Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 32

Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 32
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er hlynnt því að áfengis-frumvarpið svokallaða verði gert að lögum. Hún segir að ríkið muni hafa fullt af tækjum og tólum til þess að móta almenni- lega áfengisstefnu og góða og skynsamlega lýðheilsustefnu. „Til dæmis er ekki hróflað við aldurstak- mörkunum í sölu á áfengi, auk þess sem gert er ráð fyrir auknu fé til mála á borð við for- varnir og önnur mál sem miða að því að auka lýðheilsu.“ Björt segir drykkju ungmenna almennt hafa minnkað mikið undanfarin ár. „Þau skref sem stigin hafa verið til aukins frjáls- ræðis í þessum efnum hafa almennt verið far- sæl skref. Það að ríkið sinni ekki sölu á áfengi er annað lítið skref í átt að frjálsræði. Það er skynsamlegt skref.“ Varasamar vörur seldar á markaði Björt segist algjörlega mótfallin því að ríkið standi í nokkurs konar verslunarrekstri. „Ég tel að það fari mun betur á því að ríkið skapi skilyrði fyrir verslunarrekstri og setji umgjörð með reglugerð. Fjölmargar vara- samar vörur eru þegar seldar á frjálsum markaði en með skilyrðum frá ríkinu og undir eftirliti frá því. Dæmi um slíka vöru er tóbak.“ Hún segist almennt vilja treysta fólki til þess að taka eigin ákvarðanir. „Við eigum að treysta fólki sem mest og stuðla að því að fólk taki ábyrgð á eigin lífi. Og frelsi og lýðheilsa eru ekki nauðsynlega and- stæður.“ Aðspurð segir Björt þau sjónarmið um þau áhrif sem aukið aðgengi að áfengi gæti haft á heilbrigði landsmanna alls ekki lítil- væg. Aukin velmegun hefur áhrif „Ég tel bara að lýðheilsumarkmiðum megi vel ná samfara samþykkt þessa frumvarps. Önnur sambærileg skref hafa, eins og reynslan sýnir okkur, ekki farið illa saman við markmið í lýðheilsu. Það er margt sem getur orðið til þess að neysla á áfengi verður meiri, til dæmis aukin velmegun. Vissulega er aðgengi veigamikill þáttur, en staðreynd- in er sú að aðgengið er þegar orðið ótrúlega mikið. Sölustöðum áfengis hefur fjölgað gríðarlega og vínveitingastaðir eru úti um allt. Það er hægt að greiða fyrir áfengi með kreditkorti, sem er annar veigamikill þáttur í auknu aðgengi, en oft vanmetinn, að mér finnst.“ Almennt segir Björt að það að frumvarpið verði gert að lögum sé ekki jafn afdrifarík ákvörðun, eða jafn stórt skref, og sumir vilji meina. „Vegna þess að áfengisgjöld verða áfram há, sala vörunnar verður háð ströngum og miklum skilyrðum frá hinu opinbera og áfram þarftu að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Ég hef enga trú á því að allir verði hér pöddufullir þó að þetta skref verði samþykkt og stigið. Við sem erum stuðningsmenn þessa frum- varps erum líka talsmenn lýðheilsu. Við teljum einfaldlega að lýðheilsumarkmiðum sé vel hægt að ná í frjálsu samfélagi, þar sem frjálsa verslun og eðlilegt samkeppnisum- hverfi er að finna.“ Rafn Magnús Jónsson verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Ætti að selja áfengi í verslunum? Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Rafn Magnús Jónsson, verkefnisstjóri hjá embætti Land- læknis, eru ekki á einu máli um hvort eigi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Björt vill ekki að ríkið skipti sér af verslunarrekstri, en Rafn segir slík rök lítilvæg í saman- burði við lýðheilsusjónarmið. Auk- ið aðgengi þýði aukna neyslu. Björt Ólafs - dóttir þingmaður Bjartrar framtíðar Rafn Magnús Jónsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir aukið aðgengi, sem sé óhjákvæmilegt þegar sölustöðum fjölgi, leiða til aukinnar neyslu áfengis. „Aukin neysla leiðir til aukinna skað- legra áhrifa á einstaklinga sem þess neyta, á aðra í nánasta umhverfi og samfélagið í heild. Það fyrirkomulag sem fyrir hendi er í dag uppfyllir þær leiðbeiningar sem koma m.a. frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um að takmarka aðgengi að áfengi. Það gefur einnig þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara sem það er alls ekki,“ útskýrir hann. Hann segir aukna áfengisneyslu hafa áhrif á sjúkdómabyrði, sem eykst í hlutfalli við aukna neyslu. „Frum- varpið er í andstöðu við Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, gerir erfiðara að draga úr heildarneyslu áfengis um 10% eins og lagt er til í áætlunum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar.“ Engin venjuleg neysluvara Óhófleg og skaðleg áfengisneysla sé stór áhrifaþáttur á heilsu fólks og hafi mikinn kostnað í för með sér. „Kostnaðurinn vegna neyslu áfengis birtist víða, m.a. í heilbrigðis- kerfinu, tryggingakerfinu, samfélaginu og atvinnulífinu svo dæmi séu nefnd. Það má því ljóst vera að áfengi er engin venjuleg neysluvara og ætti því ekki að lúta sömu lög- málum og gilda um hefðbundnar neysluvörur. Breytingin mun hafa mest áhrif á viðkvæma hópa og unglinga. Má í því sambandi nefna áhrif tilslakana sem gerðar voru í Póllandi við inngöngu í ESB. Þá voru gerðar breytingar til aukins aðgengis með þeim afleiðingum að áfengisneysla ungmenna jókst. Það er mikil- vægt að skoða reynslu annarra og meta hvort afleiðingarnar séu ásættanlegar. Þetta verður áhrifamikil breyting og það verður erfitt að snúa til baka.” Rafn segir klárt mál að heilbrigðissjónarmið vegi þyngra en sjónarmið verslunar. „Sam- kvæmt könnunum er meirihluti landsmanna á móti sölu áfengis í verslunum. Þá eru við- skiptavinir ÁTVR ánægðir með þjónustuna. Þessi sjónarmið neytenda eru skýr. Sjónarmið verslunar byggja á öðrum sjónarmiðum.“ Hert á löggjöf í Evrópu Hvað segirðu við þá sem líkja rökum gegn frumvarpinu við þau sem notuð voru gegn því að afnema bjórbannið? „Að koma með nýja tegund af áfengi eða bjór sem er með minna áfengismagni en það sem fyrir er er svo langt frá því að vera það sama og að gera áfengi aðgengilegt í smávöru- verslunum.“ Hann segir að frá 1950 hafi frekar verið hert á áfengislöggjöf innan Evrópu en slakað. „Til dæmis í Skotlandi settu stjórnvöld fram aðgerðaáætlun til að sporna við þróuninni, meðal annars með því að setja lágmarksverð á áfengi, takmarka magnkaup áfengis, hækka áfengiskaupaaldur o.fl. Þá hefur verið bannað að selja áfengi á bensínstöðvum í Litháen og unnið er að lagasetningu um takmarkanir á áfengissölu í öðrum verslunum en matvöru- verslunum. Í Eistlandi er unnið að því að takmarka markaðssetningu og sölu áfengis á bensínstöðvum. Hér er um stjórnvaldsað- gerðir að ræða og er vitnað í rannsóknir og bestu þekkingu málinu til stuðnings.“ 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.