Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 21 norðlægum svæðum nemur aukningin 463.000 ferkílómetrum. Í Kína er aukningin 324.000 ferkílómetrar. Í Banda ríkjunum er hún 301.000 ferkílómetrar. Á heittempruðum svæðum er aukningin síðan sem nemur um 280.000 ferkílómetrum. Í rannsókn Maryland-háskóla kemur líka fram að mesta skógareyðingin hefur átt sé stað í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Þannig hafa tapast um 332.000 ferkílómetrar af regnskógum og 373.000 ferkílómetrar af öðrum hitabeltisskógum. Svonefndir þurrskógar í hitabeltinu hafa minnkað um 184.000 ferkílómetra, en á því svæði hefur skógareyðingin líka verið hlutfallslega hröðust á árunum 1982 til 2016 eða 15%. Skógareyðing gríðarleg í regnskógum Brasilíu Af löndum heims hefur skógareyðingin verið langmest í Brasilíu, eða 399.000 ferkílómetrar, sem er meira en samanlögð skógareyðing á fyrrnefndu tímabili í sex löndum, þ.e. Kanada, Rússlandi, Argentínu og í Paragvæ. Skógarþekjan hefur minnkað en tré eru á stærra svæði en áður Samkvæmt rannsókn Xia-Peng og Mathew Hansen í Maryland-háskóla hefur gróðurþekja skógarkrónunnar minnkað frá 1982 um 1,33 milljónir ferkílómetra á heimsvísu, eða um 4,2%. Segja skýrsluhöfundar að þetta stemmi nokkuð vel við tölur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þótt skilgrein- ingar á skógi með tilliti til sam- setningar séu nokkuð ólíkar. Þegar tekið er mið af skógrækt sem átt hefur sér stað á sama tíma þá nemur hún 2,24 milljón kílómetrum. Þannig hefur heildar skógarsvæðið stækkað úr 31 í rúmlega 33 milljónir ferkílómetra, eða um 7,1% síðan 1982. Benda skýrsluhöfundar á að trjáþekja á landi sé ekki endilega það sama og skógarþekja, aðal- lega vegna minni þéttleika gróður- krónunnar í ræktuðum skógum en frumskógunum í hitabeltinu. Kínverjar og Indverjar í miklu skógræktarátaki Nýlegar fregnir frá NASA, geim- vísinda stofnun Bandaríkjanna, staðfesta þessar fregnir að hluta og sýna gríðarlega aukningu á skógrækt í Kína og á Indlandi á síðustu tuttugu árum. Í þessum löndum hefur myndast mikill áhugi fyrir skógrækt sem viðleitni við að berjast gegn gróðurhúsaáhrifum og hafa menn verið að slá þar hvert metið af öðru í gróðursetningu. Indverjar plöntuðu 66 milljónum trjáa á 12 klukkustundum Sem dæmi þá slógu Indverjar eigið heimsmet sem skráð er í heimsmetabók Guinnes í gróðursetningu áhugamanna á trjám á 12 klukkustundum. Þá komu saman 1,5 milljónir Indverja á bökkum Narmada-árinnar í Madhya Pradesh héraði og potuðu niður 66 milljón trjáplöntum á hálfum sólarhring. Þá er nefnt að í þorpi einu á Indlandi gróðursetji íbúarnir 11 tré í hvert sinn sem stúlkubarn fæðist. Indverjar hafa sett þá stefnu að verja sem nemur 6 milljörðum dollara til að endurheimta skóga þannig að skógar þeki 12% af Indlandi fyrir árið 2030. Með þessu m.a. hyggjast Indverjar jafna að mestu koltvísýringsútblástur þjóðarinnar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018 plöntuðu íbúar Uttar Pradesh héraðs um 49,3 milljónum trjáplantna. Maðurinn stórtækastur bæði í eyðingu og endurheimt skóga Í rannsókninni sem gerð var í Maryland-háskóla kemur fram að um 60% af þeim breytingum sem átt hafa sér stað á skóglendi jarðar frá 1982 stafar af mannavöldum, bæði endurheimt og eyðing. Um 70% af eyðingu regnskóganna hefur sem dæmi orsakast af mannavöldum. Engin ný sannindi Í dag eru uppi mikil áform um ræktun skóga til að binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Er það talin skilvirkasta leiðin sem þekkist í dag í þeim tilgangi. Þar sjá íslenskir skógræktarmenn líka mikla möguleika, en það veltur þó á því að ríki og sveitarfélög spili þar með af fullri alvöru. Á umræðunni mætti samt ætla að aukin skógrækt sé alveg ný hugmynd sem sprottið hafi upp vegna loftslagsumræðunnar. Rannsóknir vísindamanna sem imprað er á hér að framan sýna þó að það er að verða nær hundrað ár síðan menn fóru af krafti að vinna að endurheimt skóga og fyrst á ofnýttum svæðum í Evrópu. Þar var það í raun neyðin sem kenndi nöktum mönnum að spinna þegar þeir sáu fram á að þeir voru að verða búnir að eyða öllu lífræna hráefninu sem fékkst úr trjánum og hélt efnahagslífinu gangandi. Þótt nýjar heimsendaspár spretti upp daglega, þá virðist engin ástæða vera til að óttast aldauða skóganna, jafnvel þótt frumskógar í hitabeltinu séu vissulega enn á válista. Hafðu samband: bondi@byko.is ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKU- EININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðar- miklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samlokueiningar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. YLEININGAR Indverjar settu heimsmet er áhugafólk um skógrækt í Madhya Pradesh-héraði potuðu niður 66 milljón trjáplöntum á hálfum sólarhring. Í þorpi einu á Indlandi gróðursetja íbúarnir 11 tré í hvert sinn sem stúlkubarn fæðist. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 5,1% 10,8% 9,1% 22,1% 24,6% 45,6% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45% 50% Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni Næsta blað kemur út 14. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.