Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 106
Hjálparstarfið hefur notið góðra styrkja
frá einstaklingum, félögum, fyrirtækj-
um og stofnunum til verkefna innan-
lands og utan. Nú í janúar styrkti Hall-
grímssókn Hjálparstarfið með 3,3
milljóna króna framlagi en Hallgríms-
sókn var frumkvöðull að því að hafa
samskot í messum þar sem fólk getur
lagt fram fé til brýnna málefna en fé er
einnig safnað með ljósberanum í kirkj-
unni þar sem m.a. margir ferðamenn
gefa gjafir.
Á myndinni sem var tekin við þetta tæki-
færi eru sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, Að-
alheiður Valgeirsdóttir, varaformaður
sóknarnefndar, Kristín Bjarnadóttir,
fulltrúi Kristniboðssambandsins, Bjarni
Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálpar-
starfs kirkjunnar og sr. Sigurður Árni
Þórðarson.
Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring. Hjá okkur kemstu í veitingar og gistingu á góðu verði.
Við sjáum um ráðstefnur, vinnufundi og veislur í skemmtilegu umhverfi gamla skólans á Laugarvatni.
Verið ávallt velkomin
Ást og friður
Breytendur á Adrenalíni er angi af
Breytöndum – Changemaker á Íslandi
sem hafa það að markmiði að gera
heiminn að betri stað. Við erum virkir
þátttakendur í því sameiginlega átaki. Í
starfinu kynnumst við heiminum nær
og fjær, sækjum okkur þekkingu og lær-
um hvert af öðru. Enginn getur gert
allt, en allir geta gert eitthvað. Þess
vegna höfum við staðið fyrir ýmiskonar
viðburðum og reynum að fá fólkið í
kringum okkur til að taka þátt í þeim
með okkur. Meðal viðburða eru með-
mælagöngur. Okkur finnst það nefni-
lega kærkomin tilbreyting í okkar sam-
félagi að ganga með en ekki á móti. Við
veljum okkur þá málefni til að leggja
aðaláherslu á í göngunni og mælum síð-
an með því með skiltum og söng. 6. mars
sl. héldum við meðmælagöngu fyrir
trúfrelsi. Þar lögðum við áherslu á rétt
fólks til að velja og finna sér farveg í
friði og án þess að vera beitt ofbeldi.
Hér á jörðu er nóg rými fyrir alla og það
er hollt að rækta forvitni og virðingu
fyrir flóru lífsins. Það má því segja að
við setjum kraft okkar í að starfa í já-
kvæðni og að vera uppbyggjandi.
Breytendur á Adrenalíni hittast alla
sunnudaga milli kl. 17.00 til 18.30 og er
öllum 14 ára og eldri velkomið að vera
með í starfinu.
Hjalti Jón Sverrisson, umsjónarmaður
æskulýðsstarfs og Garðar Ingvarsson,
Breytönd á Adrenalíni.
Breytendur eru meðmælendur
Breytendur á Adrenalíni skipulögðu meðmælagöngu fyrir trúfrelsi þann 6. mars síðastliðinn.
Hallgrímssókn styrkti Hjálparstarfið
með 3,3 milljóna króna framlagi.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
8 – Margt smátt ...