Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 26
Það sem við höfum lært af þessu er að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það þarf bara að henda sér í hlutina. Það er ótrú-legt hvað hver og einn getur haft mikil áhrif,“ segja þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, konurnar að baki átakinu Á allra vörum. Átakið var stofnað árið 2008 eftir að Gróa hafði greinst með brjóstakrabbamein og gengið í gegnum meðferð vegna þess. Miklar vinkonur Þær Gróa og Guðný voru að vinna saman á þessum tíma og fengu hugmynd um að láta gott af sér leiða eftir meðferð Gróu. Þær hittu Elísabetu að máli og ákváðu þær að hrinda af stað söfnun með því að selja gloss um borð í flugvélum Icelandair og vekja um leið athygli á brjóstakrabbameini. Átakið hefur heldur betur vaxið mikið upp frá því og hafa þær safnað hátt í hálfum milljarði í peningum til hinna ýmsu góðgerðarverkefna. „Reyndar hátt í milljarð ef Hafa safnað Gróa Ásgeirsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru samhentar vinkonur sem hófu að safna til góðgerðarmála eftir veikindi Gróu og nú átta árum seinna eru þær enn að. Fréttablaðið/Ernir Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is hálfum milljarði í góðgerðarmál Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir standa að baki Á allra vörum. Frá árinu 2008 hafa þær safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. talin væri öll vinnan og annað framlag en peningar sem gefið hefur verið til safnananna,“ segir Elísabet. Stöllurnar eru miklar vinkonur og segja það lyk- ilatriði til þess að svona gangi upp. Það er gríðarleg vinna að baki því að leiða slíkt átak og í mörg horn að líta. Þetta er þeirra framlag og sjálfboðavinna, enda allar í fullri vinnu og yfirbyggingin er engin. „Við hittumst bara á kaffihúsum hér og þar. Tölum mikið saman í síma og skipuleggjum okkur þannig,“ segir Guðný. „Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt mál- efni á ári – málefni sem þarfnast athygli og aðstoðar. Síðan er ákveðið fyrir hverju skal safna, en það verður að liggja skýrt fyrir áður en átakið hefst,“ segir Gróa. „Söfnunin er ekki endilega aðalmálið heldur veljum við málefni sem við teljum að þarfnist athygli almennings og fái fólk til að spá í hlutina, fái meiri umræðu,“ segir Elísabet og hinar taka undir. „Við viljum alltaf finna málefni sem hjartað slær fyrir og það má heldur ekki vera of þekkt því við viljum hjálpa til við að kynna það.“ Gott fólk með í baráttunni Verkefnin sem safnað hefur verið fyrir eru fjölmörg; Krabbameinsfélagið, Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, Ljósið, Neistinn, Leiðarljós, geðheil- brigðismál og á síðasta ári var safnað fyrir samtökin Erindi sem berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga. Safnað var fyrir samskiptasetri fyrir þá sem glíma við einelti, foreldra og fjölskyldur þeirra. „Átakið vakti mikla umræðu um einelti. Það komu margir fram og sögðu frá einelti sem þeir höfðu orðið fyrir. Þetta opnaði á umræðuna,“ segir Gróa. Í gegnum árin hafa stöllurnar haft með sér mikið af góðu fólki þar sem bæði auglýsingaherferðir og sjón- varpsauglýsingar hafa verið framleiddar til þess að vekja athygli á því málefni sem tekið er fyrir hverju sinni. „Við höfum átt því láni að fagna að vinna með landsliðsfólki í auglýsingagerð. Auglýsingastofan Pipar hefur stýrt herferðunum fyrir okkur og svo leikstjórarnir Gunni og Sammi sem eru nú hjá Stór- veldinu hafa framleitt sjónvarpsefni.“ Eins og barnið okkar Þegar þær fóru af stað árið 2008 grunaði þær ekki hvað Á allra vörum yrði stórt og myndi hafa mikil áhrif í samfélaginu. „Við ætluðum bara að prófa eitt ár. Ég kynntist í gegnum veikindi mín þessari frábæru heilbrigðisþjónustu og langaði að gefa eitthvað til baka. Fyrsta árið tókum við þátt í að safna fyrir nýjum brjóstamyndavélum fyrir krabba- meinsfélagið sem greina brjóstakrabbamein fyrr hjá ungum konum, við komum eiginlega inn með síðustu greiðsluna fyrir þeim,“ segir Gróa. „Síðan þá höfum við verið eins og óslitið blað saman allar þrjár í þessu. Upphaflega ætluðum við bara að gera þetta einu sinni. Við sögðum alltaf ef hjartað slær ekki með okkur í þessu, heldur bara vinna þá hættum við. En auðvitað er þetta bara eins og barnið okkar, okkur þykir undurvænt um Á allra vörum,“ segir Guðný. Átta mánaða undirbúningur Árið 2009 var komið að máli við þær og þær beðnar um að taka þátt í söfnun fyrir SKB, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Við ákváðum að halda áfram þegar SKB kom að máli við okkur þar sem þau vantaði svo hvíldarheimili fyrir krabbameinsveik börn í meðferð og fjölskyldur þeirra þar sem allur búnaður væri fyrir barnið og þarfir þess. Við hentum okkur í það verkefni og uppskárum einhverjar 55 milljónir auk þess sem við fengum lóð, uppgröft fyrir húsinu, teikningar, húsbúnað og fleira,“ segir Gróa og þær taka fram að það megi heldur ekki vanmeta eða gleyma þeim gjöfum sem koma ekki í formi peninga. Undirbúningsvinna fyrir hvert átak tekur um átta mánuði. Það þarf að hafa samband við ýmsa. „Guðný er með símanúmer allra ráðamanna í símanum sínum og þeir svara alltaf þegar hún hringir,“ segir Þetta land myndi ekki fúnkera í heilbrigðis- málum og alls konar undir málshlutum, ef það væri ekki fyrir konur og menn með hugsjón. Gróa Ásgeirsdóttir ↣ SAMFÉLAGSVERÐLAUN SAMFÉLAGSVERÐLAUN SAMFÉLAGSVERÐLAUN Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2016 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r26 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.