Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 50
Eiríkur Örn Norðdahl
Tristan Tzara, vandvirkan Allen Ginsberg eða Jack Kerouac. Að minnsta
kosti ekki þesslags vandvirkni sem heldur aftur af „heimtufrekju orð-
anna“.
Wise men say, only fools rush in...
Orðin berast til mín úr útvarpinu frammi á gangi. Elvis Presley
syngur, og ég veit þetta er rétt. Það eru bara flón sem drífa sig. Flón sem
stoppa ekki til að hugsa. Flón sem kjósa föðurmorð og heimtufrekju orð-
anna fram yfir skorinorða hugsun, færri og færri orð. But I can’t help...
... falling in love with you...
Skyndilega er bankað. Ég lít upp og sé að læknirinn snýr baki í mig.
Það er bankað aftur, en ég sé engan banka. „Psst, ég er hérna...“ Ég lít við,
Skáldið er hálft komið inn um gluggann sem snýr að götunni. „Mér
fannst óverjandi að láta þig dúsa hérna, komdu, ég þekki sæta stelpu sem
þú þarft endilega að hitta...“ Það bjástrar við að troða sér innum alltof
lítinn gluggann.
Ég geng framhjá sjúkrarúminu og horfi á Ljóðið í síðasta skipti. Það er
fölt og sveitt og blátt í framan og allt í einu finnst mér dauðinn eðlileg-
asti hlutur í heimi. Hringrás lífsins, eins og hjá Disney. Það kemur nýr
Konungur Ljónanna á eftir þessum. í S-Ameríku gildir sú þumalputt-
aregla að ef maður drepur forsætisráðherrann, þá verður maður sjálfur
forsætisráðherra. Mér fmnst þetta allt svo eðlilegt. Deyr fé, frændur,
feður, og jafnvel orðstír og ljóð. Skáldið réttir mér höndina. Við horfum
út á bílastæðið. Það eru fjórar hæðir niður á malbikið. „Geronimo?“ spyr
Skáldið. „Geronimo,“ svara ég og sýp hveljur.
Um leið og ljóst er orðið að Ljóðið hefur endanlega gefið upp öndina,
er sýnilega dautt, hérnamegin og þarnamegin, stökkvum við yrkjandi út
um gluggann. Eins og beljur að vori.
í fjarska heyrist sungið: Raindrops keep falling on my head...
48
TMM 2004 -3