Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 34

Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 34
26. janúar Ríkisstjórnarslit Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 1. febrúar Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra. Framsókn ver ríkisstjórnina vantrausti. Hinsvegar sér maður ekki endilega að samfylkingin sé að klofna núna þrátt fyrir alla erfiðleikana. það er frekar að Hún sé bara að Hverfa. Sumarliði Ísleifsson Samfylkingin er ekki endi-lega að klofna en henni vegnar ekki vel,“ segir Sumarliði Ísleifsson sagn-fræðingur um stöðuna innan Samfylkingarinnar nú. Sumarliði skrifaði meðal annars sögu ASÍ og er fróður um sögu jafn- aðarmanna í Evrópu. „Það er ekki einsdæmi að jafn- aðarmenn eigi erfitt hér heldur ríkir vandi um alla álfuna. Jafnaðar- menn urðu aldrei eins öflugir hér og á hinum Norðurlöndunum en þar eiga jafnaðarmenn líka í erfið- leikum nú. Þeir eru að missa fylgi til popúlista, hvort sem er í Noregi, Sví- þjóð eða Danmörku.“ Alþýðuflokkurinn var stofnaður fyrir hundrað árum. „Flokkurinn varð aldrei það forystuafl sem hann varð annars staðar. Svo klofnar flokkurinn trekk í trekk til dæmis árið 1930, 1938, 1956 og upp úr 1980. Honum tókst á millistríðsár- unum að verða nokkuð öflugur en þegar honum er að vegna best er hann kannski með fjórðung atkvæða. Á hinum Norðurlönd- unum höfðu kratarnir þessa stöðu sem Sjálfstæðisflokkur hafði hér.“ Sumarliði segir að samanlagt hafi jafnaðarmenn og sá flokkur hverju sinni sem er til vinstri við jafnaðarmenn haft nokkuð sterka stöðu. „En þeir gátu bara ekki unnið saman nema sjaldan. Þegar kom að kalda stríðinu voru þeir sitthvoru Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is ✿ Fylgi Samfylkingarinnar í samhengi við viðburði stjórnmálanna 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2007-2009 Samfylking er í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. September/október Glitnir fellur 29. september. Neyðarlögin eru sett 6. október og degi síðar fellur Landsbankinn. Tveimur dögum síðar féll Kaupþing. 16. júlí Alþingi samþykkir að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 33 þingmenn sögðu já en 28 sögðu nei. Mikil óánægja ríkti með að málið skyldi ekki lagt fyrir þjóðina. 19. október Ríkisstjórn Íslands skrifar undir samning um greiðslur vegna Icesave. Þann 30. desember er málið samþykkt á Alþingi. 5. janúar Ólafur Ragnar Grímsson neitar að skrifa undir Icesave-lögin. 6. mars Þjóðin fellir Icesave samninginn í þjóðar- atkvæðagreiðslu. 93,2 prósent sögðu nei og 1,8 prósent sögðu já. 27. nóvember Kosning til stjórnlagaþings. 25. janúar Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlaga- þings. 9. apríl Seinni þjóðaratkvæða- greiðsla um Icesave. Lögunum var hafnað af 60% kjósenda. 27. september Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnir að hún hyggist hætta afskiptum af stjórnmálum. 2. febrúar Árni Páll Árnason verður formaður Sam- fylkingarinnar. 2. mars Árni Páll Árnason segir útilokað að stjórnar- skrármálið klárist fyrir kosningar. 27. apríl Alþingiskosningar. Ríkisstjórnarflokk- arnir fá samtals 23,8 prósent. Þingflokkur Samfylkingar minnkar um ellefu þingmenn. 31. maí Sveitarstjórnar­ kosningar. Samfylkingin vinnur stórsigur í borginni með 31,9% AtKvæðA og 3.200 fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkur. Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri í annað sinn. ÁR „Ég hef nú ekkert verið að hugsa þetta mikið og ætla bara að velta því áfram fyrir mér,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, um hvort hann bjóði sig fram að nýju í embættið. „Það er gaman að sjá að það koma margir fram á sjón- arsviðið og eru tilbúnir að gefa kost á sér. Það er sjálfsagt að gefa öðrum pláss líka,“ segir Árni. Þrír frambjóðendur eru komnir fram í embætti formanns Sam- fylkingarinnar. Fyrstur reið á vaðið Helgi Hjörvar, þingmaður til þrett- án ára. Því næst steig Magnús Orri Schram fram en hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna á síðasta kjör- tímabili en starfar nú sem ráðgjafi hjá Capacent. Á fimmtudag til- kynnti Oddný Harðardóttir, þing- maður og fyrrum fjármálaráðherra, um framboð sitt. Oddný sagði við það tilefni að hún gæti ekki beðið eftir því að Árni Páll ákvæði sig. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins styðja margir ungliðar í flokknum dyggilega við bakið á Magnúsi Orra Schram á meðan Oddný nýtur sterks kvennafylgis. Þeir kunnugir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að formannskosningin snúist um fram- Samfylkingin velur sér framtíðarsýn Árni Páll Árnason er fimmti formaður Samfylkingarinnar og sá yngsti til að ná kjöri, 46 ára gamall. Hann tók við af Jóhönnu Sigurðardóttur sem naut trausts og ákveðinna vinsælda innan flokksins á meðan hún gegndi embættinu á árunum 2009 til 2013. FréttAblAðið/vAlli Saga jafnaðarmanna lituð klofningi Samfylkingin stendur á tímamótum með sögulega lágt fylgi. Hverju mun formannskosning breyta? Átök loða við sögu flokksins. Vand- inn er ekki séríslenskur því jafnaðarflokkar eiga erfitt í allri álfunni. megin hvað varðar þær línur. Þá unnu þessir flokkar ekki saman og börðust um yfirráðin í verkalýðs- hreyfingunni.“ Hann segir að róttækari öfl eigi jafnvel betur upp á pallborðið hjá Íslendingum en jafnaðarmenn. „Það eru kannski margar skýringar á því af hverju hinir róttæku verða hlutfallslega sterkir hér. Ísland var miklu fátækara samfélag en á honum Norðurlöndunum langt fram eftir tuttugustu öld. En svo verða róttækir vinstrimenn líka róttækir þjóðernissinnar og það tengist kalda stríðinu. Það veldur því að róttækir vinstrimenn fá meiri stuðning.“ Aðspurður hvort tilvist Fram- sóknarflokksins, sem flokks sem kallar sig miðjuflokk með áherslu á félagshyggju, geti saxað á fylgi Samfylkingar segir Sumarliði: „Framsóknarflokkurinn er bænda- flokkur sem svipar til þess sem er til á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því að hann fær hlutfallslega miklu fleiri þingmenn en hann ætti að fá er í raun hvernig kjördæmaskip- anin er. Af því það er ekki jafnt vægi atkvæða. Bændaflokkar eru félags- hyggjuflokkar sem styðja samvinnu bænda og líta oft á að þeir eigi að vera í bandalagi við alþýðuna í bæj- unum. En það hefur dregið mjög í sundur hvað þetta varðar.“ „Ég held að kreppan sem er núna hjá vinstriflokkunum stafi af því að þó margt hafi tekist vel í þess- ari einu hreinu vinstristjórn sem verið hefur á Íslandi, þá voru líka gerð mörg mistök. Einhvern veginn lukkast mönnum ekki að gera þau almennilega upp. Svo er þetta líka forystuvandi. Ef Framsóknarflokk- urinn er borinn saman við þessa tvo vinstri flokka þá sést að honum tekst að endurnýja sig en það gera vinstriflokkarnir ekki nema að litlu leyti. Það er enn sama fólk í brúnni og var fyrir hrun sem er ekkert sér- staklega trúverðugt.“ Hann bendir á að fleiri flokkar hafi klofnað. „En ekki í sama mæli. Hins vegar sér maður ekki endilega að Samfylkingin sé að klofna núna þrátt fyrir alla erfiðleikana. Það er frekar að hún sé bara að hverfa.“ ég er ekki viss um að þeir sem eru hér í salnum séu endilega þess umkomnir að tala fyrir þjóðina. ingibjörg Sólrún Gísladóttir á borgarafundi í Háskólabíó Ummælin vöktu mikla reiði 24. nóvember 2008 1 9 . m a r S 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SAmtAlS 29,8% GreiddrA AtKvæðA 25. apríl 2009 Alþingiskosningar. Samfylkingin stærstur flokka hlaut ellefu þúsund fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkur, tuttugu þingmenn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.