Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 4
landbúnaður „Það er þekkt áróð- urstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands, í árs- skýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvæla- markaðinn og nefnir sem dæmi mál- flutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutn- ingur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvern- ig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið fram- leiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamn- ingur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferða- mennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í inn- lendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann. – ih Sakar talsmenn verslunar um blekkingar umhverfismál Enginn vafi leikur á því að ríkið ber auknar skyldur gagnvart verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu vegna sérlaga um náttúruvernd á svæðinu. Í skriflegu svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrir- spurn Fréttablaðsins um meng- un í Mývatni er tekið undir að ofauðgun blábaktería í vatninu og áhrif hennar á lífríkið þar sé mikið áhyggjuefni;  verið sé að skoða hugsanlegar lausnir og rætt hafi verið við sveitarfélagið um þau mál. Verið sé að fara yfir nýja samantekt um uppsprettur næringarefna til að meta hvort hugsanlegar aðgerðir munu skila raunverulegum árangri. Umbætur í fráveitumálum eru einn þáttur sem hefur verið nefndur til að draga úr ofauðgun. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru fráveitumál almennt á ábyrgð sveit- arfélaga, en ríkið hafi rætt við sveit- arfélagið um stöðu mála m.a. í ljósi sérlaga, eins og gilda við Mývatn. Það liggi fyrir að ráðuneytið hafi þurft betri yfirsýn yfir hvert sé inn- streymi efna í vatnið sem veldur menguninni og hvaðan hún kemur, svo skipulega sé hægt að bregðast við henni. Í því augnamiði hafi á vegum ráðuneytisins verið unnin samantekt af Gunnari Steini Jóns- syni líffræðingi á fyrirliggjandi gögnum úr ýmsum áttum. Að mati ráðuneytisins gefur samantektin glögga mynd af innstreymi nær- ingarefna frá náttúrulegum upp- sprettum og af mannavöldum og sé góður grunnur til að meta áhrif hugsanlegra aðgerða. Það sé hins vegar ekki ljóst af samantektinni hvort aðgerðir í fráveitumálum eða á öðrum sviðum muni skila tilætl- uðum árangri varðandi bakteríu- blóma og það þurfi að skoða betur, sem verði gert á næstunni. Spurningarnar eru stórar og flóknar. Árni Einarsson, for- stöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn, sagði við Fréttablaðið að það sé engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóf- lega í Mývatni – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Mývatn sé afar frjótt frá náttúrunnar hendi og öll viðbót hafi áhrif. Innstreymi næringarefna hafi verið mikið ára- tugum saman, og áhrifa kísilverk- smiðjunnar við Mývatn gæti jafnvel enn þá. Grunnspurningin sem viðmæl- endur Fréttablaðsins hafa varpað fram er hvort ríkið beri ekki frekari skyldur vegna sérlaga um Mývatn og Laxá – og þeirra á meðal sveitar- stjórn Skútustaðahrepps sem hefur farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé stutt til að bæta fráveitumál sín. Í svari ráðuneytisins segir að stjórnvöld beri aukna ábyrgð í ljósi þess að sérlög gilda um vernd þess svavar@frettabladid.is Sérlög þýða stóraukna ábyrgð Umhverfisráðuneytið segir að enginn dragi í efa að stjórnvöld bera aukna ábyrgð á náttúruvernd við Mý- vatn og Laxá vegna sérlaga sem um svæðið gilda. Unnið er að málinu á grunni gagnasöfnunar í fyrra. Verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum l Lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu tóku gildi árið 2004. l Markmið þeirra er að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. l Í lögunum segir að þau eigi að tryggja verndun líffræðilegrar fjölbreytni á vatnasviði Mývatns og Laxár. l Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Mý- vatni öllu og Laxá báðum megin. Í skriflegu svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er tekið undir að ofauðgun blábaktería í Mývatni sé mikið áhyggjuefni. Fréttablaðið/VilhelM Anna Sigurlaug Pálsdóttir, Eiginkona Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra, greindi frá því á Facebook síðu sinni að hún ætti félag sem skráð væri erlendis, sem heitir Wintris Inc., og héldi það utan um fjár- muni sem hún fékk í arf. Skattar hefðu verið greiddir hérlendis. Í kjölfarið var greint frá því í fréttum að hún ætti eignir á Bresku-Jómfrúareyjum og hefði gert um 500 milljóna króna kröfu í þrotabú föllnu bankanna. Helgi Pétursson greindi frá því að yngri félag- arnir í Félagi eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni hefðu stofnað baráttuhópinn Grái herinn. Hópurinn hefur stofnað Facebook- síðu og ætlar að fá fram umræðu í þjóðfélaginu um þann mannauð sem eldri borgarar eru. Þjóðfélags- ins vegna og þeirra sjálfra þurfi þeir og vilji vinna lengur en til 67 ára aldurs. Guðmundur Jóhannsson, læknir á bráðamóttöku Landspítal- ans, sagði auknar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins duga skammt ef mataræði Íslendinga tæki ekki breytingum. Með breyttu mat- aræði mætti koma í veg fyrir marga króníska lífsstíls- sjúkdóma sem eru dýrir fyrir sam- félagið. Alltof lítill peningur væri lagður í forvarnir. Þrjú í fréttum Eignir, Grái herinn og mataræði 123 sjómenn vitna um mikið einelti um borð í skipum þeirra, eða tæp 40% aðspurðra í könnun. Tölur vikunnar 13.03.2016 - 19.03.2016 8.519 tilkynningar bárust barnaverndar- nefndum árið 2015. 3. 332.529 sálir byggja Ísland, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 12 sinnum hærra var magn blá- baktería í Mývatni í fyrra en WhO telur vera hámarkið. 5,90% einstaklinga með forstig sykursýki ii vita ekki af því. 5 af 7 bankaráðsmönnum Landsbankans hætta vegna Borgunarmálsins. 669 milljarðar var samanlagt eigið fé Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka í árslok 2015. kr Það eru mikil dulin verðmæti í inn- lendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs land- búnaðar er fátæk þjóð. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands 1 9 . m a r s 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.