sínu
tungumáli og ef það var ekki tungumál innfæddra, spænska, voru
þýðingar lesnar á eftir. Ingibjörg er að sjálfsögðu heimavön á spænsku
eftir áralanga dvöl á Kúbu svo að hún þurfti enga hjálp við lesturinn.
„Ég las venjulega eitt ljóð á íslensku, bara stutt, til að leyfa fólki að
heyra hljóminn, síðan las ég á spænsku, þýðingar sem ég gerði sjálf með
aðstoð Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Þannig að hjá mér var sambandið
beint við áheyrendur og það var auðvitað mikil gæfa.“
Og hvernig var þér tekið?
„Svona líka glimrandi!“ Og Ingibjörg hlær innilega. „En það átti ekki
bara við um mig, sjálfsagt var öllum meira og minna vel tekið, þetta var svo
ótrúlega jákvætt fólk. Opnunin stóð í þrjá klukkutíma án hlés en fólkið lét
það ekkert á sig fá, sat bara kyrrt og drakk í sig ljóðin. Einhverjir náungar
gengu á milli manna - eða klofuðu yfir fólkið öllu heldur - og seldu drykki
og sælgæti, það var það eina sem boðið var upp á fyrir utan ljóðin.
Þegar dagarnir liðu og upplestrunum fjölgaði fór maður að taka eftir
því að sama fólkið kom aftur og aftur, maður fór að þekkja andlit í fjöld-
anum. Þetta var ungt fólk - sem raunar var áberandi í áhorfendaskar-
anum þó að þar væri fólk á öllum aldri - og ég fór að átta mig á að þarna
væri kominn svolítill aðdáendahópur sem þjappaði sér nær þegar ég fór
að lesa. Á næsta stigi voru þau farin að kannast við ljóðin. Til dæmis
máttum við bara lesa eitt ljóð síðasta kvöldið af því við vorum svo mörg
og dagskráin var svo löng. Þegar kom að mér sagðist ég ætla að lesa ljóð
sem héti „Höfuð konunnar“, og það varð allt brjálað! Beint fyrir framan
mig stóð fagnandi hópur, strákar og stelpur sem ljómuðu í framan, og
þegar ég horfði í víðari hring í kringum mig sá ég að allt hringleikahúsið
var svona gífurlega ánægt með að ég skyldi ætla að lesa Höfuð konunnar!
Svo komu alltaf þó nokkrir eftir upplestra og báðu um eiginhandará-
ritanir, og það var þarna ungt skáld frá Kúbu sem sagði á leiðinni út í rút-
una effir lesturinn síðasta kvöldið: „Mér líður bara alveg eins og rokk-
stjörnu hérna!“ Þetta kom beint frá hjartanu og hann var svolítið vand-
30
TMM 2004 ■ 3