Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 43
Dánarrannsóknir og morðtilraunir rúminu, sveittur með andlitið í greipum mér. Djöfull. Andskotans djöf- ull. Ég tek upp fartölvuna, og tengist netinu í gegnum símainntak við hliðina á rúminu. Ég skrifa stuttan tölvupóst og stíla hann á Skáldið. Ég veit ekki hvort Ljóðinu er eðlilegt að vera svona viðkvæmt, svona veikt fyrir vírusum og innrásum og árásum, en ákveð að taka neikvæða pólinn í hæðina til að komast að því hvort Skáldið sé tilbúið að leggjast í skotgrafirnar fyrir Ljóðið. Hvers vegna er íslensk Ijóðlist svona léleg? Hvers vegna lestu ljóð, hvers vegna les nokkur ljóð? Ljóðið í rúminu rumskar, hóstar stuðlum og höfuðstöfum, sem flækj- ast kyrfilega um hálsinn á því, og mér sýnast þeir vera eftir Kristján Þórð eða Hallgrím Helga. Eitthvað hversdagslegt í upphöfnu formi. Eins og póstmóderníski brandarinn um sjálft sig. Að öðru leyti heyrist ekkert. Sigmundur Ernir hélt því fram í einhverju viðtali, að það væri mis- skilningur að skáld þyrftu að vera fyllibyttur, sagðist sjálfur yrkja betur edrú. Nú ætla ég ekki að fara að halda því fram að skáldum sé hollt að drekka, enda er það misskilningur og skarplega athugað hjá Sigmundi að menn yrki betur edrú. En það er falinn í þessum orðum einhver mein- leysisboðskapur. Einhver smáborgaraleg kredda. Ljóðskáld ýfir ekki fjaðrir. Ljóðskáld berst ekki í bökkum (eða bokkum). Ljóðskáld yrkir bara. En það er ekkert bara. Skortur á viðfangsefnum er að eyðileggja ljóðið. Óræðar myndir ríða húsum án þess að merkja eitt né neitt. Njörður P. Njarðvík vann ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð um að strjúka einhverri konu og „hlusta með hendinni“. Höfuð þess ljóðs var einhvern veginn hvorki þungt né léttleikandi, það var varla kviðlingurinn af sjálfu sér. A poem should not mean hut he. Og vissulega má færa fyrir því rök að þetta sigurljóð hafi ekki þýtt neitt. En vera þess rétt náði þreytulegum geispa. Ljóðið var ekki spennandi á neinn máta, það hafði ekkert að segja neinum, það hafði ekki til að bera neina sérstaka formfegurð (nema íhaldssemi og uppkokkun úr löngu ortum ljóðum geti talist formfegurð), í því var engin tilraun til að leika sér með tungumálið (sem er helsti kostur ljóða: formið býður uppá nán- ast hvað sem er - ljóð ætti aldrei að þurfa að verða eftirlíking af sjálfu sér, eða uppiskroppa með stílbrögð). í sem stystu máli: Fugl, fiskur? Hvorki né! En Njörður er varla vandamálið. Vond skáld geta ekki verið vanda- málið, nema öll skáldin séu vond. Og því fer fjarri, það er allt morandi í ágætis skáldum. Og meðal þessara ágætis skálda eru jafnvel nokkur mjög góð, á stangli má finna frábær ljóð. Og ég ætla ekki að lasta neinn fyrir að vera lélegt skáld, það er ekkert að því að reyna og mistakast. En ef öll TMM 2004 • 3 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.