Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 40

Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 40
Konur eru konum bestar er sjálfstyrkingarnámskeið sem prestar og djáknar Þjóðkirkj- unnar hafa haldið víðsvegar um landið mörg undanfarin ár. Markmið námskeiðsins er að skapa konum vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðum félagsskap þar sem þær fá tækifæri til að deila reynslu sinni og benda hver annarri á leiðir til að styrkja sjálfs- myndina en rík áhersla er lögð á virka þátttöku í hópaverk- efnum og umræðum. Hjálparstarfið hefur fengið sr. Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur til að vera með nokkur nám- skeið fyrir hópa og gjarnan er námskeiðið notað sem hluti af stærra og víðameira verkefni. Í nóvember 2015 fór Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu, á leiðbein- endanámskeið hjá Petrínu Mjöll og í febrúar fór hún af stað með sitt fyrsta námskeið fyrir 11 konur. Námskeiðið er enn í gangi og hafa þátttak- endur lýst yfir mikilli ánægju með sjálfsvinnu sem þar fer fram. Í október 2015 fór Hjálpar- starfið og Hjálpræðisherinn af stað með námskeiðið Heilsuefl- andi samvera. Námskeiðið sem stendur fram í apríl er ætlað konum utan vinnumarkaðar en markmiðið með því er að efla andlega, líkamlega og félags- lega heilsu þátttakendanna. Einn hluti af námskeiðinu var matreiðsla í matreiðslustof- unni í Réttarholtsskóla en Gunnþórunn Jónsdóttir mat- reiðslukennari tók hópinn að sér í fjögur skipti. Undir hennar leiðsögn voru galdraðir fram hinir ýmsu réttir og má þar nefna japanskt kjúklingasalat, Chili con carne, kanelsnúða og pönnukökur. Í hverjum tíma voru matreiddir 2–3 aðalréttir auk eftirréttar og endaði tím- inn á sameiginlegu borðhaldi þar sem konurnar gæddu sér á veislumatnum saman. Í vetrarfríi grunnskóla í Reykjavík, helgina 26.–28. febrúar, fóru fimmtán ungmenni á aldrinum 11–15 ára á Úlfljótsvatn á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins í Reykjavík. Mark- mið ferðarinnar var að eiga skemmtilegt og viðburðarríkt vetrar- frí í fallegu umhverfi. Skátarnir héldu uppi frábærri dagskrá eins og þeim einum er lagið. Krakkarnir fengu að spreyta sig á klifur- turninum og að skjóta úr boga. Þau lærðu að búa til bálköst og grilluðu sér sykurpúða, poppuðu og bökuðu brauð yfir eldinum. Á dagskrá var líka sleðafjör, íþróttaleikar og kvöldvökur. Veðrið lék við okkur sem var eins gott þar sem við vorum að mestu leyti ut- anhúss. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel en í ferðinni þurftu allir að stíga aðeins út fyrir þægindahringinn sem okkur er svo hollt. Sumir voru að fara einir að heiman í fyrsta sinn og aðrir fóru í ferðina án þess að þekkja nokkurn. Hópurinn var fljótur að kynn- ast innbyrðis og voru það glöð og sátt börn sem snéru heim til foreldra sinna eftir helgina. Konur eru konum bestar Matreitt í heilsueflandi samveru Unglingafjör á Úlfljótsvatni „Það er okkur alltaf hollt að staldra við og líta inn á við og það er sérstaklega gott að gera það í góðra kvenna hópi,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Í bakgrunni má sjá verkefni sem unnið var á sjálfstyrkingarnámskeiðinu. Það er alltaf jafn gaman að elda og borða í góðum félagsskap enda voru þátttakendur jafnt sem leiðbeinendur virkilega ánægðir með matreiðslunámskeiðið. Hjálparstarfið kann Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu, bestu þakkir fyrir stuðninginn við verkefnið! Eftir helgina höfðu foreldrar unglinganna samband við félagsráðgjafa Hjálparstarfsins og lýstu ánægju þeirra með fríið. „Hún talar endalaust um hvað það var gaman. Takk innilega fyrir stelpuna mína!“„Takk kærlega fyrir drenginn. Hann er súper ánægður og langar aftur!“ voru meðal skilaboða. Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn: PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 69 1 6 – Margt smátt ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.