Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 107
Bökmenntir sjónir líkamnast í sögumanni sínum, Jóa. Jói er hins vegar barnslegur ögrari sem rétt nær að tyila sér í neðsta þrep unglingsáranna. Frásagnir hans af sjálfum sér og félögunum verða því barnalegar og stundum dálítið lágkúrulegar og fylltar með sönnu hnoði. Það er t. d. fyndið í hans augum að plata Gylfa og Eirík til að drekka hland úr sínalkóflöskum eða þegar Kiddi sjómaður snýr sér við og pissar á skálm bresks lögregluþjóns. Ef menn læsu Bítlaávarpið út frá þessum frá- sögnum Jóa einum væri hægt að líta á bóldna sem litiausa endurframleiðslu munnmælasagna úr hverfinu. En þá færi kjarni sögunnar alveg framhjá manni. Hnoðið er nefnilega leirinn sem skáldið mótar söguna úr. Hún fjallar um átök lágmenningar og svokallaðrar hámenningar og hún býður jafnframt upp á lausn þeirra andstæðna. Sannarlega er margt skemmtilegt að finna í Bítlaávarpinu því að Einar Már hefur einstök eyru og augu fyrir fyndnum sögum og augnablikum. Þrátt fyrir það er einnig myrkur tónn í skáldsögunni. Raunar er hún uppfull af söknuði og sorg. En hér er ekki bara á ferðinni '68-kynslóðar nostalgía. Það er varla tilviljun hversu mikið myrkur og blús er yfir kvenmyndum sögunnar. Jói missir mikils í sögunni. Æskuástin tapast. Helga, viðfang ástar Jóa, glímir við drykkfellda móður sem hún neyðist til að bera ábyrgð á og upplausn hjónabands foreldra hennar og hún hverfur í móðu áranna. Katrín sem veitir Jóa kynlífsreynslu býr í skugga móðurmissis. Hún er einmana og sorgmædd og reynir að upphefja ein- semd sína með ástleitni og áföllin fýlgja henni eins og dimm skuggaél. Á bak við söguna og drauminn glittir svo í veruleikann eins og alltaf í sögum Einars. Móðir Jóa er sjúk og sjúkdómurinn tekur hana frá honum. Því er sorgar- og saknaðarblær yfir sögunni þrátt fyrir öll gamanmálin. Hún er líka tileinkuð minningu móður skáldsins sem lést fyrir nokkru. Þetta er því saga full með kær- leika til kvenna sem elska og gefa og söknuðurinn í bókinni beinist fyrst og fremst að þeim. Frumleild Bítlaávarpsins er fólginn í því að vera póstmódernísk yfirlýsing, manífestó, sem byggir á sögu um áhrif bítlsins á þjóðarsálina. Til að átta sig á inntaki þessa ávarps er nauðsynlegt að skoða andstæðulíkan sögunnar. Á sögu- tíma er fsland nýfrjáls effirlenda, nýsloppin úr klóm nýlenduveldis með ótta í augunum um að glata sjálfstæði sínu að nýju í hendur nýs heimsveldis. Átök sögunnar birtast t.a.m. í glímu nágrannanna í sama húsi, kommúnistans, Júlí- usar gjaldkera og Haraldar sem er verkstjóri á Keflavíkurflugvelli, um sjónvarps- loftnet. Haraldur vill sjá Kanasjónvarpið en Júlíus hatar Kanann. Þessi átök eru þó ekki bara kaldastríðsminjar heldur fýrst og fremst þáttur í meginátökum sög- unnar milli fjöldamenningarinnar og hinnar hefðbundnu íslensku menningar sem raunar var fremur sveitamenning en borgarmenning. Bítlamenningin er fjölþjóðleg vöruframleiðslumenning, kitsch. Líkt og ldassísk tónlist átti uppruna sinn á einveldistímum fursta og konunga á bítlamenningin sínar rætur í alþýðu- menningunni sem oft á tíðum var ekki annað en ómerkileg eftirlíking hámenn- ingarinnar. í henni birtast því svokölluð lágmenningareinkenni, ofuráhersla á tilfinningar, einkum kynhvötina, sem beint er gegn rökhyggju, nytjahyggju og upplýsingarhyggju hinnar svokölluðu hámenningar. En ólíkt margs konar TMM 2005 • 1 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.