Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 54

Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 54
Birna Jónasdóttir rokkstýra á Ísafirði. MYND/GUSTI.IS Birna segir að mörg stór nöfn komi fram á hátíðinni sem ekki hafa troðið þar upp áður. „Skemman þar sem tónleikarnir verða er notuð sem geymsla fyrir rækjuvinnsluna og við fáum hana ekki fyrr en rétt fyrir páska. Þá eigum við eftir að þrífa og gera fínt. Undirbúningurinn verð- ur því fram á síðasta dag. Við segjum bara eins og aðrir Ís- lendingar, þetta reddast,“ segir Birna. „Hjá okkur verða tólf at- riði en síðan eru tónleikar og við- burðir um allan bæ. Þetta hefur verið sérlega góður vetur á Ísa- firði og rennifæri hingað vestur. Það er því mjög auðvelt fyrir fólk að koma á hátíðina. Við vonumst til að sjá 2.500-3.000 manns um páskahelgina. Skíðafæri hefur sömuleiðis verið einstaklega gott og svo er að hefjast skíðavika hér á Ísafirði, þannig að margt skemmtilegt er í boði. Skíðavikan á Ísafirði á sér langa sögu eða frá árinu 1935. Á skíðasvæðinu verða líka alls kyns viðburðir í boði.“ Laddi verður Laddi Aldrei fór ég suður hefur verið um hverja páska frá árinu 2004 og hefur ávallt verið einstak- lega vel heppnuð hátíð. „Það má segja að hér sé boðið upp á tón- listarskíðaveislu um páskana,“ segir Birna. „Hingað koma mikl- ar kanónur í poppinu. Stór nöfn fyrir allan aldur. Margir af eldri kynslóðinni bíða mjög spennt- ir eftir endurkomu Risaeðlunn- ar. Hljómsveitin var vinsæl á níunda áratugnum. Yngra fólk- ið bíður spennt eftir Úlfi Úlfi og Glowie. Ég er sjálf mjög spennt fyrir Ladda sem kemur hingað í fyrsta sinn á Aldrei fór ég suður. Hann ætlar að vera hann sjálfur að þessu sinni og flytja lögin sín. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mörg flott lög Laddi hefur samið í gegnum tíðina. Emiliana Torrini er enn eitt stórt nafn sem kemur fram en hún hefur ekki heldur verið áður,“ segir Birna. „Svo eru margir spenntir fyrir hljómsveitinni Sykri.“ Birna segir að hátíðin í ár verði með svipuðu sniði og áður en þó sé alltaf eitthvað nýtt. „Við reyn- um alltaf að bæta, prófa nýja hluti og brjóta aðeins upp. Við erum með nýja skemmu í notk- un núna sem hentar vel fyrir tón- leika. Gestir eru farnir að mæta fyrr á hátíðina og á fimmtudegin- um er fullt af frábærum tónlist- aratriðum í bænum.“ Á fLakki um heiminn Þetta er þriðja hátíðin sem Birna stýrir en áður vann hún sem að- stoðarmaður. Hún er því öllum hnútum kunnug. Mugison er þó aldrei langt undan. Fyrir utan að vera rokkstýra er Birna skíðaþjálfari og vinn- ur ýmis verkefni fyrir Markaðs- stofu Vestfjarða. Á sumrin tekur hún að sér leiðsögn með ferða- mönnum þannig að hún starfar á fjölbreyttum sviðum. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði en tók tíu ár af ævi sinni til að flakka um heiminn. Birna sem verður 35 ára í maí hefur búið í öllum heimsálfum nema í Afríku og á Suðurskautslandinu. „Ég stundaði nám í Ástralíu og einnig í Kan- ada. Ég fór til Japans og kenndi ensku en síðan var ég töluvert í frönsku og austurrísku Ölpun- um. Einnig vann ég á skíðahóteli í Noregi og dvaldi um tíma á Ind- landi til að leika mér. Þá fór ég um S-Ameríku og dvaldi með vin- konu minni í Brasilíu um tíma,“ segir ferðalangurinn Birna. „Jú, það má segja að ég sé ævintýra- kona og ég vona að enn eitt æv- intýrið taki við hér heima núna,“ segir hún. „Það er reyndar ákveð- ið ævintýri að stjórna svona hátíð þar sem allt gerist korter í hátíð. Þótt ég hafi ferðast víða finnst mér alltaf voðalega gott að koma í rólegheitin á Ísafirði, sérstak- lega á sumrin þegar dagarnir eru langir og bjartir. Ég finn mikinn mun á stressi í Reykjavík og hér fyrir vestan,“ segir hún. „Á Ísa- firði er allt í göngufæri og að- gengi að öllum hlutum einfalt og þægilegt.“ Birna segir að hátíðin Aldrei fór ég suður sé mjög jákvæð fyrir bæjarlífið á Ísafirði. „Marg- ir gamlir Ísfirðingar nota tæki- færið og koma í heimsókn. Svo eru margir sem eru að koma vest- ur í fyrsta skipti. Það er vor í lofti og margt að gerast.“ elin@365.is heimshornafLakkari stýrir rokkhÁtíð Birna Jónasdóttir er rokkstýra hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana. Undirbúningur stendur nú sem hæst en búist er við fyrstu gestum á miðvikudag. Stanslaust fjör alla páskana. BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 RECAST - SVEFNFLÖTUR 140X200 CM kr. 129.900 WILD FLOWER - SVEFNFLÖTUR 120X200 cm kr. 109.900 SLY - SVEFNFLÖTUR 140X200 cm kr. 139.900 Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.