Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 67
Fyrirgjöf af kantinum Angar í allar áttir Rétt eins og íþróttir eru verðugur og mikilsverður hluti menningar og samfélags og stór hluti af lífi fjölmargs ungs fólks, fer ekki hjá því að íþróttir komi fyrir í hvaða tegund bókmennta sem er. Á sama hátt geta hvaða umfjöllunarefni bókmennta sem eru komið fyrir í bókum sem virðast fjalla fyrst og fremst um íþróttir. Dæmi um þetta höfum við jafnt úr innlendum sem erlendum íþróttabókmenntum. Við höfum séð hvernig tjáning (tjáningarerfiðleikar) karlmanna og íþróttamálfar tvinnast saman í Fótboltasögum Elísabetar Jökulsdóttur. Það liggur líka beint við að lesandi bókarinnar leiti í henni að sýn Elísa- betar sem konu á þennan karlaheim fótboltans. Þar með verður bókin að mikilvægu innleggi í kynjafræðiumræðu samtímans. Trúmál, heimspeki, hjátrú, vald, fegurð, kynlíf - allt eru þetta atriði sem einnig má finna á síðum þessarar einu bókar sem við gerumst svo djarfir að telja beinlínis til íslenskra íþróttabókmennta. Aðrar íþróttabækur fjalla um önnur mál. Bækur Þorgríms Þráins- sonar koma til að mynda mjög svo inn á þau málefni sem snerta unglinga og þeirra heim. Samskipti stelpna og stráka, reykingar, áfengi, eiturlyf, mömmur og pabbar og svo framvegis og svo framvegis. Grettis saga Ásmundarsonar er líka íslensk íþróttabók, en þar er auk þess fjallað um hefndina, sæmdina, drauga og hjátrú, útlegð og einsemd. í erlendum íþróttabókmenntum og kvikmyndum er oft mikið fjallað um hluti eins og kynþáttavandamál, spillingu og afbrot, sjálfsmynd og fullkomnun, smábæjalíf og fjölskyldutengsl, stjórnmál og öldrun. Um hvað snýst svo leikurinn? Nú finnst okkur kominn tími til að reyna að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu „íþróttabókmenntir", hvernig það hefur öðlast merkingu og þróast í bandarískum háskólum, hvernig beita megi því á íslenskar og norrænar bókmenntir og hvaða gildi þetta hugtak geti haft í rann- sóknum framtíðarinnar á íslenskri menningu, bókmenntum og tungu- máli. Megingrein íþróttabókmennta er að sjálfsögðu skapandi notkun sagn- listar, ljóðlistar, kvikmyndalistar og leiklistar við að njóta, setja fram og túlka íþróttir, íþróttaviðburði eða íþróttafólk. Stinga má upp á því að til þess að tilheyra þessari grein þurfi viðkomandi verk að uppfylla a.m.k. sum eftirtalinna skilyrða: íþróttagreininni sem um er að ræða þarf að vera lýst á sannfærandi TMM 2004 • 3 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.