Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 46

Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 46
Þrátt fyrir mikið úrval má þó segja að bygg- ingavörudeild okkar sé stærsti hlutinn af versl- un okkar enda erum við leiðandi á því sviði hér á þessu landsvæði. Haukur Már Hergeirsson Verslun BYKO hefur starfað á Akur eyri síðan 1997 og þjónustað bæjarbúa og nærsveitir með fjöl- breyttu vöruúrvali og vandaðri þjónustu. Árið 2000 opnaði BYKO 2.000 fermetra smásöluverslun á Glerártorgi en sex árum síðar var opnuð 5.500 m2 smávöruverslun og timbursala á Óðinsnesi 2 og jókst vöruúrvalið enn frekar að sögn Hauks Más Hergeirssonar versl- unarstjóra. Fjölmargar deildir eru innan verslunarinnar með ólík- ar áherslur auk þess sem BYKO rekur líka íþróttavöruverslunina Intersport undir sama þaki. „Þrátt fyrir mikið úrval má þó segja að byggingavörudeild okkar sé stærsti hlutinn af verslun okkar enda erum við leiðandi á því sviði hér á þessu landssvæði. Þar þjón- ustum við verktaka hér í bænum og raunar á miklu stærra svæði, frá Hólmavík til Egilsstaða með ýmsar vörur á borð við timbur, járn, verk- færi og fleira. Við erum líka með sérstaka sölumenn sem keyra út frá Akureyri til að þjónusta þessa viðskiptavini okkar á þessu stóra landsvæði.“ Utan byggingavörudeildarinnar er gríðarlega margt í boði að sögn Hauks. „Í sýningarsal hreinlætis- og gólfefnadeildar okkar má m.a. finna mjög gott úrval af parketi og flísum auk alls þess sem viðkem- ur þessum vöruflokkum. Helsta vörumerki okkar í parketi er Krono Original en í flísum eru það helst E-Stone. Í sömu deild má finna úrval hreinlætistækja með vörur frá Grohe og Gustavsberg í farar- broddi. „Auk þess bjóðum við upp á fjölda annarra merkja á borð við Damixa, Duravit og Armatura.“ Ljósadeild BYKO er geysilega öflug að sögn Hauks og sú stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. „Við bjóðum upp á mjög gott úrval ljósa og lampa af öllum stærðum og gerðum. Viðskiptavinir okkar geta skoðað úrvalið í björtum og falleg- um sýningarsal okkar og fengið ráðleggingar frá starfsfólki okkar.“ Ekki er síðra úrvalið í bús- áhaldadeild BYKO að sögn Hauks. „Við erum með stærstu deildina í bænum og þótt víðar væri leitað og erum alltaf að styrkja okkur á þessu sviði. Vöruúrvalið er mjög mikið og fjöldi vörumerkja mik- ill. Að sama skapi má segja að raf- tækjadeildin bjóði upp á mikið úrval, allt frá handþeyturum upp í níðþunga ísskápa. Þar skiptir líka máli að við bjóðum upp á sam- keppnishæft verð.“ Í málningardeild BYKO er lögð áhersla á málningu frá norska framleiðandanum Gjöco og Máln- ingu. „Þar leiðbeinir fagmaður við- skiptavinum um litaval og hvaða tæki og tól þurfi að kaupa þegar málað er.“ Íþróttaverslunin Intersport er rekin undir sama þaki en hún er vel þekkt um land allt fyrir frá- bært vöruúrval og gott verð að sögn Hauks. „Þar bjóðum við upp á mikið úrval af íþróttafatnaði og útivistarvörum frá heimsþekkt- um íþróttamerkjum á sanngjörnu verði.“ Starfsmenn BYKO á Akureyri eru flestir reynslumiklir sem skipt- ir miklu máli þegar þjónusta þarf jafn fjölbreyttan viðskiptamanna- hóp og þann sem heimsækir versl- unina. „Vöruúrvalið er mikið, þjón- ustan góð og hingað eru allir vel- komnir,“ segir Haukur að lokum.  Traustur bakhjarl í heimabyggð BYKO hefur þjónað Norðurlandi um nær tveggja áratuga skeið með vönduðum vörum og góðri þjónustu sem byggir á reyndu starfsfólki. Verslunin hefur stækkað jafnt og þétt á þessum árum og í dag er vöruúrvalið mjög fjölbreytt í mörgum ólíkum verðflokkum. Verslun BYKO á Akureyri býður mikið úrval af fjölbreyttum vörur í nokkrum deildum í afar stóru og björtu húsnæði. MYNDIR/AUÐUNN NÍELSSON Haukur Már Hergeirsson er verslunarstjóri BYKO á Akureyri. KOMDU NORÐUR Kynningarblað 19. mars 20166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.