Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 52
Biophilia-menntaverkefnið er sam- starfsverkefni mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis, norrænu ráðherranefndarinnar, Reykja- víkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur. Í tengslum við verkefnið fer fram Bio philia Solstice vinnusmiðja fyrir fjölskyldur í Listasafni Reykjavíkur klukkan hálf tvö í dag. Þar fjallar jarðfræðingurinn og stjörnuáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason um þyngdar kraft og feril jarðar um sólkerfið, mönd- ulhalla jarðar og áhrif hans á árs- tíðirnar. „Bio philia er plata sem Björk gaf út fyrir nokkrum árum. Við höfum undanfarin ár verið með Bio philia-menntaverkefnið í gangi þar sem við blöndum saman vísindum og listum,“ útskýrir Sævar Helgi sem sér um vísinda- hliðina á vinnusmiðjunni í dag en tónlistarkonan og -kennarinn Ásta Björg Björgvinsdóttir sér um tón- listarhliðina. „Þar tökum við fyrir lag af plötunni sem heitir Sol- stice sem þýðir sólstöður og ég kenni krökkunum og öðrum sem taka þátt í smiðjunni um árstíðir og hvers vegna sólstöður og jafn- dægur eru, sem er viðeigandi núna þar sem vorjafndægur eru einmitt á morgun.“ flétta tónlist og vísindi Ásta Björg tekur svo við og skoð- ar hvernig tvær eða fleiri sjálf- stæðar laglínur eru fléttað- ar saman í lag og mynda heild. Þau Ásta Björg og Sævar Helgi tengja þannig vísindin og tón- listina saman, vinna tilraunir og skoða þessi fyrirbæri með aðstoð spjaldtölvuappa Biophilia-verk- efnis Bjarkar Guðmundsdóttur. „Það eru auðvitað nokkur lög á plötunni og því mismunandi þemu eftir því hvaða lag við erum að fjalla um. Til dæmis heitir eitt lagið Moon og þá töluðum við um kvartilaskipti og annað sem heit- ir Mutual Core og þá fjöllum við um jarðfræði og svo hitt og þetta,“ segir Sævar Helgi. Hann segir þessa samfléttun tónlistar og vísinda hafa geng- ið ágætlega þó lög Bjarkar teng- ist ekki alltaf vísindunum. „Þá er hægt að nota titlana og hugmynd- irnar sem Björk hafði til að kenna og miðla vísindum. Tónlistin er svo aftur auðvitað öllu auðveldari og að finna snertiflöt þar og gerir Ásta það alveg listilega vel enda reyndur tón listar kennari. Þetta er í þriðja sinn sem við Ásta vinnum vísindi og tónlist í eina sæng Þau Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur og Ásta Björg Björgvinsdóttir tónlistarkona fjalla um og tengja saman vísindi og tónlist í Biophilia Solstice vinnusmiðju í Listasafni Reykjavíkur í dag. Smiðjan er ætluð börnum frá tíu til tólf ára. Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, og Ásta Björg Björgvinsdóttir tónlistarkona sjá um Biophilia Solstice vinnusmiðju í Listasafni Reykjavíkur í dag. MYND/ANTON BRINK Vísindi og tónlist eru nefnilega lík að mörgu leyti því í báðum tilfellum er verið að reyna að finna eitthvað nýtt. Sævar Helgi Bragasona Í smiðjunni læra krakkar um vísindi og tónlist með aðstoð spjaldtölvuappa. saman að svona smiðju, annars höfum við gert þetta hvort í sínu lagi undanfarin ár.“ Það er taktur í öllu Biophilia-menntaverkefnið bygg- ir á því að hvetja börn og kenn- ara til að nýta sköpunargáfuna með því að tengja saman tónlist, tækni og náttúruvísindi á nýstár- legan hátt. Sævar Helgi segir við- tökurnar við þeim hluta sem hann hefur komið að hafa verið góðar. „Þetta er óskaplega skemmtilegt verkefni og mjög skapandi. Til- gangurinn er að efla sköpunargáfu krakkanna og fá þau til að opna sig sem er svo skemmtilegt því yfir- leitt er fólk frekar lokað inni í skel og sérstaklega þegar kemur að sköpun. Verkefnið snertir líka hluti sem við þekkjum í daglegu lífi, við upplifum öll árstíðir, jafn- dægur og sólstöður en fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir því að það sé einhver endurtekning og taktur í því eins og er í tónlist. Vís- indi og tónlist eru nefnilega lík að mörgu leyti því í báðum tilfellum er verið að reyna að finna eitthvað nýtt. Við notum sköpunargáfuna í bæði vísindum og listum,“ segir Sævar Helgi brosandi. Hann bætir því við að það hafi verið gaman að sjá hve margir séu hæfileikarík- ir án þess að gera sér grein fyrir því. „Það er gaman að verða vitni að því að það blundi í fólki, sem kannski gerði sér ekki grein fyrir því að það hefði tónlist í sér, hæfi- leiki til að skapa eitthvað nýtt. Og það er frábært að fólk sjái og finni að það geti gert ýmislegt sem það kannski vissi ekki að það gæti.“ Vinnustofan er ókeypis og ætluð börnum á aldrinum tíu til tólf ára. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á Facebook. Góður lífsstíll Fyrirlesarar og kennarar HEILSUNÁMSKEIÐ heilsa, hvíld og gleði Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | heilsa@heilsuhotel.is Heilsuhótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykjanesbær Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Chad Keilen BSc Heilsuvísindi Sólveig Klara Káradóttir hjúkrunarfræðingur Steinunn Aðalsteinsdóttir heilsumarkþjálfi VETUR* 8. - 22. janúar 2016 Heilsunámskeið 2 vikur nokkur herbergi laus VOR / SUMAR* 1.-15. apríl Heilsunámskeið 2 vikur Pantið tímanlega, vinsæll tími Góður lífsstíll Fyrirlesarar og kennarar HEILSUNÁMSKEIÐ heilsa, hvíld og gleði Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | heilsa@heilsuhotel.is Heilsuhótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykj nesbær Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Chad Keilen BSc Heilsuvísindi Ásta Mjöll Óskarsdóttir ÍAK einkaþjálfari Vi dís Steinþórsdóttir j f i HAUST 12.-26. september Heilsunámskeið, 2 vikur Frábært tækifæri, enn laust. VETUR 2. -16. janúar Panti tímanlega vinsæll tími. * aðeins þessi 2 námskeið 2016 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.