Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 36
• að 10 milljónir íbúa Eþíópíu eru á barmi hungursneyðar? • að þar af eru 6 milljónir börn? • að 80% Eþíópa lifa á landbúnaði og treysta á úrkomu tvisvar á ári, minni regntíminn (belg) er í mars til apríl og stærri (kerimt) í ágúst til október? • að í fyrra (2015) brást fyrri úrkoma ársins nánast alls staðar og sú seinni kom fyrr en vanalega og varði mjög stutt og mjög víða rigndi ekkert? • að úrkomuleysið er talið afleiðing af hlýnun jarðar og eru svokölluð El Nino áhrif? • að stjórnvöld í Eþíópíu hafa notað meira en tvö hundruð miljónir Bandaríkjadala til að reyna að tryggja fæðuöryggi og eru betur undirbúin en oft áður, en ráða ekki lengur við vandann ein? • að þrátt fyrir erfitt ástand í Eþíópíu hafa Eþíópar tekið á móti um 700.000 flóttamönnum frá nágrannaríkjum, flestum frá Suður-Súdan? Ef þú vissir þetta ekki fyrir, þá veistu það núna! Og þá kemur næsta spurning: Viltu vera með í að gera eitt- hvað til að bregðast við þessu ástandi? Hjálparstarf kirkjunnar er með verkefni í Jijiga í Aust- ur-Eþíópíu sem nær til meira en 34.700 manns þar sem fæðuöryggi er eitt af meginmarkmiðunum. Hjálpar- starfið er aðili að Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance sem þegar hefur hafið neyðaraðstoð á verst settu þurrkasvæðunum. Markmiðið er að bjarga mannslífum, tryggja lágmarksheilsugæslu og nær- ingu fyrir börn sem eru vannærð, tryggja aðgang að hreinu drykkjarvatni, bjarga búfé og auka framleiðni í búfjárrækt og landbúnaði. Nauðsynlegt er að bregðast við núna. Getur þú verið með? Þú getur greitt valgreiðslu í heimabanka (2.400 krónur), hringt í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 krón- ur) eða lagt inn á reikning: 0334-26- 886, kt. 450670- 0499. Starfið er hafið en nær lengra ef þú ert með. Eþíópískt spakmæli segir eitthvað á þessa leið: „Þegar kóngulóarvefir sameinast geta þeir haldið aftur af ljóni.“ Láttu ekki þinn þráð vanta í björgunarnetið, það veikir netið. Takk fyrir þitt framlag! Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason Margt smátt, 1. tbl. 28. árgangur 2016 Ábyrgðarmaður: Kristín Ólafsdóttir Prentvinnsla: Umbrot: PIPAR\TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Vissir þú? GRAFÍA Stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum HAPPDRÆTTI – búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld sjúkraþjálfun fagmennska árangur vellíðan • Langstærsta verkefni Hjálparstarfsins í þró- unarsamvinnu erlendis er á þurrkasvæðum í Eþíópíu en þar eru vatnsþrær grafnar, brunnar byggðir og fræðsla veitt um nýtingu vatns, bættar ræktunaraðferðir, hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma. Stuðlað er að bættum hag kvenna með því að veita þeim fræðslu og þjálfun í atvinnurekstri og örlán til að hrinda viðskipta- hugmyndum í framkvæmd. • Alls nutu 1.453 fjölskyldur (um 3.900 manns) um land allt aðstoðar fyrir síðustu jól eða tveim fjölskyldum færri en fyrir jól 2014. Af umsækj- endum voru 81% konur, 55% einstæðir foreldrar, 44% á örorkubótum, 16% voru á framfærslu sveitarfélaga og 15% voru í vinnu. Í desember og janúar síðastliðnum fengu 584 einstaklingar til viðbótar notaðan fatnað hjá Hjálparstarfinu og stuðning vegna lyfjakaupa. • Á Íslandi aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitla með inneignarkortum í matvöruverslan- ir samfara félags- og fjármálaráðgjöf. Stuðning- ur er veittur vegna óvænts lyfjakostnaðar og þá njóta börn og unglingar stuðnings í upphafi skólaárs og til að stunda tónlistarnám, íþróttir og tómstundastarf. Sjálfstyrkingar- og færni- námskeið eru einnig í boði ásamt skipulagðri samveru sem vinnur gegn félagslegri einangrun sökum fátæktar. • Neyðaraðstoð vegna stríðsátaka og núttúruham- fara er veitt í samvinnu við systursamtök í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance, Lútherska heimssambandið og heimafólk á vettvangi. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar ÞÖKKUM STUÐNINGINN 2 – Margt smátt ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.