Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 4
Bylting á tveimur áratugum í málefnum fatlaðra - segir Margrét Margeirsdóttir Margréti Margeirsdóttur þarf ekki að kynna fyrir forystumönnum fatlaðra svo lengi hefur hún unnið að heill þeirra sem höllum fæti standa. Margrét hætti sem deildarstjóri hjá félagsmálaráðunevtinu 1. nóv- ember 1999, en þar hefur hún unnið að málefnum fatlaðra frá árinu 1980. Á þessum tveimur ára- tugum má segja að bylting hafi orðið í félagslegri aðstöðu fatlaðra. „Á tuttugu árum hefur fjármagn vaxið - upp í tæpa fjóra milljarða hjá félagsmálaráðuneytinu,“ segir Margrét, „árið 1980 var vistun á sólarhringsstofnunum nánast eina úrræðið fyrir þroskahefta. Nú eigum við verndaða vinnu- staði, hæfingarstöðvar og svæðis- skrifstofur um allt land. Þá var eitt sambýli til, nú eru þau um áttatíu. Greiningarstöð tók til starfa 1986, góð starfsþjálfun árið 1987 fyrir fullorðna sem lenda í slvsum eða fatlast af völdum sjúkdóms. Ég naut þeirra forréttinda að vinna að þróun þessara stofnana frá upphafi og þar til ég hætti.“ r Iheiðríkju vordægra er Margrét sótt heim að Dragavegi 7. Trjágróður umlykur hús í góðu skjóli frá umferð innst í botnlanga. Innan dyra opnast hlýlegt heimili. Hér má sitja yfir arin- eldi á vetrarkvöldum og gleðja hug- ann með píanóleik. Margrét er fingerð, dökkhærð kona ótæmandi viskubrunnur þegar kemur að málefnum fatlaðra. Ósjálf- rátt spyr maður sig hvernig sú kona sé sem hefur helgað lif sitt þeim sem minna mega sín? „Eg er mikið fyrir alla ræktun, finnst svo gaman að sjá allt vaxa og koma til, hver planta hefur sinn til- gang,“ segir hún, þegar dáðst er að eldlilju á arinhillu sem skartar bleikum blómum. í glerhúsi á svöl- unum eru vorlaukar að taka við sér. Margrét ræktar fleira en blóm og Margrét Oddný Sv. Margeirsdóttir Björgvins tré. Hún hefur líka hlúð að við- kvæmum sálum, eins og eiginmaður hennar, Sigurjón Björnsson sálfræði- prófessor. í vali listmuna eins og andlitsmynda má sjá að þroski mannssálar er í fyrir- rúmi á heimilinu. Annars eru stækk- aðar Ijósmyndir prýði á stofu- veggjum, eins og stór Qörusteinn af Skaga sem sýnist vera grafík-lista- verk. Ljósmyndun er eitt af mörgum áhugamálum Margrétar. Sest er yfir kaffi og meðlæti, kerta- Ijós á borðum, sól í glugga, sumarið er að koma. „Þetta er útsýnið frá sumarbústaðnum okkar, Huldu- hóli í Skagafirði," segir Margrét og bendir á málverk eftir Jóhannes Geir frá Sauðárkróki sem opnar fagra íjallasýn. Sigurjón og Margrét eiga bæði rætur í Skagafirði, svo að heimahagar draga þau til sín. „Alltaf er jafn mikil eftirvænting hjá okkur að koma þangað fyrst á vorin, og sjá hvernig trén koma undan vetri á þessum tæpa hektara sem við erum að rækta þama. Þetta er barátta við snjóalög og á sumrin getur orðið vindasamt. Aðalatriðið er að reisa skjólbelti til að hlífa gróðr- inum.“ Fleira þarf skjól en gróður jarðar. Fatlaða fólkið, skjólstæðingar Mar- grétar þurfa líka aðhlynningu og skjól - til að geta notið sín í lífinu. Við œtlum að rœða um málefni fatlaðra, Margrét. „Margþættur og mjög viðkvæmur málaflokkur“, segir hún. Hafa þau mál mótað þig? „Allt sem maður fæst við og upp- lifir, hefur ákveðin áhrif á hugarfar og viðhorf.“ Lífsþróun í sörnu átt Margrét segist hafa umgengist fatl- að fólk frá því hún man eftir sér. Á bernskuheimili hennar í Skagafirði hafi oft dvalið fatlað fólk. „Ég man sérstaklega eftir hand- Frá afhendingu Helios verðlaunanna. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.