Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 68
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson
hátt og mynda ósvikinn og markverðan þátt sögusviðs, söguþráðar eða
merkingar textans eða sýningarinnar.
í öðru lagi þarf að minnsta kosti ein af aðalpersónunum, ef ekki sögu-
hetjan sjálf, að vera beinn þátttakandi í sérstakri íþróttagrein sem er
greinilega mikilsverður þáttur í skapgerð hennar, umhverfi eða lífsvið-
horfum.
f þriðja lagi mætti fella hér inn einstök íþróttaatvik eða -frásagnir sem
eru ekki óaðskiljanlegur hluti kvikmyndar eða sögu, svo fremi þær séu
hluti frásagnarháttar verksins, persónulýsinga eða þema þess.
Til viðbótar þessum skilyrðum er ljóst að eðli og uppbygging íþrótt-
anna sjálfra bjóða upp á þemu og fléttur sem nýtast vel í skáldverkum.
Þar má nefna fýrirbæri úr íþróttaheiminum eins og leiktíðina, úrslita-
leikinn, leikmanninn sem verður fyrir þrýstingi frá foreldrum, félagslegu
umhverfi sínu, kynþætti eða trúarbrögðum um að taka ekki þátt í íþrótt-
um, nýja leikmanninn, liðsstjóra eða þjálfara sem breytir lélegu liði í
sigurlið (flétta margra Hollywood-mynda), leikmanninn sem sigrast á
meiðslum, slæmu leikformi eða mistökum, gamla leikmanninn sem
dregur sig í hlé og sættist við - jafnvel aðstoðar af heilum hug - þann sem
tekur sæti hans, frásögnina um nýliðann sem bildungsroman.
Enn fleiri fléttur og þemu má sjá meðal stuðningsmanna íþrótta-
greinar eða íþróttaliðs, til dæmis hvernig árangur einstaks leikmanns,
félags eða landsliðs hefur bein áhrif á líf og hamingju stuðningsmann-
anna (mörg góð dæmi þess finnast einmitt í Fótboltafíklinum eftir
Tryggva Þór Kristjánsson).
Fyrir utan skapandi skrif hafa einnig verið talin til íþróttabókmennta
tvær aðrar undirgreinar. Sú fýrsta inniheldur yfírgripsmikla og litskrúð-
uga umfjöllun fjölmiðlanna um íþróttir: tilkynningar um íþróttavið-
burði, lýsingar, samtektir, viðtöl við íþróttamenn, þjálfara, stjóra og lið,
ásamt fréttaskýringum um einstaka leikmenn, lið eða mót; greinar, yfir-
lit og mat á einstökum íþróttagreinum (svo sem framtíð íslensku glím-
unnar) eða íþróttamönnum (t.d. áhrif Tiger Woods á iðkun golfíþróttar-
innar). Innan þessa flokks eru einnig íþróttahandbækur og bækur um
hvernig eigi að þjálfa og leika einstakar íþróttagreinar og bækur sem
innihalda opinberar reglur og met (t.d. Árbók íþróttamanna 1955-56).
Hin undirgreinin tekur til vísindalegra og fræðilegra skrifa um
íþróttir, þ.e. staðbundinna, þjóðlegra, samfélagslegra, stjórnmálalegra,
efnahagslegra og sögulegra skilgreininga á ýmsum íþróttagreinum,
liðum og íþróttamönnum. Umfjöllunarefni slíkra skrifa gætu verið
breskar fótboltabullur, kynþáttafordómar í frjálsíþróttum, tengsl stjórn-
mála og Ólympíuleika, stéttarvitund og kynjamismunur innan íþrótta,
66
TMM 2004 • 3