Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 FRÉTTIR Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Háræktar ehf. Nýtt fyrirtæki í matjurtarækt, Hárækt ehf., sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun: Hátækniræktun innanhúss – Fyrstu plönturnar komnar í verslanir Krónunnar og markaðssettar undir vörumerkinu VAXA Hárækt ehf. er nýtt fyrirtæki í matjurtarækt sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun innanhúss [Vertical framing]. Ræktuninni er stýrt þannig að skapaðar eru kjöraðstæður fyrir plönturnar allan ársins hring. Nýting á rými við lóðrétta ræktun er mjög góð og sparar því pláss. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að salat, krydd og blaðplöntur séu ræktaðar við raflýsingu og við það sem er kallað lóðrétt ræktun á borðum sem staflað er hvert ofan við annað. Ræktun með þessu móti sparar pláss og ræktandinn hefur fullkomna stjórn á umhverfisaðstæðum sem viðkoma ræktuninni. Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Háræktar ehf., segist hafa farið að skoða möguleikann á að setja upp ræktun á matjurtum fyrir rúmlega tveimur árum og að það liggi mikil vinna að baki því að koma ræktuninni á laggirnar. Alltaf þörf fyrir góðan mat „Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef starfað í fjármálageiranum í London og Sviss áður en ég flutti aftur heim fyrir um tveimur árum. Mig hefur lengi langað að hefja eigin rekstur og hef alltaf haft áhuga á mat og fylgst með því sem var að gerast á Íslandi utan frá. Mín skoðun er sú að Ísland hafi mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi þegar horft er til framtíðarinnar, sérstaklega hvað varðar hreint vatn og græna orku sem við getum nýtt til dæmis í matvælaframleiðslu. Svo er þjóðin fámenn og oft sem tækninýjungar breiðast hratt út og fólk er jákvætt fyrir nýjungum. Heimurinn er að breytast, fólki er að fjölga hratt og við þurfum því að bæta hagkvæmni með því að finna leiðir til að fæða fleiri með sama plássi eða jafnvel minna. Það er og verður alltaf þörf fyrir matvæli og ekki síst hrein og góð matvæli sem auðveldlega má rækta hér á landi og ég tel að Ísland sé vel í stakk búið til að leiða sjálfbæra framleiðslu á matvælum,“ segir Andri. Hugmyndin kviknaði á veitingahúsi „Hugmyndin að því að hefja lóðrétta ræktun kom í spjalli við félaga mína á veitingastað og þýskan vin minn sem hafði verið að skoða svipaða ræktun í Þýskalandi og Austurríki. Hugmynd sú kallast Auqapnonics þar sem er fiskeldi samhliða ræktuninni. Sjálfum finnst mér það ekki eins spennandi og ræktunin ein og sér og fór því að skoða hana og skoða hverjir hafa verið að gera hvað á Íslandi og annars staðar í heiminum. Fljótt á litið er vöxturinn í lóðréttri ræktun í dag mestur í Asíu þar sem landnýting skiptir miklu en Bandaríkin hafa líka verið að taka við sér og vöxturinn í lóðréttri ræktun hraður. Ég sá fljótlega að fyrirtæki í þessum geira eru að fá töluvert fjármagn til starfseminnar og mér þótti þetta strax áhugavert.“ Talsvert dýrt að starta ræktuninni Húsnæðið sem Hárækt hefur til umráða er um 1000 fermetrar að grunnfleti en ræktunarflöturinn töluvert stærri, þar sem ræktað er á nokkrum hæðum og nýtingin á gólffletinum því mjög góð. Hann vill ekki gefa upp hvað kostnaðurinn við uppsetningu aðstöðunnar hefur kostað en segir að það þurfi töluvert kapítal í að koma upp svona hátæknigróðurhúsi innanhúss. Hins vegar næst hagvæmni fram með betri nýtingu á landi, orkusparneytari lýsingu og full kominni stýringu á umhverfi. „Ég er þannig gerður að ég skoða vel það sem ég tek mér fyrir hendur og eftir að hafa reiknað dæmið fram og aftur var ég sannfærður um að svona ræktun gæti borgað sig. Auk mín og fjölskyldu minnar hefur Mata ehf. lagt fjármagn til verkefnisins enda með mikla reynslu í matvælageiranum og gott að fá þá inn.“ Enn að prófa okkur áfram Ræktun hófst í lok desember síðastliðinn og að sögn Andra er hann enn að koma sér fyrir og prófa sig áfram. „Við erum enn í uppkeyrslu fasa og að prófa okkur áfram með tegundir og yrki til að rækta salat, krydd og það sem eru kallaðar sprettur. Ræktunin er því ekki komin í full afköst enn, þrátt fyrir það hafa allflestar tegundir sem við höfum prófað komið mjög vel út. Tækin sem notuð eru til ræktunarinnar eru að mestu leyti flutt inn enda að hluta til mjög sérhæfð. Í dag eru fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Hárækt að Andra meðtöldum og einum garðyrkjufræðingi og að hans sögn allir enn að læra inn á tæknina, ræktunina og allt ferlið í kringum reksturinn. Ræktunarferlið að mestu leyti sjálfvirkt „Ræktunarferlið er þannig að við ræktum innanhúss í hillum og í stýrðu umhverfi og lokuðu ræktunarrými þar sem plöntunum eru búnar kjöraðstæður til vaxtar allt árið um kring og eins alla daga. Eftir að fræjunum er sáð eru plönturnar ræktaðar í vatni og undir LED-ljósum þannig að það skín aldrei á þær sólarljós. Áburðargjöf er sjálfvirk í gegnum vökvunarvatnið sem er í hringrásarkerfi og því endurnýtt og ræktunin því að mestu leyti sjálfvirk þótt mannshöndin komi víða við í ferlinu. Við notum heldur ekki nein varnarefni til ræktunarinnar þannig að varan er alveg laus við allt slíkt. Hita-, rakastig og lýsing í hverri ræktunarhillu er sérstillt fyrir þá tegund sem er verið að rækta þar hverju sinni, sem gefur okkur því sveigjanleika til að rækta margar tegundir í einu.“ Góðar viðtökur Andri segir að fyrstu plönturnar séu komnar í verslanir hjá Krónunni og að þær séu markaðssettar undir vörumerkinu VAXA. „Við erum þegar byrjaðir að dreifa á veitingastaði og stór eldhús í gegnum Mata og hafa viðbrögðin verið mjög góð.“ /VH „Lóðrétt“ ræktun á pöllum undir LED-lýsingu. Ræktunin er ekki komin á fullt en allar tegundir sem prófaðar hafa verið hafa komið vel út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.