Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 93
Fjölmiðlar á valdi stjórnmálamanna áherslu á forystu alþjóðastofnana, vopnaeftirlit í stað hernaðarhyggju Bandaríkjamanna. í fréttinni er þess reyndar getið að írakar hafi rekið eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) úr landi 1998 en það er ekki rétt. Vopnaeftirlitsmenn voru kallaðir heim vegna þess að Bandaríkjamenn og Bretar hugðust heíja loftárásir á írak (Operation Desert Fox). Fréttir af sögu vopnaeftirlitsins á árunum 1991-1998 koma lítillega við sögu frá lokum ágúst 2002 til áramóta. í frétt 18. september 2002 er gert mikið úr þætti blekkinga írakskra stjórnvalda í sögu vopnaeftirlits í írak en lítið úr árangri þess.5 Þó er tekið fram að Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin hafi ekki fundið neinar vísbendingar árið 1998 um að írakar hefðu framleitt kjarnorkuvopn, en það er aukaatriði í fréttinni. Aðal- atriðið eru sífelld undanbrögð stjórnvalda í Bagdad í sögu vopnaeftirlits- ins en rík tilhneiging er til að skeyta slíkum athugasemdum við fréttir um vopnaeftirlitið. Sömu tilhneigingar gætir þegar stjórnvöld í írak skila skýrslu til SÞ um gereyðingarvopn í desemberbyrjun 2002. í miðopnu- frétt um málið er talað um umfang skýrslunnar, alls 12.000 blaðsíður, og gefið til kynna með millifyrirsögninni „Pappírsflóð til að fela sannleik- ann?“ að verið sé að fela það sem máli skiptir.6 í ljósi umfangs skýrsl- unnar er þess getið að mikinn tíma þurfi til að sannreyna fullyrðingar í henni, síðan er bætt við undir millifyrirsögninni „Rakin lygi?“: „Margir bandarískir þingmenn, jafnt demókratar sem repúblikanar, voru mjög vantrúaðir á skýrsluna og lýstu henni sem „rakinni lygi“.7 Þessi ummæli bandarískra þingmanna geta vart talist fréttnæm þar sem forsendur þeirra til að meta skýrsluna hafa ekki verið betri en hjá alþjóðastofnunum sem áttu að skera úr um hvort hún væri lygi eða ekki. Bandaríkjamenn eru að undirbúa stríðsrekstur og þá telst vart fréttnæmt að þingmenn landsins telja allt ffá óvininum komið lygi. Nokkrum mánuðum síðar, þann 5 febrúar 2003, kemur Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna íyrir Öryggisráðið og leggur fram „óyggjandi“ sönnunargögn fyrir tilvist gereyðingarvopna og gefur til kynna að vopnaeftirlitsmenn séu blekktir af stjórnvöldum í írak. Var útspil Powells hugsað sem lokatilraun Bandaríkjastjórnar til að sannfæra Öryggisráðið um að árás á írak væri nauðsynleg til að verja frið og öryggi í heiminum. Lagði Powell fram „sannanir" fyrir veigamestu fullyrðing- um Bandaríkjastjórnar eins og möguleikanum á efnavopnaframleiðslu í hreyfanlegum rannsóknastofum, kaupum íraksstjórnar á sérstökum álrörum til að auðga úran í kjarnorkuframleiðslu og tengslum íraks- stjórnar við al-Qaeda. Powell kaus hins vegar að sleppa að leggja fram sannanir um meint úranviðskipti stjórnvalda í frak við Níger en aðeins nokkrum dögum áður hafði forseti Bandaríkjanna fullyrt í ræðu að þau TMM 2004 • 3 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.