Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 96
Huginn Freyr Þorsteinsson
valdatíð Saddams Hussein réðst hann gegn íran og Kúveit. Ógn Saddams
við umheiminn er engan veginn sambærileg við ógnina af Hitler og
Stalín.
Það er sláandi að bera saman textann hér að ofan við það sem Björn
Bjarnason, þáverandi ráðherra menntamála fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
einn helsti hugmyndafræðingur utanríkisstefnu flokksins, skrifar í Morg-
unblaðið f. mars 2003, en þar dregur hann„réttar“ ályktanir af sögunni13:
Eftir hverja innrás Hitlers hrópuðu Frakkar hæst, „samninga, samninga“. Þeir
sömdu af svo mikilli kúnst að þeir voru gjörsigraðir og land þeirra hernumið. En
eins og einn franskur vinstrisinni komst að orði: „Okkur tókst allavega að fá þá til
að lýsa París opna borg - við fengum engar sprengjur á okkur!“[...]
Nú segir sagan að fyrir fimmtíu árum hafi Kremlverjar ákveðið að drepa Stalín
til að hann leiddi heiminn ekki út í þriðju heimsstyrjöldina. Sagan ætti einnig að
kenna að hefðu menn snúist nægilega hart og fljótt gegn Hitler í stað þess að trúa
fagurgala hans um frið hefði mátt útiloka síðari heimsstyrjöldina.
Við stöndum nú á öndinni vegna þess hvernig á að taka á harðstjórum og ein-
ræðisherrum samtímans eða að minnsta kosti útiloka að þeir geti ógnað heim-
inum með gjöreyðingarvopnum. Getum við frekar nú en á fjórða áratugnum
treyst á sameiginlegt öryggi að þessu sinni í nafni Sameinuðu þjóðanna sem ráða
ekki yfir neinum herafla? Eru forystumenn Bandaríkjanna og Bretlands nú í
stöðu Churchills sem var úthrópaður sem stríðsæsingamaður en er nú talinn
fremstur meðal stjórnmálamanna allra tíma? [... ]
Sagan kennir okkur að það verður ekki gert með því að láta undan einræðis-
herrum sem hafa í hótunum og neita að virða samninga. Ef við lærum ekki af
sögunni tökum við þá áhættu að þurfa að reyna það aftur sem hún á að kenna
okkur.
í þessu ljósi má velta því upp hvort alþingiskosningarnar vorið 2003 hafi
haft einhver áhrif á fréttaflutning Morgunblaðsins. Ljóst er að óvinsælt
fraksstríð hefði getað haft áhrif á gengi ríkisstjórnarflokkanna og óvíst
hvort það hugnaðist ritstjórn Morgunblaðsins. Sögulega hefur Morgun-
blaðið tengst Sjálfstæðisflokknum nánum böndum, bæði í gegnum rit-
stjóra þess og eigendur. Tilvitnanirnar eru sláandi líkar og sýna hversu
skoðanir blaðsins eru samofnar utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Því
er ekki ósanngjarnt að spyrja: Hefur Morgunblaðið sjálfstæða ritstjórn-
arstefnu í utanríkismálum eða er Morgunblaðið aðeins málpípa íslensku
ríkisstjórnarinnar í alþjóðamálum og þar með jafn ómarktækt og ríkis-
stjórnin í því máli sem hér er um rætt?
Það mætti líka íhuga hvort ástæðan tengist endurskipulagningu
Bandaríkjamanna á herstöðvum í Evrópu og ótta við að hún kæmi sér
illa fyrir ísland. Vera Bandaríkjahers á fsfandi hefur verið hornsteinn í
94
TMM 2004 ■ 3