Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 34
Ingibjörg Haraldsdóttir Af öllum þeim suður-amerísku konum sem tóku þátt í hátíðinni hreifst ég einna mest af Maria Rosa Lojo frá Argentínu sem yrkir femin- ísk ljóð í anda töfraraunsæis, mjög sterk og heillandi, t.d. ljóðið um kon- una sem fer á hverju kvöldi út á veröndina og situr þar og ef einhver væri hjá henni mundi hann sjá hana brosa og verða smám saman gegnsæja og svo verða beinin í henni hol og vindurinn spilar á þau. Að síðustu fer hún aftur inn í eldhús og tekur með sér leyndarmálið um gegnsæi heimsins. Eða ljóðið Mæður sem fjallar um erfitt samband móður og dóttur eða jafnvel um kvennabaráttuna í hnotskurn og endar á því að móðirin sem var dáin er tekin til við að vaxa upp sem ný stúlka í garði. Ótrúlega flott ljóð sem gaman væri að geta þýtt. Við vorum vöruð við því að vera á ferðinni um götur Medellín án staðkunnugra fylgdarmanna, enda ku vera mikið um að skæruliðar ræni fólki, einkum útlendingum, og kreíjist lausnargjalds, það er víst ein helsta fjáröflunarleið þeirra, fyrir utan kókaínsölu. En einn daginn var svo komið að við nenntum ekki að vera hræddar og fórum þrjár saman út í bæ að leita að bókabúðum, Maria Rosa, Martha Gantier frá Bólivíu og ég. Þetta varð ágæt skemmtiferð og á endanum fundum við bókabúð. Hún var ekki mjög stór en sneisafull af fjölbreytilegustu bókum, meðal annars voru margar hillur af ljóðabókum. Inni var slangur af viðskiptavinum og nokkrar stúlkur að afgreiða. Þegar við höfðum staðið þarna nokkra stund og blaðað í bókunum kom ein afgreiðslustúlkan til okkar og spurði hvort við værum ekki gestir ljóðahátíðarinnar. Við játtum því og stúlkan færðist öll í aukana, bauð okkur sæti við kringlótt borð og bar fyrir okkur kaffi sem við þáðum með þökkum. Svo kom önnur afgreiðslustúlka með myndavél og fékk að mynda okkur í bak og fyrir. Við sátum þarna góða stund og spjölluðum við þessar áhugasömu stúlkur sem báðar höfðu hlustað á nokkra upplestra á hátíðinni og voru ánægðar með þennan árlega menningarviðburð í borginni." Ekki nóg að skilja til að þýða Nú hefur þú orðið drjúga reynslu af Ijóðaþýðingum. Bæði hefur þú þýtt eigin Ijóð og annarra skálda, úr spænsku, rússnesku og sænsku, og svo hafa þín Ijóð veriðþýdd á ýmis tungumál. Hvað finnstþér mest um vert að varð- veita þegar þú þýðir? Ingibjörg hugsar sig lengi um. „Ég held að þessi iðja sé svolítið tilfmningaleg,“ segir hún svo,“og mér finnst erfitt að útskýra hana. Ég þýði ekki ljóð nema ég hafi einhverja sér- staka ástæðu eða tilfinningu fyrir að þýða akkúrat þau ljóð. Til dæmis var 32 TMM 2004 • 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.