Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 103
Menningarvettvangurinn framandi og Afríkuríkið Botsvana um aldamótin 2000. Precious Ramotswe erfir nautgripahjörð eftir föður sinn, selur skepnurnar og setur á stofn fyrstu kven- spæjarastofu í Botsvana. Við fylgjumst svo með því hvernig hún leysir úr ótal málum, stórum og smáum, allt frá njósum um ótrúa eiginmenn til barnsfórna og kukls. Inn á milli laumar McCall Smith að allra handa upplýsingum um Afr- íku, Botsvana sérstaklega, lífshætti íbúanna almennt og líf söguhetju sérstaklega. Þegar þessi texti kemur fyrir sjónir lesenda er heimsókn sænsku glæpasagna- drottningarinnar Lizu Marklund á íslandi afstaðin. Hún sagði í viðtali sem ég átti við hana vorið 2002 fyrir DV að hana dauðlangaði til íslands og gaman að nýr útgefandi hennar, Anna Ingólfsdóttir sem einnig þýðir bækur hennar, skyldi láta draum hennar rætast. Liza er sem kunnugt er einhver mest lesni höfundur á Norðurlöndum nú um stundir. Hún skrifar svonefnda „femí-krimi“ sem eru blanda af spennandi glæpasögu og raunsæislegri lýsingu á lífi nútímakonu. Söguhetja hennar, Annika Bengtzon, er blaðamaður, eiginkona og móðir auk þess sem hún rannsakar glæpamál og hversdagsleikinn kringum heimilið og börnin er stöðugt undirspil undir spennuna. Þessi blanda hefur reynst gríðar- lega vinsæl, ekki síst meðal kvenna. Nýjasta og metnaðarfýllsta skáldsaga Lizu kom út á íslensku um leið og Liza kom til íslands, Úlfurinn rauði. Þar grefur Liza aftur í róttæka fortíð ráðherra í sænsku ríkisstjórninni í tilefni af því að grimmur róttæklingur og hryðjuverka- maður (og fyrrum kærasti ráðherrans) snýr aftur heim til Svíþjóðar effir að hafa verið horfinn í þrjátíu ár. En er víst að morðslóðin víða um hina köldu Svíþjóð sé hans verk? Aðalsagan er mergjuð en þó gæti verið að hliðarsagan um framhjá- hald Thomasar, eiginmanns Anniku, hefði meiri áhrif á einhverja lesendur en morðin, enda er tilfinningastríði hans lýst á einkar sannfærandi hátt. Sömuleiðis reynir Liza að setja sig inn í flókið sálarlíf Anniku þessar vetrarvikur, en Úlfur- inn rauði gerist strax eftir sögunni um Sprengivarginn sem sagði frá í fýrstu bók Lizu um Anniku Bengtzon. Það getur raunar vel frelsað Lizu undan því að sögur hennar verði sjálfvirkar, eins og oft vill brenna við í svona framhaldssögum um glæparannsóknir, að hún skrifar þær ekki í „réttri“ röð. Mál og menning endurútgaf í sumar Ritsafn Þorsteins ffá Hamri sem kom út hjá Iðunni árið 1998, geysimikla bók upp á 673 blaðsíður með formála eftir Njörð P. Njarðvík. Safnið var uppselt og segir það eftirtektarverða sögu um vinsældir Þorsteins sem nú hefur ort og skrifað þjóð sinni til yndis og uppeldis í nærri því hálfa öld. Fyrsta bók hans, í svörtum kufli, kom út árið 1958 þegar Þorsteinn var aðeins tvítugur. Hún hefst á heillandi ljóði sem er í senn galdur og forspá: Það var á bæ einum að gandur mikill úr hvítum skógum trað flugstíg úr suðri og norður til fjalla og fylgdi honum þys álfa og galdur fugla en eftir voru þrjú tár á laufi; rautt hvítt svart. En ungur sveinn laut eftir og skeytti því hvergi þótt hrópað væri á bak; þvíað orð hafði borist. Annað nýtt af Þorsteini er að hann hlaut í haust Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar sem veitt voru í fjórða sinn á aldarafmæli skáldsins. Fyrri verð- TMM 2004 ■ 3 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.