Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 63
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson
Fyrirgjöf af kantinum
Iþróttir og bókmenntir
Sumarið 2004 voru íþróttir mjög ofarlega á baugi hjá fólki, einkum
knattspyrna. Nægir þar að nefna Evrópumeistaramótið með öllum
sínum óvæntu uppákomum, tvísýna baráttu íslensku karlaliðanna í
Landsbankadeildinni, frábæran árangur kvennalandsliðsins og heilmik-
inn áhuga landans á Copa America - meistarakeppni Suður-Ameríku,
þar sem hinn marg- og langfrægi Hemmi Gunn fór á kostum í lýsingum
sínum. I öðrum íþróttagreinum má minnast á stórglæsileg landsmót
UMFÍ á Sauðárkróki, alþjóðlegt meistaramót á Islandi í júní í frjáls-
íþróttum og þátttöku íslendinga á ÓL 2004, hörkugóðan árangur íslend-
inga í handbolta o.s.frv.
Mikilvægi íþróttanna, einkum knattspyrnunnar, kemur einnig og ekki
síður fram í fjölmiðlum landsins, þar sem íþróttir og íþróttamenn fá
mikið rými. Skjár 1 og Sýn háðu hatramma og kostnaðarsama baráttu
um sýningarréttinn á enska boltanum komandi vetur og vita sem er, að
einmitt enski boltinn getur skipt höfuðmáli um áskriftartekjur og
auglýsingatekjur. Áhuginn á íslandi á enska boltanum hefur aldrei verið
meiri en nú, þar sem íslenskir leikmenn standa þar framarlega og með
þeim er fylgst náið, t.d. með Eiði Smára Guðjohnsen og Hermanni
Hreiðarssyni. Bæði þeir og fjölmargir aðrir knattspyrnumenn koma fram
í sjónvarps- og útvarpsstöðvum og eru á síðum allra blaða, jafnvel í
slúðurdálkum og í hreinræktuðum slúðurblöðum.
Fótbolti á ritvöllum
Þessi mikli og vaxandi áhugi á knattspyrnunni sjálfri og þeim sem hana
stunda helst í hendur við áberandi aukinn áhuga síðustu misserin á
bókum og jafnvel annars konar listaverkum þar sem knattspyrna er
meginefni, þema, ívaf eða einstakir efnisþættir. Fyrir síðustu jól komu
hér út tvær ævisögur fótboltasnillingsins Beckhams og kvikmyndin Bend
TMM 2004 • 3
61