Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 30
Mynd- og tónlistarmað-urinn Egill Sæbjörns-son hefur búið und-anfarna tvo áratugi í Berlín, þar sem hann stundar list sína við góðan orðstír. Egill hefur skapað sér nafn í Þýskalandi og víðar fyrir verk sín, sem oft eru stór og flókin í uppsetningu – tækni og jafnvel stærðfræði spila stóra rullu í sköpuninni. Egill hefur gert verk sem þekja heilu byggingarnar í Þýskalandi og heil sýningarrými á stórum lista- söfnum úti í heimi. Nánasti samstarfs- maður hans í listinni er raunar stærð- fræðingur frá Cambridge. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert að segja hlutina með nýjum aðferðum. Ekki tækninnar vegna, heldur vegna þess að hún getur varpað nýju ljósi á gamlar staðreyndir. Búið til eitthvað nýtt. Einu sinni komst fólk bara fót- gangandi milli staða, svo kannski í hestvagni, svo í bílum, flugvélum, lestum.“ En er einhver að kaupa þessi verk til þess að hafa heima hjá sér? Taka þau ekki upp heilu og hálfu stofurnar hjá fólki? „Já, það er alltaf eitthvert fólk að kaupa þetta,” segir Egill og hlær. „Þetta er bara smá vinna. Þegar verkið er komið upp er það bara komið upp. Það fylgja alltaf nákvæmar leiðbeiningar með, þar sem allt þarf að vera upp á millimetra. En þetta er bara eins og að kaupa sér sjónvarp og setja það upp inn í stofu, dáldið maus en svo er það bara komið. Ég hef gaman af því að fólk stækki aðeins sína sýn á heiminn. Það er það sem ný tækni og nýjar aðgerðir stuðla að. Fólk er yfir- leitt mjög opið.“ Mikið sálarstríð Egill segist brenna fyrir þrennu: Myndlist, tónlist og andlegri leit og hefur stundað þetta allt jöfnum höndum um dagana. „Ég hef alltaf verið leitandi, mjög leitandi. Og hef prófað alls kyns aðferðir, fræði og þerapíur í gegnum tíðina. Þegar ég var sextán ára í Menntaskólanum við Hamrahlíð fór ég að stúdera tíbeska hugleiðslu. Ég var í því í mörg, mörg ár og lærði hjá meistara. Það var íslensk- ur náungi sem hafði búið lengi í Kali- forníu og sökkt sér í fræðin þar. Hjá honum lærði ég ótrúlega áhugaverða hluti, en þetta var líka algjört rugl. Ég komst að því að lokum að þetta var ekki fyrir mig. Maður fékk sektar- kennd ef maður fór ekki eftir öllum fræðunum og það var tilfinning sem ég hafði ekki þekkt áður. Maður mátti til dæmis ekki hlusta á rokktónlist, en ég varð að búa til tónlist og gerði það því á laun. Ég mátti heldur ekki vera með konum eða hugsa um konur, en ég var auðvitað alltaf skotinn í einhverri stelpu eins og flestir aðrir strákar á þessum aldri, held ég. Maður átti að vera eins og tíbeskur munkur. Svo var alls konar inni í þessu annað, trú á fljúgandi furðuhluti og alls kyns dót sem ég gat ekki alveg sætt mig við. Þetta var rosalega mikið sálarstríð á köflum. Að lokum fór ég út úr þessu. Í dag stunda ég hugleiðslu, 12 spora samtök við meðvirkni  og stjórn- semi og er í svokölluðum EMDR-með- ferðum.“ Vinnur úr erfiðum tilfinningum EMDR-meðferðir njóta nú vaxandi vinsælda. Um er að ræða sérstaka meðferð undir handleiðslu sálfræð- ings sem hjálpar fólki að vinna úr erfiðum minningum og tilfinningum. Egill segir meðferðina hafa kennt sér margt um sjálfan sig. „Núna erum við að fara í gegnum atvik úr æsku minni. Þetta eru sak- leysisleg atvik, en voru kannski mjög mótandi. Ég hef verið að fara í gegnum þetta með þýskri konu, og það er öðru- vísi að vera með þýskan bakgrunn en íslenskan. Við sem höfum sama bak- grunn skiljum hvert annað svo vel og betur þegar við opnum fyrir allt sem við erum að hugsa um og höldum að við séum ein að hugsa um.“ Heldurðu að þessi andlega leit breyti þér sem listamanni? „Já, það er alltaf þannig, held ég. Ef listamaður hefði rosalegan áhuga á bílum, þá hefði það áhrif á listina. Svo held ég að það séu rosalega margir andlega leitandi. Þetta er einn af þessum stóru hlutum í lífinu, að fást við sjálfan sig og samskipti við annað fólk. Fást við heimsmynd sína og heimsmynd annarra.“ Lofaði sjálfum sér að fara út Egill stundaði sitt nám á Íslandi, nánar tiltekið í Myndlista- og handíðaskól- anum, en flutti út til Berlínar árið 1998. „Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að vera kominn frá Íslandi fyrir lok árs 1998. Ég flaug út 27. desember það ár, ef ég man rétt.“ Egill brosir við að rifja upp gamla tíma. „Berlín var alls ekki kúl á þeim árum. Það voru fáir búnir að kveikja á þessari borg, og ég bara slysaðist þangað.“ Núna, tæpum tveimur áratugum síðar, er Egill búinn að sýna um allan heim, í Rio de Janeiro, LA, Toronto, Kína og út um alla Evrópu. Hann hefur það gott fjárhagslega og segist verða hamingjusamur svo lengi sem hann sé trúr sjálfum sér í listinni. Listapólitíkin Hann nennir ekki að blanda sér mikið í pólitíkina í íslenska listalífinu. „Ég hef dáldið lélega afstöðu. Ég pæli aldrei í því hver fær listamannalaun eða er sendur til Feneyja. Ég bara reyni að gera mitt besta og taka þátt í þessu. Ég veit að mannleg náttúra er svo óút- reiknanleg að maður veit aldrei hvað er að baki því að vera valinn til að fá listamannalaun eða fara til Feneyja eða hvað svo sem það er. Ég hef sjálfur setið í nefnd, og það fór nú bara eftir því hvort sumir höfðu drukkið kaffi- bollann sinn  eða ekki hvort þeim fannst verkin góð. Því miður er þetta oft slíkum tilviljunum háð.“ Egill hlær. „Þetta er alveg fáránlegt og þýðir ótrúlega lítið að velta sér upp úr því. Maður deilir ekki um smekk.“ En hvernig er að eyða tíma hér heima, fyrir mann sem hefur búið svona lengi í öðru landi? „Ég hef dálítið verið að hugsa þetta. Ísland er svo skemmtilegt af því að það er svo lítið samfélag. Þetta er eins og risastór háskólaheimavist. Við erum með nokkrar svona byggingaþyrping- ar, það er frekar stutt að labba á milli bygginganna og að fá að fara í kaffi hjá þessum eða hinum. Það getur meira gerst og hraðar en annars staðar. Við getum tekið mál hraðar og lengra en í stórum samfélögum OG verið gott fordæmi fyrir heiminn. Við gætum til dæmis ákveðið að styrkja alla lands- menn í því að kaupa rafmagnsbíla og láta alla Íslendinga vera á rafmagns- bílum. Það er gerlegt og gæti verið góð fyrirmynd. Heimurinn þarf góð fordæmi. Það er svo miklu auðveldara að ná utan um svona hluti hérna. Það er auðveldara að búa til áhugaverða hluti. Eins og t.d. væri lítið mál að búa til grænt samfélag á Íslandi, sem gæti verið áhugavert. Það er greinilegt að heimurinn er allur að stefna í þá átt og við gætum verið í fararbroddi.“ Fólk sér ekki fegurðina Egill segist alla tíð hafa haft ástríðu fyrir umhverfinu og íslenskri náttúru. Hann segir nauðsynlegt að drífa í að framkvæma hugmyndir um íslenskan þjóðgarð. „Ég bý í Þýskalandi og þar er í mesta lagi hálft prósent af landinu náttúrulegt land. Hitt allt er manngert. Þegar þú keyrir í gegnum slíkt landslag Verðum samdauna fegurðinni Egill Sæbjörnsson vill þjóðgarð á Íslandi. Hann segir mikilvægt að horfa á stóru myndina. Heimamenn verði oft samdauna fegurð landsins og það megi ekki gerast. Ísland sé eins og stór háskólaheimavist og þar af leiðandi auð- velt að ná utan um stórar ákvarðanir. Við eigum að drífa í því og gefa þannig öðrum þjóðum fordæmi. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Maður átti að vera eins og tíbeskur Munk- ur. svo var alls konar inni í þessu annað, trú á fljúgandi furðuhluti og alls kyns dót. 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.