Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 101

Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 101
Undirbúningur fyrir stærstu vetrar- og útivistarhátíð landsins stendur sem hæst þessa stundina að sögn Eriks Newman, viðburða- stjóra hjá Viðburðastofu Norður- lands og eins skipuleggjenda Ice- land Winter Games (IWG), sem verður haldin dagana 24. mars til 3. apríl næstkomandi. „Hátíð- in verður nú haldin í þriðja sinn og er hún svo sannarlega búin að festa sig í sessi, jafnt hjá bæjarbú- um sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land,“ segir Erik. Aðalviðburðir hátíðarinnar eru IWG „Volcanic Big Air“, opna Slopestyle-keppnin, Meistara- mót Íslands „Big Air“, IWG opna Free ride-mótið, snjósleðakeppni og -sýning og Mohawks Rail Jam. Þessir viðburðir verða haldnir meðal annars í Hlíðarfjalli dagana 31. mars til 2. apríl, en Hlíðar fjall er nú á lista yfir tólf mest fram- andi skíðasvæði heims. „Margir af sigursælustu at- vinnumönnum heims á snjóbrett- um hafa tekið þátt í mótinu síð- ustu ár og verður engin breyting á því þetta árið. Nú þegar hafa fleiri keppendur skráð sig til þátttöku á IWG 2016 en fyrri ár. Það er því ljóst að þátttökumet verður sett á IWG í ár og von á fjölda bæði inn- lendra og erlendra gesta.“ Heimsþekktir skíðamenn Meðal þeirra sem hafa skráð sig til þátttöku á IWG 2016 eru nokkr- ir af þekktustu og sigursælustu snjóbrettamönnum heims. Má þar nefna Ólympíufarana og banda- rísku landsliðsmennina Scotty Lago og Greg Bretz auk hins finnska Antti Autti sem hefur sigr- að á X Games og FIS-heimsmeist- aramótinu. Erik segir helstu nýjungar á IWG 2016 vera þær að í ár verði svokallað „Big Air“ en þá er glæsi- leg sýning á einum stórum palli. „Enn fremur verður pallurinn mótaður og skreyttur í líkingu við íslenska eldfjallið Heklu en sýningin hefur fengið heitið IWG „Volcanic Big Air Invitational“. Þetta fer fram að kvöldi til ólíkt fyrri árum og Hlíðarfjall verður upplýst í anda eldgosa og norður- ljósa í rökkrinu. Snjóbrettamenn- irnir þurfa því að sigra íslenskt eldfjall á IWG í ár.“ Af öðrum viðburðum IWG má nefna fyrsta „freeride“-mótið sem haldið hefur verið á Íslandi, rail- og jib-mót í miðbæ Akureyrar, vél- sleðastökksýningu og margt fleira. Þá verður einnig stóraukin nætur- og skemmtidagskrá í boði á IWG 2016, bæði sem hluti af dagskrá IWG og „off venue“ viðburðir. Líka sumarleikar Akureyringar láta sér ekki duga að halda vetrarleika heldur eru sumarleikar eða Iceland Summer Games áætlaðir um verslunar- mannahelgina. „Fjöldi íþróttavið- burða verður á dagskrá í Eyjafirð- inum fallega á Iceland Summer Games. Til að nefna eitthvað verð- ur þar heimsmeistaramótið í golfi 21 árs og yngri, Stóra hjólahelg- in flyst yfir á sömu helgi og þrí- þrautarkeppni verður haldin ásamt alls kyns hlaupakeppnum og jaðar- sporti,“ útskýrir Erik. Það verður skemmtileg og af- slöppuð stemning í Hlíðarfjalli um páskana þar sem fjölskyldan getur komið og notið þess að fara á skíði og verja tíma saman. „Til þess að gera dvölina enn ánægju- legri erum við með góðan skíða- skóla hér í fjallinu fyrir alla krakka frá fimm til tólf ára. Skól- inn er fyrri hluta dags, frá klukk- an tíu til tvö, og fá krakkarn- ir pitsu frá Greifanum í hádeg- inu. Þau þurfa ekki að eiga neinn búnað þar sem við erum með fína skíðaleigu. Þau geta bara fengið skíði á leigunni, komið í skólann og farið að renna sér,“ segir Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðu- maður í Hlíðarfjalli. Fullorðna fólkið getur að sjálf- sögðu líka fengið leigðan allan búnað og fengið kennslu á skíð- um. „Við erum með flottan búnað fyrir alla, byrjendur og vana. Svo bjóðum við upp á einka- tíma og kennslu fyrir alla, sama á hvaða getustigi þeir eru. Þeir sem eru góðir geta bætt „carv- ing“-tæknina, það er það nýjasta, og þá skíða þeir betur og beygj- urnar verða hreinni.“ Eins og áður segir verður skemmtileg stemning í fjallinu alla páskana og boðið upp á ýmis skemmtiatriði. „Sem dæmi má nefna að Jónsi í Svörtum fötum verður hér, líklega bæði á föstu- dag og laugardag. Svo verða N3- bræðurnir líka á svæðinu. Síðan er nóg að gera í bænum þegar skíðasvæðinu er lokað, fjöldi frá- bærra veitinga- og kaffihúsa og fullt af fjöri,“ nefnir Guðmundur. Opið verður í Hlíðarfjalli alla páskana, frá níu til fjögur frá fimmtudegi til sunnudags en tíu til fjögur á mánudag. Í dymbil- vikunni verður opið frá klukkan tíu til sjö. „Hér er nægur snjór, mikill og góður snjór þrátt fyrir þessi sögulegu hlýindi sem voru á landinu um síðustu helgi. Hér fór vindurinn upp í 45 metra og hita- stigið fór í ellefu, tólf stig þann- ig að þetta var alvöru hárblásari,“ segir Guðmundur og bætir því við að langtímaspáin fyrir páskana lofi verulega góðu. Margir af sigursæl- ustu atvinnumönnum heims á snjóbrettum hafa tekið þátt í mótinu síðustu ár. Erik Newman Stærsta vetrarhátíð landsins Stærsta vetrar- og útivistarhátíð landsins verður haldin á Akureyri dagana 24. mars til 3. apríl næstkomandi þegar Iceland Winter Games fer fram. Hlíðarfjall verður upplýst í anda eldgosa og norðurljósa í rökkrinu og er ljóst að sjónarspilið verður mikið á svæðinu. Svokölluð „Big Air“ sýning verður á IWG um páskana. Það hefur verið stuð og stemning á Iceland Winter Games á liðnum árum. Engin breyting verður þar á í ár. Tilþrifin á IWG hafa oft verið mikil. Notaleg stemning í Hlíðarfjalli um páskana Allir geta skellt sér á skíði um páskana á Akureyri. Í Hlíðarfjalli verður lengdur opnunartími og þar er bæði góð skíðaleiga og skíðaskóli fyrir börn og fullorðna sem mikil ásókn hefur verið í. Andrúmsloftið verður afslappað alla dagana og boðið verður upp á skemmtiatriði. Krakkar á aldrinum fimm til tólf ára geta lært að skíða í Skíða- og brettaskólanum. Kynningarblað KoMdu Norður 19. mars 2016 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.