Bændablaðið - 28.02.2019, Síða 49

Bændablaðið - 28.02.2019, Síða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 49 Síðan 1993 hef ég fengist við ferðaleiðsögn um Ísland á vegum Bændaferða, eða í meira en fjórðung aldar. Oft koma fyrir mjög ánægjuleg samskipti við erlent ferðafólk og jafnvel eru þau mér mjög lærdómsrík. Mig langar til að segja frá einu slíku atviki. Fyrir um áratug kom einn ferðamaður á fyrstu dögum þeirrar ferðar til mín og kvaðst eiga sér dálitla ósk sem hann vissi ekki hvort unnt væri að uppfylla. Þarna var kominn þýskur bóndi sem langaði mjög mikið að hitta íslenskan starfsfélaga sinn og fá tækifæri að bera saman bækur sínar við hann. Eftir örfá símtöl reyndist ekkert mál að koma þessari ósk ferðamannsins í kring. Að nokkrum kvöldum liðnum gistum við í Stóru-Tjarnaskólanum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu. Eftir kvöldverð þar á Edduhótelinu var þýski bóndinn boðinn velkominn ásamt öðrum ferðamönnum í hópnum sem þess fýstu að skoða fjósið og aðra aðstöðu á bænum í stuttu göngufæri þar skammt frá. Mér er ætíð minnisstæð samskipti þessara tveggja ólíku bænda. Sá þýski var aðallega með nautgripi og ræktaði að einhverju leyti korn fyrir búsmala sinn. Honum lék hugur á að vita hvaða búfjársjúkdómar reyndust erfiðastir íslenskum bændum og hvaða lyf þeir notuðu. Var sá þýski mjög undrandi hversu íslenskt búfé væri heilbrigt og lauk miklu lofsyrði á að vel hafi tekist að forða öllu landinu frá mörgum þeim alvarlegu búfjársjúkdómum sem víða grasséra. Hvatti hann okkur á Íslandi að huga vel að þessu en þetta væri það sem hver bóndi erlendis myndi öfunda okkur af enda mikilsverð gæði að geta haldið notkun lyfja í algjöru lágmarki. Einnig innti sá þýski eftir því hvaðan kjarnfóður kæmi sem íslenskir bændur keyptu. Kvað hann framboð á kraftfóðri mjög mikið innan Evrópusambandsins en oft væru vanhöld um upplýsingar um uppruna þess. Væru jafnvel dæmi um að ódýrasta kraftfóðrið reyndist þeim bændum á meginlandinu oft verða dýrkeypt enda sumt langt aðkomið, jafnvel ræktað í Afríku sem stundum fylgdi ýmsar bakteríur og kvillar sem óæskilegar væru og yllu oft alvarlegum veikindum með tilheyrandi kostnaði og jafnvel miklu tapi. Hvatti Þjóðverjinn til mikillar varkárni með innflutning, hvort sem væri á kraftfóðri eða landbúnaðarvörum ef minnsta hætta á smiti gæti orðið. Mér hefur oft verið hugsað til þessa þýska bónda og hversu innilegar samræður hans við íslenska bóndann voru. Auðvitað gegndi ég mikilvægu hlutverki við túlkun enda kunni eðlilega sá þýski ekki íslensku og sá íslenski ekki þýsku. Hvorugur talaði ensku að marki enda var langfljótlegast að hafa samræður með aðstoð túlks. Þegar litið er á nýjustu tíðindin úr Stjórnarráðinu þá virðist verða stórkarlaleg breyting á þessum innflutningsmálum. Nú vill ráðherra gefa innflutning á nánast öllum landbúnaðarvörum frjálsa án nokkurra takmarkana. Og á sama tíma vill sami ráðherra veita leyfi til umfangsmikilla hvalveiða, þvert á sjónarmið þorra Íslendinga sem gera sér grein fyrir því að hvalirnir í sjónum eru okkur dýrmætari lifandi en dauðir enda grundvöllur fyrir vaxandi starfsemi hvalaskoðunar með erlendu gestina okkar. Einhvern veginn er grunur minn að ráðherrann sé undir gríðarlegum þrýstingi. Óskandi er að ekki hafi verið borið fé í ráðherrann til að liðka fyrir ákvörðunum hans en getur það mögulega verið að hann sé að einhverju leyti í vasanum á þeim aðilum sem stjórna mikilsverðum viðskiptum sem láta sér hagsmuni annarra í léttu rúmi liggja? Þetta mál verður að skoða og ígrunda betur áður en endanleg ákvörðun er tekin. Að öðrum kosti ber öðrum ráðherrum að grípa fram fyrir hendurnar á þessum ósjálfstæða ráðherra okkar mikilvægustu hagsmuna. Ef ekki þá þarf þjóðin að stöðva ráðherrann! Hugum að hvatningu þýska bóndans að sýna fyllstu varkárni. Kæruleysi getur orðið okkur dýrt spaug sem kemur engum að gagni nema stundarhagsmunum örfárra kaupahéðna. Guðjón Jensson eldri borgari í Mosfellsbæ og leiðsögumaður LESENDABÁS Förum okkur hægt – dálítil hugvekja Sérstaða Íslands – hreinleiki Bann við innflutningi hrás kjöts og sóttvarnir landsins snúast um sérstöðu Íslands til framtíðar. Framtíðarhagsmunir íslensks samfélags eru undir (lýðheilsa og búfjárstofnar), þeir hagsmunir eru miklu stærri, en hagsmunir einstakra stétta í nútíðinni. Samningar og lög eru mannanna verk sem hægt er að breyta, en ef sérstaða landsins tapast verður hún ekki auðveldlega endurheimt. Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins, um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneyddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Samhliða hafa stjórnvöld nú kynnt aðgerðaáætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Mótvægisaðgerðirnar eru allar þýðingarmiklar og eiga fullan rétt á sér óháð breytingum á lögum. Eigi þessar aðgerðir hins vegar að skila árangri verður að gefast lengri tíma en nokkrir mánuðir til að innleiða þær. Aðgerðirnar verða að komast hratt í fulla virkni og það áður en frekari breytingar verða á innflutningstakmörkunum. Ekki gefast upp Með samþykkt á óbreyttu frumvarpi værum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp fyrir reglum sem settar voru án þess að næg þekking á mögulegum áhrifum væri til staðar. Lykilatriði er að fram fari ítarlegt áhættumat, sem taki bæði á áhrifum breytinganna á Íslandi og þýðingu hreinleika Íslands fyrir lýðheilsu á heimsvísu. Með því að leyfa innflutning á hráu kjöti án þess tímafrests sem leiðir af frystiskyldunni værum við að gera vafasama tilraun með lýðheilsu þjóðarinnar. Þar fyrir utan væri tilraun með búfjárstofna en við vitum aldrei hvernig erfðauðlindin sem í þeim liggur getur komið að notum. Þeir sem tala fyrir óheftum innflutningi á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast um fleira en verð á matinn og hvað sé í matinn, það skiptir alltaf mestu hvað er í matnum. Okkur ber skylda til að halda uppi vörnum fyrir sérstöðu okkar sem felst m.a. í tiltölulega mjög lítilli sýklalyfjanotkun í landbúnaði og lágri tíðni sýklalyfjaónæmra baktería í fólki. Heimurinn allur þarf að verjast þeirri ógn sem blasir við vegna vaxandi sýklalyfjaónæmis. Það hefur verið sýnt fram á ótrúlega mikla fylgni milli neyslu matvæla þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er mikil og tíðni sýklalyfjaónæmra baktería í fólki. Þessir hagsmunir eru mannkyninu dýrmætir, ekki síður en hreinleiki lofts og vatns. Hagsmunir í húfi Þetta er stórt pólitískt mál og miklir hagsmunir í húfi. Því þurfa íslenskir ráðamenn að stíga fast til jarðar og eiga samtöl við þá sem stýra Evrópusambandinu. Dómur EFTA er unninn út frá gildandi lögum og reglum og niðurstaðan fengin frá þeim sem vinna samkvæmt þeim. Ef ná þarf fram breytingum þurfa stjórnmálamenn að ræða við þá sem hafa áhrif á endurskoðun laga og reglna en ekki eingöngu þá sem framfylgja þeim. Stjórnvöld verða að óska eftir lengra svigrúmi til innleiðingar, aðlögun og raunverulegar varnir taka tíma. Samtímis gæfist tækifæri til að gera ítarlegt áhættumat á afleiðingum breyttra innflutningsreglna fyrir Ísland og Evrópu sem heild. Þá gætu skapast forsendur til að endurskoða reglur með heildarhagsmuni í huga. Fyrir þessu þurfa stjórnmálamenn að beita sér með samtali við aðra stjórnmálamenn. Það getur ekki verið vilji Evrópusambandsbúa að við Íslendingar verðum gerð að tilraunadýrum í þessum efnum. Sérstaða okkar er ekki okkar einkamál, hún hefur þýðingu á heimsvísu. Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins Líneik Anna Sævarsdóttir. Halla Signý Kristjánsdóttir.. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá 䘀礀爀椀爀 戀渀搀甀爀 䠀︀爀يح猀琀椀搀氀甀爀 䠀䐀 㘀⼀㄀㘀 䠀︀爀يح猀琀椀搀氀甀爀 䬀 㜀 刀礀欀猀甀最甀爀 一吀 ㈀㔀 匀瀀愀爀 䬀䴀 㜀 ⼀㈀  唀洀戀漀 漀最 ︀樀渀甀猀琀愀

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.