Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 44
Eiríkur Örn Norðdahl ljóðin sem bárust voru verri en þau sem unnu, þá hefði átt að sleppa verðlaunagjöf. Ég stend á fætur og geng að sjúkrarúminu. Ljóðið er löðursveitt, á síð- asta snúningi. Ég strýk því um ennið og hugsa um Sigfús Daðason. Allt þetta höfuð. Segir alltaffærri ogfærri orð ... ég skelli óvart upp úr. Og roðna svo af skömm. „Þú ert indælis Ljóð,“ hvísla ég varlega. „Manstu Sigfús? Eða Dag? Þekkirðu Kristínu Eiríks? Hún er góð stelpa, er það ekki?“ Ljóðið svarar engu. Ég brosi og andvarpa. Það er ljúft, þrátt fyrir allt. Ég man þegar ég sá ástralska ljóðskáldið John Tranter á bókmennta- ráðstefnu í Berlín. Hann er stuttur í loftinu, miðaldra og gráhærður með há kollvik í vestispeysu og skyrtu (minnir helst á fjárbónda einhvernveg- inn, ég held honum færi vel að keyra traktor og klappa þessum krúttlegu ám sem þeir eiga hans megin í heiminum), með gamansemi í svipnum, og maður fær það á tilfinninguna að hann sé að gera grín að manni þegar hann segist ljóðskáld. Hann er í hreinni andstöðu við ímynd ljóð- skáldsins, ekkert sérlega gáfulegur í framan, ekki tekinn af drykkju, hvorki vemmilegur né brenndur og harður. Hann er bara „svona kall“. Hann fitlaði við fingurna á sér og brosti út í annað þegar hann var spurður hvað honum fyndist um að ljóðskáld stunduðu pólitík í verkum sínum: „Only a fool would trust a poet.“ Og mér varð ljóst að þessi óskáldlegi maður var mesta skáld sem ég hafði séð um ævina. Hann var skáld í hverjum þræði. Og nota bene, þá er hann afskaplega pólitískur í verkum sínum. Ljóðið opnar augun stutta stund, lítur á mig og mér finnst skyndilega eins og mér standi hætta af því. Samt er það ekki líklegt til stórvirkja. Bara ský í buxum, lítið og brothætt. Leysist sundur og lokar augunum. Milan Kundera heldur því fram í skrifum sínum um skáldsöguna (með stóra s-inu) að skáldsagan deyi ekki þannig að fólk hætti að skrifa sögur, heldur þegar hún byrjar að endurtaka sjálfa sig. Þegar fólk er hætt að eiga í samræðu hvert við annað. Skáldsagan orðin að klisjunni um sjálfa sig. (Er nokkuð eins klisjukennt í bókmenntaumræðunni og að vísa til Kundera?) Ég held því ekki fram að íslensk ljóðskáld kunni ekki að tala saman, en af einhverjum orsökum fer lítið fyrir þessari samræðu þeirra. Hún er í versta falli stillt og snotur, og í besta falli exklúsíf, skilur út undan, sem er eins og við vitum versta tegund eineltis. Auðvitað er þetta ekki einhlítt, víða eru menn sem berja sér á brjóst áður en þeir hefja upp raust sína, sem hvísla ekki bara í samræðum heldur æpa stundum yfir hæðirnar. En 42 TMM 2004 -3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.