Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 126

Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 126
Ég er svona soldið að vekja upp þessa gömlu drauga úr minni vinnu og sinna þeim aðeins. TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson, John Williams, Jonny Greenwood og Mica levi. sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Adrian Prabava. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 17. mars Það lá við að ég fyndi lyktina af poppkorninu á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á fimmtudags- kvöldið. Þetta voru kvikmyndatón- leikar og á þeim var leikin tónlist úr nýjum og eldri myndum. Jóhann Jóhannsson var í aðalhlutverki, en einnig var flutt tónlist úr kvik- myndum Spielbergs. Svo var þarna músíkin eftir Jonny Greenwood úr There Will Be Blood, þeirri óhugn- anlegu mynd. Tónlistin er eingöngu fyrir strengi og er mjög ómstríð. Það var dálítið erfitt að hlusta á hana á tónleikunum. Hún styður ákaflega vel við frásögnina í kvikmyndinni og er stór hluti af stemningunni. En án kvikmyndarinnar verður hún eigin- lega of skelfileg! Það er engin hvíld á milli atriða, hver hroðinn á fætur öðrum hellist yfir mann. Hljóm- sveitin spilaði verkið af kostgæfni undir öruggri stjórn Adrian Prabava. Leikurinn var vandvirknislegur en afar tilfinningaþrunginn og eftir því áhrifamikill. Þetta var sársaukafull upplifun. Eftir Jóhann var leikin tónlist úr The Theory of Everything, Priso- ners og Sicario. Hún var þægilegri, en þó var flutningurinn ekki áfalla- laus. Einhver kona meðal áheyr- enda lét í sér heyra svo um munaði, hún virtist vera í hávaðarifrildi við einhvern nærstaddan. Ég veit ekki nákvæmlega hvað var á seyði, en þetta var nokkuð truflandi. Engu að síður var gaman að hlýða á tónlist Jóhanns, hún svínvirkar eins og sagt er. Í fyrstnefndu myndinni er stemn- ingin létt og rómantísk, en talsvert þyngri í hinum, þar er meira myrkur og drama. Jóhann hefur óneitanlega unnið frábært verk, hvílíkum árangri hefur hann náð! Hljómsveitin spil- aði af aðdáunarverðri fagmennsku. Hún var samtaka, strengjahljómur- inn var notalega þykkur og fókuser- aður, og aðrir hljóðfæraleikarar voru með allt sitt á hreinu. Sérstaklega verður að nefna Skúla Sverrisson á rafbassa, hann var magnaður. Á tónleikunum hljómaði líka músíkin eftir Mica Levi úr hryll- ingsmyndinni Under the Skin. And- rúmsloftið var annarlegt, eiginlega vírað, enda er um að ræða vísinda- skáldsögu. Tónarnir voru óljósir, þeir einhvern veginn runnu yfir í næstu tóna án þess að hægt væri að greina mörkin á milli þeirra. Hljóm- sveitin útfærði það fallega, útkoman var þéttofinn og blæbrigðaríkur tónavefur sem unaður var að hlýða á. Tónleikarnir hefðu verið full- komnir ef verk John Williams úr myndunum Jurassic Park, ET, Superman og Schindler's List hefðu verið almennilega flutt, en svo var ekki að öllu leyti. Málmblásararnir léku óhreint í Jurassic Park, en þó sérstaklega í ET og var það pínlegt áheyrnar. Í Schindler's List spilaði Sigrún Eðvaldsdóttir einleik og gerði það af öryggi en með svo ýktu víbratói að það jaðraði við smekk- leysi. Helst var það Superman sem hljómaði ágætlega, þar var málm- blásturinn vandaðri og krafturinn var yfirgengilegur. Þetta er ótrúlega lýsandi tónlist fyrir einhvern sem getur flogið á ógnarhraða um himin- geiminn. Allar hendingar vísa upp á við og ægileg heljarstökk koma fyrir með reglulegu millibili. Hér var málmblásturinn miklu betri, í heild fór hljómsveitin á kostum, svo mjög að maður nánast flaug út í náttmyrkrið á eftir. Jónas Sen niðursTAðA: Yfirleitt frábærir tón- leikar með magnaðri tónlist. Tónlist Jóhanns Jóhannssonar svínvirkar Á tónleikum fimmduagskvöldsins var flutt kvikmyndatónlist eftir Jóhann Jóhannsson og fleiri. Mynd/GEtty Þar sem Speglagerðin var áður til húsa að Klappar-stíg 16 í Reykjavík var í gær opnað nýtt gallerí, Berg Contemporary, en það er helgað samtímalist og því má segja að þar sé á ferðinni ákveðinn samtímaspegill. Berg Contemporary hefur verið lengi í undirbúningi en Margrét Áskelsdóttir framkvæmda- stjóri segir að Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi gallerísins, sé myndlistar- maður sem hafi líka fengist mikið við sýningastjórn og flest annað sem tengist myndlist. „Þetta var eiginlega síðasti stóll- inn sem hún átti eftir að setjast í og hún var búin að hugsa þetta lengi. En hvað mig varðar þá hefur það alltaf verið markmið hjá mér að starfa hjá galleríi. Þetta er búið að taka tals- verðan tíma því það þurfti að fara í talsverðar framkvæmdir á húsnæð- inu en það gladdi reyndar fyrri eig- endur hússins og nágrannana mikið að þessu væri ekki breytt í hótel,“ segir Margrét glaðlega. Berg Contemporary er með átta listamenn á sínum snærum og mun fyrst um sinn sýna verkin þeirra en í framhaldinu verði fleiri listamönn- um boðið að sýna í galleríinu. „Þetta snýst mikið um það að styðja við feril listamannanna, kynna þá hérlendis og erlendis, fara með þá á listamessur og annað í þeim dúr. En við opnum með sýningu á verkum Finnboga Péturssonar sem er mikið gleðiefni fyrir okkur.“ Verkin sem Finnbogi Pétursson sýnir að þessu sinni eru eins og oft áður unnin sérstaklega inn í sýning- arrýmið en hann segir að það hafi viljað þannig til að hann var laus frá galleríi þegar honum bauðst að koma og að honum hafi strax litist vel á þetta tækifæri og þá hugsun sem lægi að baki. „Þetta er allt í hæsta gæðaflokki hvar sem á er litið og það er gaman að koma að því að starta þessu verkefni og vera fyrstur. Ég er að sýna nokkur verk sem eru ákveðið ferðalag frá vatnsverkunum sem ég byrjaði að vinna að í kringum 1988 til 1989 og sýndi fyrst á Nýlista- safninu sem var þá á Vatnsstígnum. Það verk er núna uppi í Orkuveitu. Þetta eru pælingar sem hafa orðið til á leiðinni þaðan og fram á dag- inn í dag. Þetta eru hugleiðingar um geómetríuna í formi og hljóði. Geó- metrísku formin sem við þekkjum í formfræðinni, t.d. þríhyrningur og ferningur, eru sömu form og í hljóð- bylgjum. Þetta er svona það sem ég er að vinna og tvinna með. Þetta er tvinnað saman, hringur á móti sínusbylgjunni, ég er að blanda þessu saman og sýna þetta í vatni. Þetta eru svona þessar pælingar sem hafa dúkkað upp en svo orðið eftir á ferðalaginu sem maður er á hverju sinni því maður er svo upptekinn af því sem maður er í hverju sinni. Ég er svona soldið að vekja upp þessa gömlu drauga úr minni vinnu og sinna þeim aðeins enda voru þeir margir hverjir búnir að bíða lengi. Reyndar hef ég alltaf unnið þann- ig að ég tek eitt skref áfram, hálft afturábak og svo tvö skref áfram og í rauninni er ég alltaf að vísa í það sem ég hef verið að gera áður. Tek pínu- lítið úr þessu verki og blanda saman við nýtt og þá verður til nýtt verk. Svo eftir nokkur ár þá fer ég kannski í það aftur. Þetta er svona eins og Mogginn, þetta er hæg breyting en maður sér hana þegar maður fer að skoða vand- lega og leggja þetta saman.“ Finnbogi segist vissulega hafa verið með nýja húsnæðið í huga þegar hann var að að vinna að þessari nýju sýningu. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessari sýningu, alveg eitt og hálft ár, sem er kannski ekkert endilega gott. Sérstaklega ekki þegar maður er að fara að vekja upp gamla drauga því þá standa þeir í biðröðum og banka í hausinn á manni klukkan þrjú á næturnar. En ég er núna eiginlega að klára það sem ég byrjaði á fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið það í nokkra hringi. Þannig að það verður ákveðinn léttir að opna þessa sýningu en það er aðallega léttir að fá svona stóra kanónu eins og Ingi- björgu inn í galleríheiminn og að sjá þetta vakna og verða til. En svo er ég að fara til Kína núna á sunnudaginn að setja upp verk þar og það er mjög spennandi dæmi þannig að það er nóg að gera.“ Eitt skref áfram, hálft afturábak og tvö áfram Berg Contemporary er nýtt gallerí sem var opnað í gær með sýningu á verkum eftir Finnboga pétursson sem segir að bæði sýningin og galleríið hafi átt sér langan aðdraganda. Finnbogi Pétursson myndlistarmaður við eitt verka sinna í Berg Contemporary. FréttaBlaðið/StEFÁn Styrkir fyrir sérstaklega myndríka útgáfu um sögu Reykjavíkur Styrkirnir eru ætlaðir til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka og annars efnis sem kemur út á árinu 2016 eða í ársbyrjun 2017. Styrkirnir eru aðgerð í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar í fjölbreyttu formi. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögu- safns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir. Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um um- sækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknir berist í síðasta lagi í dagslok mánudaginn 2. maí. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 9 . M A r s 2 0 1 6 l A u G A r D A G u r62 M e n n i n G ∙ F r É T T A B l A ð i ð menning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.