Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 97
Fjölmiðlar á valdi stjórnmálamanna þeirri utanríkisstefnu sem ritstjórn blaðsins aðhyllist. Ljóst var að afstaða Þjóðverja í íraksmálinu virtist ætla verða þeim dýr þar sem boðaður var samdráttur á her Bandaríkjanna þar í landi vegna hennar. Einnig má vera að Morgunblaðið hafi treyst um of á ákveðna banda- ríska íjölmiðla eins og The New York Times. Það blað hefur sætt harðri gagnrýni fyrir framsetningu og vinnubrögð í aðdraganda Írakstríðsins. Vegna þeirrar gagnrýni báðu ritstjórar blaðsins lesendur sína afsökunar og boðuðu breytt vinnubrögð enda hafði trúverðugleiki blaðsins beðið alvarlegan hnekki.14 Eina forsíðufrétt Morgunblaðsins er vert að nefna sem birt var mörgum mánuðum eftir innrás. Hún íjallaði um þann heimsatburð að íslenskir sprengjusérfræðingar hefðu fundið sinnepsgassprengjur í írak. Fréttin á rætur að rekja til utanríkisráðuneytisins og var haft svo mikið við að koma henni á forsíðu að stoppuð var prentun á Morgunblaðinu og hún sett á forsíðu í stað annarrar fréttar15. í fréttinni segir: Þetta er í íyrsta sinn sem efnavopn finnast í Irak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég er stoltur og þakk- látur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“16 Því er slegið föstu að efnavopn hafi fundist en engin heimild önnur en utanríkisráðuneytið virðist vera fyrir fréttinni. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að þetta voru engin efnavopn og fréttin leiðrétt'7. Af hverju mönnum lá á að koma fréttinni á forsíðu blaðsins er illskíljanlegt. Voru menn ekki búnir að fá nóg af „óyggjandi“ sönnunargögnum og fullyrð- ingum um gereyðingarvopn þeirra sem hvöttu til innrásar á þessum tímapunkti? Lýðrœðið tómlœtinu að bráð Ekki þarf að hafa mörg orð um ábyrgð fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi. Fjölmiðlar eiga ekki að fylgja valdinu í blindni, hvort sem valdið er auður eða pólitísk áhrif. Morgunblaðið ber ábyrgð gagnvart lesendum sínum sem flestir eru áskrifendur og upplýst fólk sem vill ekki vera matað á blekkingum. Trúnaðarbrestur milli fjölmiðla og lesenda getur leitt til kaldhæðni og tómlætis sem getur ógnað lýðræðisþróun. Mikil umræða hefur þegar orðið hér á landi um hættur sem skapast þegar fjársterkir aðilar gerast umfangsmiklir á fjölmiðlamarkaði. Hins TMM 2004 • 3 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.