Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 58
Guðmundur Andri Thorsson í honum - meira að segja samskipti drengs og ómælis himingeimsins sem virðist það eina sem hefur eitthvert svar handa drengnum, einhver úrræði að veita honum, einhverja átt að benda honum. Maður hefur á til- finningunni að þarna ráðist líf hans, þarna hefst staðfastur flækingur hans um heiminn, sjálfstæðishvöt hans og óbeit á skuldbindingum. Allt er kurteislegt, slétt og fellt í þessari skelfilegu senu sem endar með því að hann afræður að fara til Færeyja til föðurins og móðirin fylgir honum á flugvöllinn án þess að hún nái að stynja upp orði, beinir að drengnum myndavél og smellir af. Þau sjást ekki í tíu ár. Andlit verður upp frá þessu saga um hafnanir. Um það hvernig Gull- brandur hafnar skóla, samfélagi og valdi og er jafn ósnortinn af sukkinu og ruglinu sem fram fer allt í kringum hann í uppvextinum. Hann upplifir nánast öll samskipti við annað fólk sem valdbeitingu yfirvalds sem ber að varast. Um síðir fer sagan æ meir að snúast um það hvernig hann haslar sér völl sem rithöfundur og nánast eins og safnar höfnunum frá bókafor- lögum, gleypir í sig viðurkenningarskort bókmenntastofnunarinnar - uns hann kemst til þroska, finnur loksins sitt samfélag - sitt heima - í hópi neðanjarðarskálda og sjálfsútgáfuhöfunda. En um leið á hann í vændum að fyrsta skáldsaga hans er að koma út hjá bókaforlagi. Með öðrum orðum: í lok sögunnar hefur hann loksins fundið samfélag þar sem honum finnst hann tilheyra en er jafnframt og um leið að missa tengslin við það sama samfélag, sviptur höfhun bókmenntastofnunarinnar. 4 Drengurinn í sögu Þráins Bertelssonar, Einhvers konar ég, hafnar ekki samfélagi - en honum hlotnast það ekki. Alla bókina út í gegn er hann að flytja. Ekki er hann fyrr farinn að festa yndi á einhverjum stað en hann er rifinn þar upp til að flytja í nýjan stað til að standa í nýjum barnastyrj- öldum. Móðir hans á við geðveiki að stríða og er vistuð á Kleppi og hann fylgir föður sínum, rosknum trésmið sem fer um og smíðar þar sem verkefni bjóðast og reynir að annast drenginn sinn. fslenskar bókmenntir eiga margar fallegar lýsingar á móðurinni, og svo er einnig hér: Þráinn lýsir stopulum kynnum af móður sinni (sem hann kynntist aldrei „eins og hún var í raun og veru“) af nærfærni og blíðu - en mér er til efs að íslenskar bókmenntir eigi margar lýsingar á feðrum og sambandi föður og sonar sem taki fram lýsingunni hér. Manni vefst tunga um tönn þegar maður á að lýsa í hverju fegurð þessa sambands er fólgin: kannski hvernig þeir tala saman, eða hvernig þeir þjarka - hvernig þeir leitast við að gleðja hvor annan, hvernig þeir reyna að líta eftir hvor öðrum. Þeir eru alltaf 56 TMM 2004 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.