Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 71
Fyrirgjöf af kantinum Evrópa blandar sér í leikinn Þótt öll þau fræðirit sem hér hafi verið talin upp standi föstum rótum í bandarísku samfélagi og bókmenntum, grundvallast þau ffæðilega og heimspekilega á evrópskri heimspeki, einkum Homo Ludens (1938) eftir Johan Huizinga og Man, Play and Games (1961) eftir Roger Caillois. Bæði upphafstilgátur Huizinga og framhaldsrannsóknir Caillois hafa stuðlað að tilkomu ýmissa grundvallarforsendna í fræðikenningunni um íþrótt og leik, einkum eins og þær nýtast í íþróttabókmenntum. Þar má nefna þætti eins og „þykjustueðli“ leiksins, frelsi leiksins frá reglum hversdagsins með því að hlíta eigin lögmálum sem aðeins eru notuð innan tíma og rúms leiksins sjálfs, óstýranleika leiksins og ófýrirsjáan- leika úrslita hans. Frá þessum fræðimönnum koma einnig mörg lykilhugtök fræði- manna í íþróttabókmenntum, svo sem paidia eða ósjálfráður leikur, gagnstætt ludic eða skipulögðum leik; og agon eða formleg keppni byggð á hæfileikum, gagnstætt alea eða leik sem byggir á tilviljun eða heppni. íþróttabókmenntir hafa verið skrifaðar í Evrópu í verulegum mæli. Fimir riddarar og aðalsmenn stunda til dæmis veiðar samkvæmt sínum ströngu helgisiðum, fara í burtreiðar og keppa á mótum og eru þannig áhrifaríkur þáttur evrópskra miðaldabókmenntaverka, t.d. breskra (sjá Cummins 1988 and Rooney 1993). Dýra- og fiskveiðar, sem voru helsta tómstundaiðja aðals og heldra fólks, héldu áfram að vera yrkisefni sagna- skálda, ljóðskálda og leikskálda á 16. - 18. öld, eins og t.d. má sjá í íþrótta- myndmáli Shakespeares í leikritum hans og í veiðiköflum sagna Field- ings. Sagna- og ljóðskáldið Sir Walter Scott notar á sama hátt íþrótta- þemu og myndmál bæði oft og ríkulega. Þannig væri hægt að halda lengi áfram með breska höfunda í fortíð sem nútíð (sjá nánar í greinum eftir Júlían M. D’Arcy 2002 og 2003). Ekki er ástæða til að ætla að aðrar evrópskar bókmenntir séu svo frá- brugðnar, hvað varðar notkun íþrótta. En rétt eins og í Bretlandi eru rannsóknir á þessu ekki mjög langt komnar. Þó eru til undantekningar. I Þýskalandi hefur Nanda Fischer gefið út Sport Als Literatur (1999), og í Frakklandi hefur Piérre Charreton skilgreint franskar íþróttabókmenntir frá 1870 og langt fram á 20. öld (1985, 1990). Og það eru spennandi við- fangsefni framundan fyrir bókmenntafræðinga Rússlands, Spánar, Ítalíu, Grikklands og margra fleiri landa í Evrópu. TMM 2004 • 3 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.