Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 67
Fyrirgjöf af kantinum
Angar í allar áttir
Rétt eins og íþróttir eru verðugur og mikilsverður hluti menningar og
samfélags og stór hluti af lífi fjölmargs ungs fólks, fer ekki hjá því að
íþróttir komi fyrir í hvaða tegund bókmennta sem er. Á sama hátt geta
hvaða umfjöllunarefni bókmennta sem eru komið fyrir í bókum sem
virðast fjalla fyrst og fremst um íþróttir. Dæmi um þetta höfum við jafnt
úr innlendum sem erlendum íþróttabókmenntum.
Við höfum séð hvernig tjáning (tjáningarerfiðleikar) karlmanna og
íþróttamálfar tvinnast saman í Fótboltasögum Elísabetar Jökulsdóttur.
Það liggur líka beint við að lesandi bókarinnar leiti í henni að sýn Elísa-
betar sem konu á þennan karlaheim fótboltans. Þar með verður bókin að
mikilvægu innleggi í kynjafræðiumræðu samtímans. Trúmál, heimspeki,
hjátrú, vald, fegurð, kynlíf - allt eru þetta atriði sem einnig má finna á
síðum þessarar einu bókar sem við gerumst svo djarfir að telja beinlínis
til íslenskra íþróttabókmennta.
Aðrar íþróttabækur fjalla um önnur mál. Bækur Þorgríms Þráins-
sonar koma til að mynda mjög svo inn á þau málefni sem snerta unglinga
og þeirra heim. Samskipti stelpna og stráka, reykingar, áfengi, eiturlyf,
mömmur og pabbar og svo framvegis og svo framvegis. Grettis saga
Ásmundarsonar er líka íslensk íþróttabók, en þar er auk þess fjallað um
hefndina, sæmdina, drauga og hjátrú, útlegð og einsemd.
í erlendum íþróttabókmenntum og kvikmyndum er oft mikið fjallað
um hluti eins og kynþáttavandamál, spillingu og afbrot, sjálfsmynd og
fullkomnun, smábæjalíf og fjölskyldutengsl, stjórnmál og öldrun.
Um hvað snýst svo leikurinn?
Nú finnst okkur kominn tími til að reyna að skilgreina hvað átt er við
með hugtakinu „íþróttabókmenntir", hvernig það hefur öðlast merkingu
og þróast í bandarískum háskólum, hvernig beita megi því á íslenskar og
norrænar bókmenntir og hvaða gildi þetta hugtak geti haft í rann-
sóknum framtíðarinnar á íslenskri menningu, bókmenntum og tungu-
máli.
Megingrein íþróttabókmennta er að sjálfsögðu skapandi notkun sagn-
listar, ljóðlistar, kvikmyndalistar og leiklistar við að njóta, setja fram og
túlka íþróttir, íþróttaviðburði eða íþróttafólk. Stinga má upp á því að til
þess að tilheyra þessari grein þurfi viðkomandi verk að uppfylla a.m.k.
sum eftirtalinna skilyrða:
íþróttagreininni sem um er að ræða þarf að vera lýst á sannfærandi
TMM 2004 • 3
65