Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 92
Huginn Freyr Þorsteinsson
æ auðsveipari. Hvernig á þessu stóð er áhyggjuefni þar sem fjölmiðlar
eiga að vera afhjúpandi fremur en auðsveipir.
Á íslandi hefur Morgunblaðið fjallað ítarlegar um utanríkismál en
aðrir íslenskir fjölmiðlar og það flutti stöðugt fréttir af aðdraganda
stríðsins í frak. Morgunblaðið er eina íslenska blaðið sem fjallar skipu-
lega um utanríkismál. Það er lofsvert. En er skipulagið í góðu lagi?
Sé fréttaflutningur blaðsins frá því í lok ágúst 2002 til innrásarinnar í
mars 2003 skoðaður kemur kerfisbundin slagsíða í ljós. Morgunblaðið
virðist hafa villst af þröngum vegi hlutlægs fréttaflutnings og ekki hafa
uppgötvað það sjálft, ella hefði það þurft að birta straum leiðréttinga við
fyrri skrif. í þeirri von að ritstjórn blaðsins horfi rækilega í eigin barm og
greini frá hinu sanna í íraksmálinu er þessi grein skrifuð.
Gereyðingarvopn á síðum Morgunblaðsins
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 30. mars 2003 og aftur í leiðara blaðs-
ins þann 17. apríl bregst blaðið við gagnrýni sem fram hafði komið á
fréttaflutning af aðdraganda Íraksstríðsins. Framhaldsskólakennari af
Suðurnesjum hafði sent grein til blaðsins og kvartað yfir einhliða frétta-
skrifum sem ættu lítið skylt við sjálfstæða blaðamennsku en væru áróður
fyrir stefnu Bandaríkjastjórnar í hernaði gegn írak.2 í geðvonskulegum
viðbrögðum blaðsins áréttar ónafngreindur leiðarahöfúndur að eins
konar eldþil sé á milli leiðaraskrifa og fréttaflutnings: „Skoðanir blaðsins,
sem eru settar fram í ritstjórnargreinum, eru eitt. Fréttir eru annað.“3
Stenst þessi fullyrðing nánari skoðun? Gagnrýnisleysi Morgunblaðsins
sem birtist í fréttamati þess er ritstjórnarleg ákvörðun. Óskiljanlegt er af
hverju ekki var grafist fyrir um málflutning Bandaríkjastjórnar um vænt-
anlegar stríðsaðgerðir sem umdeilanlegt var að stæðust alþjóðalög, nema
hafðar séu í huga þær skoðanir sem birtast í leiðurum blaðsins. Og
gagnrýnisleysið eykst eftir því sem nær dregur stríði ef lesnar eru fréttir
og leiðarar blaðsins frá því í lok ágúst 2002 til loffárása og innrásar í mars
2003. Er það í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar.
f fréttum og leiðurum Morgunblaðsins frá lokum ágúst 2002 til ára-
móta má greina áherslu á mikilvægi vopnaeftirlits og að alþjóðasamfé-
lagið nái sameiginlegri lendingu í málinu. Þannig var því til að mynda
slegið upp á forsíðu blaðsins 10. september 2003 að Jacques Chirac, for-
seti Frakklands, væri reiðubúinn að þjarma að írökum með nýrri ályktun
í Öryggisráði SÞ.4 Þetta átti að vera til marks um að Bandaríkjamenn og
Frakkar væru að ná saman í málinu en mikill ágreiningur hafði verið á
milli ríkisstjórna landanna um leiðir til að afvopna íraka. Frakkar lögðu
90
TMM 2004 • 3