Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 92
Huginn Freyr Þorsteinsson æ auðsveipari. Hvernig á þessu stóð er áhyggjuefni þar sem fjölmiðlar eiga að vera afhjúpandi fremur en auðsveipir. Á íslandi hefur Morgunblaðið fjallað ítarlegar um utanríkismál en aðrir íslenskir fjölmiðlar og það flutti stöðugt fréttir af aðdraganda stríðsins í frak. Morgunblaðið er eina íslenska blaðið sem fjallar skipu- lega um utanríkismál. Það er lofsvert. En er skipulagið í góðu lagi? Sé fréttaflutningur blaðsins frá því í lok ágúst 2002 til innrásarinnar í mars 2003 skoðaður kemur kerfisbundin slagsíða í ljós. Morgunblaðið virðist hafa villst af þröngum vegi hlutlægs fréttaflutnings og ekki hafa uppgötvað það sjálft, ella hefði það þurft að birta straum leiðréttinga við fyrri skrif. í þeirri von að ritstjórn blaðsins horfi rækilega í eigin barm og greini frá hinu sanna í íraksmálinu er þessi grein skrifuð. Gereyðingarvopn á síðum Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 30. mars 2003 og aftur í leiðara blaðs- ins þann 17. apríl bregst blaðið við gagnrýni sem fram hafði komið á fréttaflutning af aðdraganda Íraksstríðsins. Framhaldsskólakennari af Suðurnesjum hafði sent grein til blaðsins og kvartað yfir einhliða frétta- skrifum sem ættu lítið skylt við sjálfstæða blaðamennsku en væru áróður fyrir stefnu Bandaríkjastjórnar í hernaði gegn írak.2 í geðvonskulegum viðbrögðum blaðsins áréttar ónafngreindur leiðarahöfúndur að eins konar eldþil sé á milli leiðaraskrifa og fréttaflutnings: „Skoðanir blaðsins, sem eru settar fram í ritstjórnargreinum, eru eitt. Fréttir eru annað.“3 Stenst þessi fullyrðing nánari skoðun? Gagnrýnisleysi Morgunblaðsins sem birtist í fréttamati þess er ritstjórnarleg ákvörðun. Óskiljanlegt er af hverju ekki var grafist fyrir um málflutning Bandaríkjastjórnar um vænt- anlegar stríðsaðgerðir sem umdeilanlegt var að stæðust alþjóðalög, nema hafðar séu í huga þær skoðanir sem birtast í leiðurum blaðsins. Og gagnrýnisleysið eykst eftir því sem nær dregur stríði ef lesnar eru fréttir og leiðarar blaðsins frá því í lok ágúst 2002 til loffárása og innrásar í mars 2003. Er það í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar. f fréttum og leiðurum Morgunblaðsins frá lokum ágúst 2002 til ára- móta má greina áherslu á mikilvægi vopnaeftirlits og að alþjóðasamfé- lagið nái sameiginlegri lendingu í málinu. Þannig var því til að mynda slegið upp á forsíðu blaðsins 10. september 2003 að Jacques Chirac, for- seti Frakklands, væri reiðubúinn að þjarma að írökum með nýrri ályktun í Öryggisráði SÞ.4 Þetta átti að vera til marks um að Bandaríkjamenn og Frakkar væru að ná saman í málinu en mikill ágreiningur hafði verið á milli ríkisstjórna landanna um leiðir til að afvopna íraka. Frakkar lögðu 90 TMM 2004 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.