Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 93
Fjölmiðlar á valdi stjórnmálamanna
áherslu á forystu alþjóðastofnana, vopnaeftirlit í stað hernaðarhyggju
Bandaríkjamanna. í fréttinni er þess reyndar getið að írakar hafi rekið
eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) úr landi 1998 en það er ekki rétt.
Vopnaeftirlitsmenn voru kallaðir heim vegna þess að Bandaríkjamenn og
Bretar hugðust heíja loftárásir á írak (Operation Desert Fox).
Fréttir af sögu vopnaeftirlitsins á árunum 1991-1998 koma lítillega
við sögu frá lokum ágúst 2002 til áramóta. í frétt 18. september 2002 er
gert mikið úr þætti blekkinga írakskra stjórnvalda í sögu vopnaeftirlits í
írak en lítið úr árangri þess.5 Þó er tekið fram að Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunin hafi ekki fundið neinar vísbendingar árið 1998 um að írakar
hefðu framleitt kjarnorkuvopn, en það er aukaatriði í fréttinni. Aðal-
atriðið eru sífelld undanbrögð stjórnvalda í Bagdad í sögu vopnaeftirlits-
ins en rík tilhneiging er til að skeyta slíkum athugasemdum við fréttir um
vopnaeftirlitið. Sömu tilhneigingar gætir þegar stjórnvöld í írak skila
skýrslu til SÞ um gereyðingarvopn í desemberbyrjun 2002. í miðopnu-
frétt um málið er talað um umfang skýrslunnar, alls 12.000 blaðsíður, og
gefið til kynna með millifyrirsögninni „Pappírsflóð til að fela sannleik-
ann?“ að verið sé að fela það sem máli skiptir.6 í ljósi umfangs skýrsl-
unnar er þess getið að mikinn tíma þurfi til að sannreyna fullyrðingar í
henni, síðan er bætt við undir millifyrirsögninni „Rakin lygi?“: „Margir
bandarískir þingmenn, jafnt demókratar sem repúblikanar, voru mjög
vantrúaðir á skýrsluna og lýstu henni sem „rakinni lygi“.7
Þessi ummæli bandarískra þingmanna geta vart talist fréttnæm þar
sem forsendur þeirra til að meta skýrsluna hafa ekki verið betri en hjá
alþjóðastofnunum sem áttu að skera úr um hvort hún væri lygi eða ekki.
Bandaríkjamenn eru að undirbúa stríðsrekstur og þá telst vart fréttnæmt
að þingmenn landsins telja allt ffá óvininum komið lygi.
Nokkrum mánuðum síðar, þann 5 febrúar 2003, kemur Colin Powell
utanríkisráðherra Bandaríkjanna íyrir Öryggisráðið og leggur fram
„óyggjandi“ sönnunargögn fyrir tilvist gereyðingarvopna og gefur til
kynna að vopnaeftirlitsmenn séu blekktir af stjórnvöldum í írak. Var
útspil Powells hugsað sem lokatilraun Bandaríkjastjórnar til að sannfæra
Öryggisráðið um að árás á írak væri nauðsynleg til að verja frið og öryggi
í heiminum. Lagði Powell fram „sannanir" fyrir veigamestu fullyrðing-
um Bandaríkjastjórnar eins og möguleikanum á efnavopnaframleiðslu í
hreyfanlegum rannsóknastofum, kaupum íraksstjórnar á sérstökum
álrörum til að auðga úran í kjarnorkuframleiðslu og tengslum íraks-
stjórnar við al-Qaeda. Powell kaus hins vegar að sleppa að leggja fram
sannanir um meint úranviðskipti stjórnvalda í frak við Níger en aðeins
nokkrum dögum áður hafði forseti Bandaríkjanna fullyrt í ræðu að þau
TMM 2004 • 3
91