Fréttablaðið - 19.03.2016, Page 59
Verkefnastjóri - upplýsingatækni
Landskerfi bókasafna hf. er hlutafélag í eigu
ríkis og sveitarfélaga.
Tilgangur félagsins er að reka upplýsinga- og
skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum
önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda
sérfræðiþjónustu.
Félagið rekur bókasafnakerfið Gegni,
safnagáttina Leitir og menningarsögulega
gagnasafnið Sarpur.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á
www.landskerfi.is
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is), í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 4. april 2016. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og
kynningarbréf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Góð þekking á upplýsingatæknimálum • Þekking á vefjum og forritaskilum (API)
• Þekking á gögnum og úrvinnslu þeirra
• Reynsla af notendaþjónustu
• Þjónustulund og samskiptahæfni
• Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
• Góð kunnátta í íslensku og ensku
• Geta til að vinna sjálfstætt en einnig í þverfaglegu teymi
• Þekking og reynsla í forritun (Html, CSS, Javascript, .NET,
Oracle) er mikill kostur
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur og umsjón með áframhaldandi
þróun safnagáttarinnar leitir.is
• Samþætting kerfa og innleiðing nýrrar kerfisvirkni
• Stilling leitarvélar og meðferð lýsigagna
• Aðkoma að vali á nýjum kerfum
• Úrvinnsla hjálparbeiðna
• Gagnavinnsla
• Kynningarmál og gerð kennslu- og kynningarefnis
um leitir.is
Landskerfi bókasafna óskar eftir að ráða öflugan og jákvæðan einstakling til að sinna þróun og endurbótum á
upplýsingakerfum og innleiðingu nýrra kerfa. Starfið krefst góðrar þekkingar á hugbúnaðarþróun, getu til að
setja sig inn í ný viðfangsefni og reynslu af þátttöku í verkefnum sem snúa að rekstri tæknilausna. Það felur í sér
samskipti við bókasöfn, birgja og fleiri aðila. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Um er að ræða 100% starf en möguleiki er á að
starfshlutfall sé minna.