Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.03.2016, Qupperneq 8
Aðalfundur BÍ 2016 Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. Hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Margt smátt ... Páskablað Hjálparstarfs kirkjunnar fylgir Fréttablaðinu í dag! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 05 90 Úrval af mildum og ómótstæðilegum ostum á veisluborðið. Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert fullkomna veisluna. ÚR DÖLUNUM PÁSKAÞRENNAPá Pá Brussel Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morg- un, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópu- sambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrk- landi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikk- lands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einn- ig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarvið- ræður Tyrklands að ESB. Donald Tusk, forseti leiðtoga- ráðs ESB, Jean-Claude Juncker, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusam- bandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomu- lags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sam- bandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sér- fræðinga í málefnum flóttafólks og túlka. olikr@frettabladid Fara aftur til Tyrklands Eftir fundahöld gærdagsins liggja fyrir drög að samkomulagi samningamanna Evrópusambandsins (ESB) og Tyrklands vegna flóttamannavandans í Evrópu. Hvað þýðir samkomu- lagið?* 1. Flótta- og förufólk í Grikklandi sem er án tilskilinna skilríkja verður sent til Tyrklands, burtséð frá því hvaðan það kom í upphafi. 2. Til að tryggja að alþjóðalög um meðferð flóttafólks verði ekki brotin verður fólk „skráð og grísk yfirvöld fjalla um hælisbeiðni hvers og eins“. Sæki fólk ekki um hæli, eða umsókn þess er hafnað, verður það sent til Tyrklands. 3. Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna veitir aðstoð við flutninga fólksins. 4. Á móti hverjum Sýrlendingi sem sendur er til baka, verður Sýrlend- ingi í Tyrklandi fundið hæli innan ESB. Með þessu á að draga úr hvata til „ólöglegra“ ferða til Evrópulanda. 5. Vegabréfsáritanir sem Tyrkir hafa þurft til að ferðast til aðildar- landa Schengen verða afnumdar, náist 72 yfirlýst markmið í aðildar- viðræðum ESB og Tyrklands. 6. ESB samþykkir viðbótarfjárhags- aðstoð upp að þremur milljónum evra til ársloka 2018. *Samkvæmt uppfærðum samkomulags- drögum sem AFP fréttastofan komst yfir og fjallað er um í breska blaðinu Telegraph. Samkomulaginu við Tyrkland fylgir fjárstuðn- ingur og aukinn kraftur verður settur í aðildarvið- ræður Tyrklands við ESB. Flóttamannabörn að leik í búðum í Idomeni í norðanverðu Grikklandi, steinsnar frá landamærunum að Makedóníu, í gær. Hömlur sem settar hafa verið á för flótta- og förufólks svokallaða „Balkan-leið“, sem flestir hafa farið á leið sinni frá Mið- austurlöndum til Evrópusambandslanda, hafa orðið til þess að þúsundir flóttafólks eru fastar í Grikklandi. FréttaBlaðIð/EPa HeilBrigðismál Fimm hundruð manns fá áverkatengdan heilaskaða á ári hverju. Áttatíu af þeim þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda en eingöngu tíu komast að á Grens- ás. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða. „Þörfin á umræðu um heilaskaða er mikil og við sjáum það best í því að þessi hópur fólks hefur einfald- lega gleymst í allri stefnumótun og úrræðum,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður félagsins, og bendir á að engin stefna sé til í málefnum einstaklinga með ákom- inn heilaskaða. Samt sem áður eru heilaáverkar algengasta orsök áunninnar fötlun- ar ungs fólks á Íslandi. „Það er lítill hluti sem kemst í frumendurhæf- ingu á Grensás, kannski innan við tíu manns á ári. Margir hins vegar útskrifast beint heim og fá hvorki greiningarmat né endurhæfingu,“ sagði Guðrún Karlsdóttir, yfirlæknir á taugasviði Reykjalundar, í máli sínu á ráðstefnunni. – ebg Tíundi hver maður með heilaskaða í endurhæfingu HeilBrigðismál Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. Aðeins þriðjungur blóðgjafa er konur á Íslandi en árið 2014 voru konur jafn margar og karlar í hópi nýrra blóðgjafa. Í nágrannalönd- unum er aftur á móti jöfn skipting meðal virkra blóðgjafa. Íslenskar konur virðast detta úr hópnum þegar þær fara á barneignaaldur en þær eru hvattar til að koma aftur eftir það. „Við erum virkilega að reyna að ná til kvenna, þar eigum við mikið sóknarfæri á Íslandi,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóð- söfnunardeildar Blóðbankans. – ebg Þriðjungur blóðgjafa konur 1 9 . m a r s 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.