Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 105

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 105
Konur eru konum bestar er sjálfstyrkingarnámskeið sem prestar og djáknar Þjóðkirkj- unnar hafa haldið víðsvegar um landið mörg undanfarin ár. Markmið námskeiðsins er að skapa konum vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðum félagsskap þar sem þær fá tækifæri til að deila reynslu sinni og benda hver annarri á leiðir til að styrkja sjálfs- myndina en rík áhersla er lögð á virka þátttöku í hópaverk- efnum og umræðum. Hjálparstarfið hefur fengið sr. Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur til að vera með nokkur nám- skeið fyrir hópa og gjarnan er námskeiðið notað sem hluti af stærra og víðameira verkefni. Í nóvember 2015 fór Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu, á leiðbein- endanámskeið hjá Petrínu Mjöll og í febrúar fór hún af stað með sitt fyrsta námskeið fyrir 11 konur. Námskeiðið er enn í gangi og hafa þátttak- endur lýst yfir mikilli ánægju með sjálfsvinnu sem þar fer fram. Í október 2015 fór Hjálpar- starfið og Hjálpræðisherinn af stað með námskeiðið Heilsuefl- andi samvera. Námskeiðið sem stendur fram í apríl er ætlað konum utan vinnumarkaðar en markmiðið með því er að efla andlega, líkamlega og félags- lega heilsu þátttakendanna. Einn hluti af námskeiðinu var matreiðsla í matreiðslustof- unni í Réttarholtsskóla en Gunnþórunn Jónsdóttir mat- reiðslukennari tók hópinn að sér í fjögur skipti. Undir hennar leiðsögn voru galdraðir fram hinir ýmsu réttir og má þar nefna japanskt kjúklingasalat, Chili con carne, kanelsnúða og pönnukökur. Í hverjum tíma voru matreiddir 2–3 aðalréttir auk eftirréttar og endaði tím- inn á sameiginlegu borðhaldi þar sem konurnar gæddu sér á veislumatnum saman. Í vetrarfríi grunnskóla í Reykjavík, helgina 26.–28. febrúar, fóru fimmtán ungmenni á aldrinum 11–15 ára á Úlfljótsvatn á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins í Reykjavík. Mark- mið ferðarinnar var að eiga skemmtilegt og viðburðarríkt vetrar- frí í fallegu umhverfi. Skátarnir héldu uppi frábærri dagskrá eins og þeim einum er lagið. Krakkarnir fengu að spreyta sig á klifur- turninum og að skjóta úr boga. Þau lærðu að búa til bálköst og grilluðu sér sykurpúða, poppuðu og bökuðu brauð yfir eldinum. Á dagskrá var líka sleðafjör, íþróttaleikar og kvöldvökur. Veðrið lék við okkur sem var eins gott þar sem við vorum að mestu leyti ut- anhúss. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel en í ferðinni þurftu allir að stíga aðeins út fyrir þægindahringinn sem okkur er svo hollt. Sumir voru að fara einir að heiman í fyrsta sinn og aðrir fóru í ferðina án þess að þekkja nokkurn. Hópurinn var fljótur að kynn- ast innbyrðis og voru það glöð og sátt börn sem snéru heim til foreldra sinna eftir helgina. Konur eru konum bestar Matreitt í heilsueflandi samveru Unglingafjör á Úlfljótsvatni „Það er okkur alltaf hollt að staldra við og líta inn á við og það er sérstaklega gott að gera það í góðra kvenna hópi,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Í bakgrunni má sjá verkefni sem unnið var á sjálfstyrkingarnámskeiðinu. Það er alltaf jafn gaman að elda og borða í góðum félagsskap enda voru þátttakendur jafnt sem leiðbeinendur virkilega ánægðir með matreiðslunámskeiðið. Hjálparstarfið kann Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu, bestu þakkir fyrir stuðninginn við verkefnið! Eftir helgina höfðu foreldrar unglinganna samband við félagsráðgjafa Hjálparstarfsins og lýstu ánægju þeirra með fríið. „Hún talar endalaust um hvað það var gaman. Takk innilega fyrir stelpuna mína!“„Takk kærlega fyrir drenginn. Hann er súper ánægður og langar aftur!“ voru meðal skilaboða. Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn: PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 69 1 6 – Margt smátt ... „Flóttafólk og aðrir útlendingar koma með nýja menningu inn í landið og það er áskorun. Kannski verður hún til þess að við finnum leiðir til að skapa alvöru þátttökumenningu og hugarfar þar sem við búumst við og gerum ráð hvert fyrir öðru og þar sem við skiljum engan eftir. Að vilja lifa í fjölmenningu þýðir að vilja deila kjörum með öðrum. Við Íslendingar höfum hins vegar ekki gert upp við okk- ur hvort við viljum í alvöru taka á móti nýju fólki. Annað hvort nennum við að lifa í fjölmenningu eða ekki og ef við nennum því ekki getum við bara byrjað á því strax að reisa girðingar og gettó,“ segir Bjarni Karlsson, siðfræðingur og prestur, en hann og Laufey Ólafsdóttir, háskólanemi og samhæfingarstjóri PEP (People Experiencing Poverty) á Íslandi voru meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu um notendasamráð í þjón- ustu við fátæka sem haldin var í Reykja- vík í janúar síðastliðnum. Bjarni ræddi þar um staðalmyndir sem ýta undir og viðhalda viðteknum hugmyndum um vald og valdaleysi fólks en Laufey ræddi um þátt fjölmiðla í að móta viðhorf til þeirra sem búa við fátækt. Viltu segja mér sögu þína? Bjarna og Laufeyju er mjög umhugað um að bæta hag og efla réttindi minni- hlutahópa, sérstaklega þeirra sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Þau segja útlendinga og fátæka á Íslandi eiga það sameiginlegt að samfélagið verði að gera ráð fyrir þeim og skapa sameiginlegt rými þar sem allir geti tek- ið þátt í daglegu lífi í lýðræðissamfélagi. „Það er vesen að tilheyra samfélagi en við eigum ekki val um annað. Örlög okkar jarðarbúa eru samofin og það er heimska að halda að við komumst upp með að taka ekki tillit hvert til annars. Í samfélagi sem er þess virði að búa í verðum við að vilja hlusta og spyrja „viltu segja mér sögu þína?“ og „hvernig gerir þú?“ segir Bjarni. Fátækt er alltaf útilokandi „Þegar við tölum um félagslega ein- angrun er valfrelsi lykilatriði. Lista- maður sem fer í sjálfskipaða einangrun til að hafa frið til að skapa hefur val en sá sem ekki getur tekið þátt í daglegu lífi sökum fátæktar hefur ekkert val og býr þess vegna við félagslega útilokun sem er móðgun við mennskuna,“ segir Bjarni og bætir við að á Íslandi sé fé- lagsleg auðmýking vegna fátæktar enn meira stingandi vegna þess að samfé- lagið sé með þeim allra ríkustu í heimi og fátækir hlutfallslega fáir ef miðað sé við önnur ríki í Evrópu. „Fátæktin hér er svo óþörf og þess vegna er hún enn sárs- aukafyllri.“ Laufey tekur undir með Bjarna og bætir við að aðalatriðið sé að öllum verði gert kleift að sinna grunnþörfum sínum með grunnframfærslu, hvaðan sem hún komi, að það séu hrein og klár mann- réttindi. „Við verðum að finna viðunandi lágmarksframfærsluviðmið um leið og við gerum ákveðnar kröfur um þátttöku fólks á raunhæfum forsendum. Núna er fólki refsað fyrir að vera virkt með því að bætur þess eru skertar og það þarf að laga. Við þurfum að umbuna fyrir virkni í stað þess að refsa. Talandi um það hvernig við gætum bætt samfélagið þá væri mjög gott að byrja á því að hætta að búa til reitt fólk. Fólk verður langþreytt á stöðugu mótlæti og erfið- leikum og það veldur reiði, sem er mjög skiljanlegt.” „Já, við þurfum að viðurkenna félags- lega og tilfinningalega þáttinn í þessu. Fátækt felur alltaf í sér félagslega úti- lokun og þátttökuleysi sem enginn óskar sér. Við þurfum að finna leiðir og vera útsjónarsöm við að skapa menn- ingu í landinu þar sem við reiknum hvert með öðru og eflum þátttöku allra, segir Bjarni. Bjarni Karlsson, siðfræðingur og prestur á sálfræðistofunni Haf, og Laufey Ólafsdóttir, nemi og samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi, segja komu flóttafólks veita okkur tækifæri til að skapa alvöru þátttökumenningu á Íslandi. Í Farsæld, skýrslu Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík um málefni fátækra á Íslandi frá 2012 er lagt til að hinn óskráði samfélagssátt- máli feli í sér að stuðningur samfélagsins verði ekki í formi ölmusu heldur stuðli að mannlegri reisn með kröfu um ábyrgð hvers einstaklings um leið og samfé- lagið tryggi honum tækifæri til þátttöku. Bent er á fátæktargildrur í samfé- laginu og tillögur að lausnum eru settar fram í 16 liðum. Skýrslan er aðgengi- leg á vefsíðu hjálparstarfs kirkjunnar www.help.is „Við verðum að rækta með okkur mennskuna“ Margt smátt ... – 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.