Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 47
Dánarrannsóknir og morðtilraunir
sjúkrarúmi; ég hef fjarlægt barkann úr hálsi þess. Á ég að koma honum
aftur fyrir, eða leyfa ljóðgarminum að drepast?“
Ljóðið í öndunarvélinni er ekki the poem it used to he ... og hvort það
lifir eða deyr er nokkuð afleiðingalaust nema fyrir stétt afburðavœlukjóa
sem yrði atvinnulaus og myndi alla angra. Þetta læt ég trúlega ekki hafa
eftir mér á prenti.6
„Og sei sei. Þú þorir víst ekki að hreyfa þig öðruvísi ... frekar en aðrir
... þorir ekki að láta hafa eftir þér skoðanir þínar á prenti. í innsta hring
er Ljóðskáldið vísast bara afburðavælukjói, skáldið ekki nema skraut-
fjaðrirnar á baki sjálfu sér, eða hvað? Ertu ekki í mótsögn við sjálft þig?
Yrkir en trúir ekki á ljóð?“
Herdeildir plebba pikka upp plebbafrasann - hafður er eftir dálkahöf-
undi, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, til dæmis, íplebbapirringskasti - „X er ekki
bara óskiljanlegur, hann er í mótsögn við sjálfan sig,“ sem er slæmt oggott
og vel, og þetta festist, viðkomandi verður einskis-konar og settur hjá garði
íslenskra bókmennta sem eiga jú umframallt að „segja góða sögu og hafa
húmor“ og Frakkar geta ort þögnina en við tslendingar, eins og þeir segja
þorskamenn fyrir vestan, við tölum nú bara íslensku hérna, skilurðu, öll í
sama bátnum o.s.frv.F
„Öll í sama bátnum! Og þú dirfist að rugga. í guðanna bænum, bless-
aður, kallarðu þetta skrautfjaðrir? Þetta er bara dónaskapur! Þú ert ekki
einn í bátnum, væni. Og list þín kannski bara hjákátleg, eftir alltsaman,
að loknu uppklappi og frumsýningarpartíi?“
Öll list er almennt léleg og leiðinleg í öllum greinum. Mestöll tónlist er
drasl, mestöll myndlist er drasl og mestöll Ijóðlist er drasl.8
„Og er þá ekkert gott að finna? Hvergi mýrarljós í sjónmáli? Erum við
bara að misþyrma líki? Enn eitt Neskaupstaðarmálið ... Ljóðið er
kannski bara löngu dautt, og þessi hér á rúminu sekur um að þykjast vera
ljóð. „Impersonating á poem“, eins og þeir segja í Texas. Hvað með allt
sem ort hefur verið? “
Flest athyglisverðustu verk síðustu 25 ára hafa verið prósaverk, með und-
antekningum þó. Síðasta raunverulega grundvallarstórvirki íslenskrar Ijóð-
sögu, Ljúgðu Gosi, Ijúgðu eftir Steinar Bragafór til dæmis fullkomlega fyrir
ofan garð og neðan hjá öllu bókmenntaapparatinu. Ástæðan er einföld. Les-
endurnir eru svo lélegir. Kreppa Ijóðlistarinnar er að lesendahópurinn hefur
engan sjálfstœðan smekk, heldur apar upp Ijóð sem líkjast þeim Ijóðum sem
6 Haukur Már Helgason
7 Steinar Bragi
8 Ófeigur Sigurðsson
TMM 2004 • 3
45